Svona lítur hann út núna, andlitið allt að gróa.
Já svo ég útskýri nú myndina hér að neðan þá var það þannig að við vorum að gæsa Lísu og rákumst á þetta fólk í hótellobbíi þar sem við tókum okkur pissustopp og kvöddum eina af stelpunum. Gæsinni fannst þetta svo einstaklega fyndið og sérstakt fólk að hún bað um að fá að taka mynd af því og þetta er afraksturinn. Þetta fólk minnti okkur á svona ófrítt kóngafólk, gætu verið bretar, já þannig var það. Allaveganna var þetta ótrúlega fyndið á þessum tímapunkti.....
Ari litli brósi átti afmæli í gær, varð 23 ára. Aftur til hamingju með daginn elsku Ari okkar. Svo giftist hann Árni frændi minn henni Lovísu sinni líka í gær og auðvitað óskum við þeim innilega til hamingju með daginn.
Núna sitjum við úti í steikjandi sólinni, er bara rétt að hella upp á kaffi, búa til smoothies og blanda saftevand annars er deginum eitt úti í garði, grilluðum í gær og gerum eflaust aftur í kvöld.
Heyrumst síðar. Ævintýrafararnir.
3 Comments:
Takk Fyrir Afmælis Kveðjuna ;O) Alex er orðinn svo stór finnst mér orðinn 12 ára og stækkar svo hratt maður heldur varla í við þau lengur ;O) knús og Kossar frá okkur ;O)
hæ
það var nú gott að fá útskýringar á þessari mynd , var að spá hvort þetta væri einhverjir nákomnir ykkur :)
Hér er skólin að klára á mánudaginn
loksins ,
sól og hiti alla daga , að maður þarf ekki að skreppa til útlanda þó að ég væri allveg til í það
knús á línuna
Hjarðabrekkugengið
kvitt, kvitt. Hann er bara flottur strákurinn þinn.
kveðja frá ísl.
Guðrún Elín, Hellu
Skrifa ummæli
<< Home