mánudagur, apríl 14, 2008



Um helgina spjallaði dóttir mín við eina af þekktustu konum Danmerkur og var það alveg rosaleg upplifun. Þetta var hún Laura, en fyrir ykkur sem vita ekki hver hún er komst hún í úrslit í X-factor en tapaði þar fyrir honum Martin. Hún Laura býr víst hérna á Kolleginu eða vinkona hennar, erum ekki viss en hún er ansi oft hérna.
Mýslan skellti sér nú bara upp að henni og sagði "Hej Laura, ég sá þig á Rådhuspladsen, þú syngur svo vel". Laura: "NÅÅÅÅ, tak for det, hej hej" og brosti voða sætt til hennar. Bara fyndið.

Annars er allt fínt að frétta af okkur, fórum með stóru börnin í vegabréfsmyndatöku og urðum við að spasla yfir glóðuraugað á dömunni, ótrúlegt hvað það er lengi að fara, alltaf að koma meira mar út.
Börnin í fríi í skólanum í dag, B. farin á fritids en K. er heima hjá mér og fer svo með mér á eftir í skólann, ekkert smá spenntur.

Spennan magnast hjá okkur kærustuparinu, erum nefnilega að fara til Stettin í Póllandi á föstudaginn með vinafólki okkar. Stóru börnin eru að fara með pabba sínum til Árhúsa á miðvikudag fram á mánudag en þau vita nú ekki af því ennþá því pabbi þeirra ætlar nú bara að mæta og koma þeim á óvart. Litla dýrið verður í Roskilde fram á sunnudag en gistir svo hjá Hrönn frænku fram á mánudag því við komum svo seint heim á sunnudaginn.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er sko alltaf gaman að segja frá því að maður hafi talað við fræga fólkið, ég tala nú ekki um á þessum aldri, hehe
Bifrestingarnir

9:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home