laugardagur, nóvember 17, 2007

Lífið á Dalslandsgade

Enn einn laugardagurinn rennur í garð og margt búið að bralla í vikunni sem leið.

K. búinn að koma tvo daga í röð heim úr skólanum með höfuðverk en svo alltaf lagast þegar heim er komið, "spúkí".
Hann fór líka með fritids á úrslitaleik í skólafótboltanum en það er keppni á milli skóla hér í DK. Ótrúlegt fjör en leikurinn fór fram í PARKEN.

Mýslan búin að fara á jólaleikrit með skólanum og á upplestur á Línu Langsokk á bókasafninu í tilefni afmælis Astrid Lindgren. Hún mótmælir því að halda áfram í dansinum þannig að laugardagsdansskólaferðunum okkar er lokið, nóg að vera í sundi og skátum.

Krúttið okkar alltaf jafn hress. Er farinn að segja hin og þessi orð, pabbi, mamma, Bitta(Birta), pippi(tippi), nammi, mín(snuddan og taubleyjan), húa(húfa) og tvær setningar; hvad er det? (hvað er þetta?) og pabbi inna (vinna). Það bætist svo við hægt og hljótt. Það er ekkert lítið að læra tvö tungumálí einu.

Pabbinn alltaf að vinna í kjötinu, syngur á miðvikudögum ( og nátturlega alla hina dagana) og sinnir búi, börnum og konu eins og sönnum karlmanni sæmir.

Mamman á fullu í skólanum þessa dagana. Var í bevægelseprófi (hreyfing/íþróttir) í fyrradag og gekk þetta þrusuvel. Svo eru 4 próf í næstu viku, 1 framlæggelse og 1 stk. ritgerð að skila. Mikið verð ég glöð á fimmtudag þegar öllu þessu er lokið.
Þá mæta líka tvær vinkonur mínar til Köben, Sigga kemur og gistir hjá okkur fram til mið 28 og Þórunn kemur með vinnufélögum sínum og fer heim aftur þann 25/11. Eigum eflaust eftir að skemmta okkur vel saman.

Talandi um góða gesti þá eru Lilja systir og Magdalena í heimsókn þessa stundina, komu á fimmtudag og fara á mánudag. Fór með mæðgunum í gær niðrí bæ að versla, miki djö... getur verið erfitt að versla, maður fær bara strengi í hendurnar. Tókum HM með stæl ásamt ekki lakari mönnum en Bubba Morthens en hann sló ekki slöku við í barnadeildinni, gaman af því.
Fórum svo öll út að borða í gærkveldi þar sem ísinn og auðvitað ölið rann ljúflega niður, nammmmmmmm.

Í dag ætlum við systurnar í FIELDS, barnlausar og fínar. Það verður örugglega ekki heldur slegið slöku við þar. Pabbinn og börnin ætla í 3 ára afmælisveislu hérna í börnerumminu til hennar Nínu Sigurrósar og fá þar eflaust þvílíkar kræsingar ala Linda og Hjalti.

Eigið góða helgi og farið varlega. Ævintýrafararnir.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mmmm mig langar að versla...kv. dóra

8:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Brjálað að gera í stóru heimili.
Kveðja frá Svíaríki

9:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki væri verra að vera komin á ykkar slóðir núna þegar jólaverzlunin hellist yfir

7:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá... þetta styttist... Get ekki beðið... Hafið það rosa gott um helgina;-)

9:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt kvitt, þetta styttist ;-)

10:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ frænka
ég kíki alltaf á ykkur en ekki dugleg að kvitta :( Nú erum við Siggi að fara með Hörð á Anfield 16 des á Liverpool Man Utd ég sá að þú fórst að versla í liverpool - gefðu nú frænku gömlu tips því ég nenni varla inn í Manchester
Knús frá Tunguveginum
Guðrún frænka

10:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ brjálað að gera hjá ykkur eins og venjulega , já það tekur á að versla en bara gaman að því :)
hér er nóg að gera í skólanum og vinnu
knús á línuna
kv Hjarðabrekkugengið

9:38 e.h.  
Blogger Lilja said...

Takk æðislega fyrir okkur, ohhh þetta var svo gaman :D

9:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home