föstudagur, janúar 18, 2008

Spejdertur


Þá eru stóru börnin farin í helgartúr með skátunum, vorum að kveðja þau við metróstöðina og koma þau heim um miðjan sunnudaginn.
Við erum nátturlega búin að redda pössun fyrir örverpið annað kvöld og ætlum að skella okkur út að borða og í bíó.

Það er ekkert smá góð þáttaka í Berlínarferð okkar saumókellinga en við erum 13 kellingar sem förum og þar á meðal Lilja systir, gaman gaman.

AR er búinn að vera með hita í 8 daga og fór pabbi hans með hann til læknis í gær en eina útskýringin sem dokksi gaf var að hann er með virus og ekkert við þessu að gera. Þetta ástand er ekkert sértstaklega að auðvelda manni ritgerðasmíð en vonandi fær maður veikindalausa næsta viku.

Biðjum ykkur vel að lifa og farið varlega. Ævintýrafararnir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða helgi :)
kveðja úr kuldanum ( 14 stiga gaddur)
Hjarðabrekkugengið

12:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home