mánudagur, janúar 07, 2008

Árið 2007 liðið

Jæja, skólinn byrjaði í dag og ekki byrjaði það vel. B. með hita og AR vakandi hálfa nóttina þannig að einbeita sér og hlusta á fyrirlestur var ekki sérstaklega létt að gera í morgun. Ennn það hafðist.
Ótrúlegt að árið 2007 sé strax liðið, tíminn líður bara allt of fljótt. Við erum núna búin að eiga heima í Kaupmannahöfn í hvorki meira né minna en 2 1/2 ár, aðeins 1 1/2 eftir. Erum búin að gera fullt að skemmtilegu árið 2007 sem ég ætla stikla á stóru hérna:

Þorrablót
K. varð 8 ára
Jói varð 33 ára
AR varð 1 árs
Svíþjóðarferð um páskana þar sem við dvöldum hjá Írisi Gyðu frænku og fjölsk.
Sumarhús í maí í frábæru veðri með Kollu, Óla og dætrum.
London í maí ásamt AR og stóru börnin með pabba sínum til Álaborgar.
Nokkrar sommerfest.
Nokkrar strandferðir.
Mamman gæsaði ásamt hinum kvensunum á kolleginu.
Mamman varð 33 ára.
Íslandsdvöl í júlí þar sem við áttum yndislegan tíma með SB og ÁÝ, sumarbústaður, fjölskyldu og húsdýragarðurinn, sundferðir, afmæli, og síðast en ekki síst, frábært veður
Brúðgumalaust brúðkaupspartý.
B. hóf sína skólagöngu.
Mamman fór í útilegu til Svíþjóðar með skólanum og svaf í tjaldi í fimm daga í stanslausri rigningu.
Kærustuparaferð til Liverpool.
Halloween í tívolí.
ZOO.
Sirkus.
Amma og afi á Hellu urðu 50 ára.
B. varð 6 ára.
Fengum líka skemmtilegar heimsóknir frá Íslandi, Svíþjóð og Sönderborg, gaman af því.

Já þetta var gott ár en líka erfitt. Það er erfitt að vera frá ástvinum, erfitt að búa í lítilli íbúð, erfitt að hafa ekki alltaf tíma fyrir börnin þegar maður þarf að læra en þetta er sko þess virði. Vonum bara að 2008 verði ennþá betra, ikke?????

Nýárskveðja frá okkur í L806. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það var rosa gaman að fá ykkur í heimsókn og þið eruð alltaf velkomin aftur.
Kær kveðja frá Svíaríki

11:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir síðast ,
kveðja úr kuldanum frá Islandi

Knús Hjarðabrekkugengið

11:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home