Vá hvað vikan er fljót að líða. Rétt að koma helgi sem er þokkalega velkomin.
Búið að vera nóg að gera síðustu daga. Starfsmannafundur sem endaði með grilli, öli og megatertum. Í gær fór ég á foreldrafund hjá 1.V sem er B. bekkur. Eins og ég hef áður sagt var hún að byrja í nýjum bekk og líst mér mjög vel á þennan foreldrahóp. Þekki auðvitað eitthvað af þeim þar sem helmingur gamla bekksins fylgdi B. en kennurunum hef ég ekki kynnst áður og líst mér mjög vel á. B. segist fíla þennan bekk betur en gamla bekkinn sem er bara gott.
Helgin fer í rólegheit. Erum að spá í dýragarðsferð því það er ansi langt síðan við höfum farið þangað og er spáin bara ansi hliðholl okkur, gaman gaman.
Já, svo á morgun er ég að fara í sund með eitt af börnunum okkar á stofunni, hana Josefine. Hún er blind, er með krónískan hósta, ræður ekki hreyfingum sínum og getur ekki tjáð sig nema með að hreyfa aðra hendina. Algjör gullmoli þessi stelpa sem er 6 ára en er svipuð á lengd og AR. Spennandi verkefni framundan en ég verð að viðurkenna að ég er með nokkur fiðrildi í maganum, ekki alveg vön svona löguðu ennnnn.....kemur í ljós hvernig gengur.
Þangað til næst..Ævintýrafararnir.
Búið að vera nóg að gera síðustu daga. Starfsmannafundur sem endaði með grilli, öli og megatertum. Í gær fór ég á foreldrafund hjá 1.V sem er B. bekkur. Eins og ég hef áður sagt var hún að byrja í nýjum bekk og líst mér mjög vel á þennan foreldrahóp. Þekki auðvitað eitthvað af þeim þar sem helmingur gamla bekksins fylgdi B. en kennurunum hef ég ekki kynnst áður og líst mér mjög vel á. B. segist fíla þennan bekk betur en gamla bekkinn sem er bara gott.
Helgin fer í rólegheit. Erum að spá í dýragarðsferð því það er ansi langt síðan við höfum farið þangað og er spáin bara ansi hliðholl okkur, gaman gaman.
Já, svo á morgun er ég að fara í sund með eitt af börnunum okkar á stofunni, hana Josefine. Hún er blind, er með krónískan hósta, ræður ekki hreyfingum sínum og getur ekki tjáð sig nema með að hreyfa aðra hendina. Algjör gullmoli þessi stelpa sem er 6 ára en er svipuð á lengd og AR. Spennandi verkefni framundan en ég verð að viðurkenna að ég er með nokkur fiðrildi í maganum, ekki alveg vön svona löguðu ennnnn.....kemur í ljós hvernig gengur.
Þangað til næst..Ævintýrafararnir.
6 Comments:
Hæhæ
Hér er skólin að byrja í dag , verður fínt þegar allt er komið í gang og allír eru með sína rútínu.
Spennandi helgi framundan Töðugjöld og Landbúnaðarsýning, veðurspáinn er ekki okkur hliðholl smá rigning en það er nú ekki verra þó maður vökni nú aðeins að utan ætti það verði nú ekki aðeins að innan líka :)
jæja best að hætta þessu bulli eru að fara í skólan að hitta allt liðið .
Færlan hér að neðan var góð margt rétt í henni
Góða helgi og knús á línuna
Hjarðabrekkugengið
Góðan daginn
Þetta er örugglega með skrítnustu kommentum sem þú hefur fengið :) ég er að leita af íslenskum leikskólakennara í Kaupmannahöfn. Ég er búsett í Köben og er að klára leikskólakennarann frá KHÍ næsta sumar og á eftir eitt vettvangsnám sem ég er að reyna að fá að taka í DK. Er þetta rétt skilið hjá mér að þú sért leikskólakennari? eða er ég bara bullandi :)
Ef að þú vildir vera svo væn að svara bara í kommenti líka :)
Kær kveðja Þórunn
Sæl Þórunn.
Ég er að læra leikskólakennarann og er á lokaárinu. Er í praktik núna í hálft ár og er þess vegna að vinna.
Kv. Auður.
já ok ég skil, veistu um einhvern íslenskan leikskólakennara í Köben?
kv Þórunn
Nei því miður man ég ekki eftir neinum.
Kv. Auður Erla.
hæ elskurnar mínar
lítið að frétta héðan núna er búin að vera lasin í nokkra daga en lagast birta brindís er alltaf jafn óþekk hefur komið með mús og tvo fugla allt dautt sem betur fer hér er búið að vera þvílikt sumar sól og hiti en nú er farið að rigna því töðugjöld eru byrjuð jæja nú fara íslendingar að ná sér í silfrið ípeking eg ætla ekki að horfa á mikið knús langamma
Skrifa ummæli
<< Home