föstudagur, febrúar 08, 2008



Þetta er nú meira pestabælið. Báðir synirnir á heimilinu hafa verið heima síðustu daga með háan hita og kvef.Í byrjun vikunnar lá pabbinn í nokkra daga þannig að við mæðgurnar erum eftir en vonandi sleppum við.

Spáð rosalegu góðu veðri um helgina, 10 stiga hita og sólin á víst að sýna sig. Vonandi eigum við eftir að geta notað okkur það.

Mýsla fór til tannlæknis í gær og engar holur. Tannburstunin er með glæsilegasta móti þannig að við mæðgurnar löbbuðum þaðan glaðar út. Svo á fimmtudaginn á litla krúttið að fara í tannskoðun í fyrsta sinn, það verður spennandi að sjá hvernig það á eftir að ganga.

Núna eru stóru börnin komin í vetrarfrí fram til 18. feb en þau verða á fritids í næstu viku þar sem ég verð ekki í fríi í skólanum, ónei heldur er enn ein hóparitgerðasmíðin, mikið djö.... er það leiðinlegt.

Jæja, best að halda áfram að horfa á Stubbana með krúttinu, bara í 6. sinn í dag.
Knús og kram. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gotta Love The Teletubbies nei smá grín skil þig mjög svo vel ég er komin með ógeð á Cartoon Network hérna heima pestabæli segirðu Alex er búinn að liggja svo tók ég við en er samt í vinnunni og ritgerðir bara toppurinn á tilverunni ikke ??? Góða helgi og vonandi batnar þeim sem fyrst og frábært hjá þér Birta ;O)

6:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

brjálaðasta veður sem ég hef lifað var í gær ofsa rok og rigning snjórinn bráðnaði eins og smjör í hita loxins er égfarin að sjá bílinn minn aftur aftur allir veikirbara að flytja aftur til ömmu þá batnar allt fult af knúsum þúsund kossar

langamma

5:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home