sunnudagur, mars 16, 2008


Sumarhúsið sem bíður okkar á Dådyrstien 40.
HÉRNA getið þið séð ennþá fleiri myndir af þessari höll.


Komin í páskafrí, jibbí, allir nema pabbinn sem þarf að vinna mán og þri.
Helgin er búin að vera á rólegu nótunum.
B. fór í skátaferð á föstudag og gisti eina nótt í skálanum þeirra og var okkur svo boðið í mat til þeirra í gærkveldi og var það voða gaman.
Annars erum við búin að dunda okkur við ýmislegt misskemmtilegt, tiltekt, gáfum fuglunum á Christianshavn brauð, lékum okkur úti á legeplads, bæði hér og á Christianshavn, versluðum, átum nammi og pökkuðum niður í töskur fyrir sumarhússferðina sem er nú bara á morgun.
Já, við erum semsagt að fara í sumarhús á morgun með Kollu, Óla og krökkum og verðum í viku. Tökum lestina þarna niður eftir og svo taxa restina. Pabbinn kemur svo á miðvikudag en vinur hans ætlar að keyra hann, ekkert smá almennilegur. Ekkert smá stór og flottur bústaður eða hús réttara sagt með t.d. sólarbekk, nuddbaði ofl. ofl.
Þar höldum við upp á 2 ára afmæli krúttsins okkar, sem er á föstudaginn langa 21. mars, og hugsum extra mikið til Ásrúnar Ýr dúllunnar okkar sem verður 6 ára og Logi afi verður 51 árs, ekkert smá stór dagur í fjölskyldunni. Ekki minni dagur er núna á þri, 18. mars en þá verður Auður langamma hvorki meira né minna en 80 ára og verður víst megaveisla sem við komumst því miður ekki í. Þann sama dag verður Lilja systir 28 ára og það styttist sko ansi mikið í 30 árin, ha ha.
Vonandi eigið þið yndislega páska og borðið yfir ykkur af páskaeggjum.
Knús og kram. Ævintýrafararnir.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kvitterí kvitt frá Kanarý faranum, hafið það gott og gleðilega páska. Bestu kveðjur Sigga

12:14 f.h.  
Blogger Heida Dís said...

Góða ferð og hafið það gott. Gleðilega páska. Sjáumst í næstu viku :)

11:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð og hafið það gott um páskana kveðja Erla Jóh

4:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð og skemmtið ykkur vel ,

knús

Hjarðabrekkugengið

4:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

elskurnar mínar
mikið er indislekt að þið farið í gott frí verst ef þið fáið bara rok og rigningu það segir siggi stormur ég var í fermyngu í gær það var allveg yndislegt að sjá alla þessa afkomendur mína hafið þið ávalt sem best ótal knús
langamma

11:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir kveðjuna og til lukku með Ara Rafn og Ásrúnu Ýr .
Gleðilega páska

Dagrún , Steinn og dætur

10:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þennan stóra dag. Gleðilega páska og góða páskahelgi!!
Kveðja Hafdís

11:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home