mánudagur, ágúst 04, 2008

Börnin mín og börnin þín eru að berja barnið okkar.......eða réttara sagt: barnið okkar er að berja börnin mín og börnin þín.

Þetta lýsir sumarfríinu okkar ansi vel.. nei spaug, annars var nú ekki mikið um barsmíðar, frekar huggulegheit.

1 vika í sumarbústað á Apavatni í frábæru veðri þar sem við veiddum, sigldum, kíktum á Gullfoss og Geysi, fórum í sund á Borg í Grímsnesi,héldum upp á 8 ára afmæli SB, hengum í heita pottinum, fengum góðar heimsóknir og lékum okkur.



BORGARSANDSBARNABÖRNIN





Margt brallað á 24 dögum

1 helgi í útilegu við bæinn Galtalæk með frábæru fólki.
Bíóferð til Reykjavíkur þar sem við stelpurnar fórum á KungFu Panda og barnsfeður mínir fóru með strákana á HULK.
Jarðaför.
Matarboð í sveitina til Dagrúnar og co.
Nokkrar ferðir á KFC, nammi namm.
Matarboð upp á Flúðum í hjólhýsi með tengdafjölskyldunni.
Sundferð á Laugaland.
Matarboð til litlu systir og fjölskyldu.
Margar sundferðir í Hellulaug.
Huggulegt kvöld með Siggu vinkonu þar sem runnu niður nokkrir kaldir í nýja notalega kotinu hennar.
StokksEyrarbakkaferð með Jónu Siggu og fjölsk, þar sem við veiddum lifandi krabba, lékum okkur og enduðum góðan dag á Hótel Hlíð í grilli, heitum potti og huggulegheitum.
Rosalega margar ísferðir.......
Semsagt áttum við yndislegt frí með börnunum okkar fimm og hlökkum við nú bara til jólanna, þá verðum við aftur öll saman og hittum vonandi sem flesta á Íslandinu.
B og K urðu eftir hjá pabba sínum og koma í nótt, helv.... seinkun alltaf hjá Express. Áttu að koma í kvöld en eiga að lenda kl. 3.

Ok, nóg í bili. Ævintýrafararnir.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Falleg börn sem þig eigið .

Knús á línuna

Hjarðabrekkugengið

12:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verð nú að segja að mér finnst börnin vera skelfilega illa klædd á efstu myndinni ;)

11:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja ungarnir komnir heim í hreiðrið sitt alsælir hér er alltaf samagóða veðrið og allt í sómanum knús og kveðja langamma

12:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið brallað á fáum dögum... hlökkum bara til að hitta ykkur næst :)
Kossar og knús úr Sandgerði :)

2:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ birta

veistu kvað helduru ekki að bósi komi með lifandi fugl í kjaftinum í gær ég skammaði hann voða mikið þá slepti bosi fuglinum og þá var fuglinn fljótur að fljúga upp á eldhúsborð ég flýtti mér að hringja í fjólu ömmu sem kom í kvelli og náði fuglinum og slepti honum út bið að heilsa öllum langamma

1:24 e.h.  
Blogger loath1966 said...

Flottir krakkar,það er ábyggilega fjör á bænum á köflum.hafið það gott.Bestu kveðjur til DK.Lóa Thor og Co hellu

1:59 e.h.  
Blogger loath1966 said...

Hæhæ...Flottir krakkar sem þið eigið og ég get rétt ýmindað mér að það geti verið fjör á bænum..hehe...Bestur kveðjur til ykkar í DK.Lóa Thor og Co

5:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ birta mín
veistu kvað helduru ekki að bósi komi ekki lifandi fugl í kjaftinum i nn um daginn eg skammaði hann þá slefti hann fuglinum sem flaug þá strax upp á eldhúsborð ég varð ofsa hrædd og hringdi í fjólu ömmu sem kom eins og skot og náði fuglinum og setti hann út bið að heilsa öllum
langamma

6:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ birta mín
veistu kvað helduru ekki að bósi komi ekki lifandi fugl í kjaftinum i nn um daginn eg skammaði hann þá slefti hann fuglinum sem flaug þá strax upp á eldhúsborð ég varð ofsa hrædd og hringdi í fjólu ömmu sem kom eins og skot og náði fuglinum og setti hann út bið að heilsa öllum
langamma

6:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

knús

kvitt kvitt

Hjarðabrekkugengið

6:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

er alveg hætt að koma fréttir frá þessari stöð engar skóla myndir kærar þakkir fyrir myndina ástar kveðjur langömmu

4:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home