miðvikudagur, apríl 16, 2008


Ég er ótrúlega glöð núna. Fékk það praktikpláss sem ég óskaði mér. Þann 1. ágúst fer ég að vinna á Specialbørnehaven De fire Birke og verð að vinna þar í 6 mánuði. Á þessum leikskóla eru 30 misfötluð börn á aldrinum 1-7 ára og eiga þau við mismunandi fötlun/veikindi að stríða, t.d. flogaveiki, sum eru spastisk, sjón- og heyrnaskaðar og spiseproblem. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi og hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni sem ég veit að verður erfitt en reynsluríkt.

Þá eru börnin farin til Árhúsa með pabba sínum. Svipurinn á þeim í dag þegar pabbi þeirra mætti á fritids er ólýsanlegur, B. stóð örugglega í 10 sek og starði bara á hann og vissi bara ekki hvað hún átti að gera eða segja. K. trúði bara ekki sínum eigin augum og sagði "far" og missti svo kjálkann niður á gólf, vá hvað þau voru glöð. Ég gat ekki annað en tárast.

Við AR skruppum aðeins áðan í heimsókn til Hrannar frænku svona aðeins til að leifa honum að sjá hana áður en honum verður plantað þar í pössun á sunnudag. Já, það styttist sko í Pólland, 2 dagar.

Kram. Ævintýrafararnir.

7 Comments:

Blogger Heida Dís said...

Til hamingju með plássið.. alltaf gaman að fá það sem maður óskar sér mest :)

10:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með praktíkina. Já og góða ferð til Stettin :)
Kveðja Hafdís

10:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með praktikina og góða ferð til Póllands.
Kv. Sigga

11:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já innilega til hamingju með plássið:-) og góða ferð til Póllands:-) Knús og kveðja frá Selfossi.. Þórunn

10:23 f.h.  
Blogger Lilja said...

Góða ferð og knúsaðu strákana þíns sem heima eru frá mér! Frábært að þú fékkst praktíkina sem þú vildir :D

10:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æ en sætt get rétt ímyndað mér svipin og Kristófer að missa kjálkann á gólfið ég hugsa að ég ehfði örugglega gert það sama í hans sporum lol en allavega góða skemmtun ;O) og njótið vel
Kv Steinunn ;O)

9:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æðisleg fyrir krakkana að hitta pabba sinn svona,

knús á línuna

Hjarðabrekkugengið 1

10:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home