Við systurnar með skvísunum okkar
Áttum þessa yndislega helgi með Lilju og Magdalenu þar sem við systurnar versluðum eins og brjálæðingar. Við náðum líka að fara í eitt stk. stelpupartý þar sem ölið rann ljúft niður.
Pabbinn var svo yndislegur að taka öll börnin með sér í pabbaferð á sunnudagsmorgninum svo við systurnar fengum að sofa út, sem ekki allir nýttu, hmmmm.
Seinna um daginn fór B. svo með frænkum sínum í tívolí.
Já, svo rann mánudagurinn upp og prófvikan stóra rann í garð.
Musikpróf fyrir hádegi og dönskuframlæggelse eftir hádegi. Gekk vel.
Í dag; verkstæðipróf fyrir hádegi og dramapróf eftir hádegi, gekk vel þrátt fyrir ömurlega hálsbólgu og hóstaköst.
Morgundagurinn fer í að skrifa ritgerð í bevægelse sem skila þarf á fimmtudag og þá getur maður andað léttar, í bili.
Biðjum að heilsa. Ævintýrafararnir.
5 Comments:
Tututu gangi þér vel í prófunum kæra frænka
Hey, er það ekki bestustu frænkur og svo bestustu systur líka? :D
Já gangi þér vel í prófunum ;-).. Köben bara á morgun.. íha.. hlakka til að hitta ykkur;-).. Kveðja frá Selfossi (þar sem allt hristist og skelfur).. lítið sofið í nótt :-/ úfff.....
Gangi þér vel í prófunum.
Kveðja frá Svíaríki
mikið gengur á hjá ykkur systrumdaman mín þú þarft að fara að koma heim til íslands og hvíla þig eftir öll þessi ósköp og ekki allt búið en alt siggu æfityrið eftir ég veit að þér gengur ofur vel í prófunum afkverju vildi krúttið hætta ídansinum sjáumst eftir þrjár vikur þúsund kossar langamma
Skrifa ummæli
<< Home