föstudagur, apríl 25, 2008


Það var gaman í Póllandi. Slappað af, drukkið, borðað, kelað, verslað og ég bara veit ekki hvað.
Börnin höfðu það gott þar sem þau voru og er það bara fínt.
Veðrið er alveg yndilegt þessa dagana, sól og hiti. Alveg típiskt þegar maður er á kafi í ritgerðarskrifum. Reyndar ganga skrifin alveg blússandi vel. Er að skrifa ásamt tveimur öðrum um "Seksuelle overgreb mod børn". Mjög spennandi en jafnframt ógeðfellt efni.

Fengum óvænta en skemmtilega heimsókn í gær. Mikal, færeyski vinur hennar B. mætti ásamt fjölskyldu sinni. Fengum að sjá nýjasta bróðirinn sem fæddist í janúar, algjört krútt. Þau eru hérna í Köben til að vera viðstödd fermingu elsta bróðursins sem er búsettur hérna í næstu blokk en þau fluttu til Færeyja síðasta sumar.

Það verður nóg að gera um helgina. Börnin að fara í skátaferð og koma heim á sunnudaginn. Pabbinn á leið á kollegikalladjamm í kvöld þannig að það er hyggetími hjá okkur AR. Matarboð í L202 á morgun og svo 25 ára afmæli hjá einum af saumaklúbbsmeðlim um kvöldið í festrumminu. Svo er stefnan að lesa svona eins og eina námsbók og svo auðvitað að njóta góða veðursins. Spáð 16 gráðum á morgun og 19 á sunnudag, ekki slæmt.

Já, svo eru pabbinn og yngsti sonurinn að fara til Íslands um hvítasunnuhelgina þar sem þeir ætla að hafa það gott með Stefáni Blæ og Ásrúnu Ýr og svo auðvitað ykkur hinum sem viljið hitta þau.

Góða helgi elskurnar og farið varlega. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða helgi öllsömul :o)
Knús
Jóna

5:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

knús á línuna

Hjarðabrekkugengið 1

11:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home