miðvikudagur, maí 28, 2008

Þá eru stóru börnin mín búin að eignast bróðir en hann kom í heiminn í gærkveldi. Eru vitanlega mjög spennt að sjá kútinn en verða því miður að láta sér nægja að skoða myndir af honum þangað til við mætum á klakann.

Fór í dag og sá unnusta minn syngja einsöng í söngskólanum hans á svokölluðu sangcafé þar sem nemendum skólans býðst að koma fram og sýna hvað þeir geta. Hann stóð sig nátturlega eins og hetja eins og í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

Fór svo á fund í skólanum hennar B. þar sem efni fundarins var að það á að sameina 3 börnehaveklasse í tvo 1.bekki. Auðvitað mér til mikillar ógleði var B. bekk skipt í tvennt og deilt í sitthvorn bekkinn. Það jákvæða er að hennar bestu vinir fylgja henni nema einn sem þarf að taka bekkinn aftur.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með gæan vissi altaf að hann stæði sig vel hlakka til að heyra í honum í sumar birta mín altaf jafn heppin bara 30 dagar þar til við sjáumst knús og kossar frá

langömmu

7:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Óska börnunum til lukku með litla bróði.

Þeir sem þekkja jóa vita að hann getur sungið og það vel ,
til lukku með þetta

Er skalf og hristist allt í gær . og vakti þetta minningar siðan sá stóri var hja okkur árið 2000
en engin var meint að þessu BARA SM'A HRÆÐSLA

knús á línuna

Hjarðabrekkugengið

10:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nú er eg allveg viss um að sigga er að flytja í höllina sína einhver flut5ningar bíll er á ferðinni til og frá hjá þeim mæðgum eg hitti ellu og kó út í búð áðan hressar og kátar sváfu í tjaldi í nótt og varð ekki meint af bæ bæ
langamma

5:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home