mánudagur, ágúst 18, 2008

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu daga og vikur.
Ég er byrjuð í praktik sem þýðir að ég er að vinna á leikskóla fyrir fjölfötluð börn og verð þar í sex mánuði. Ansi erfið en spennandi vinna þar sem ég er að passa mjög fötluð börn, ansi góð áminning á hvað maður er nú heppinn að eiga "normal" og "heilbrigð" börn.

K. byrjaður í 3. bekk og er kominn á fullt í heimalærdóm og er farinn að læra ensku, þokkalega ánægður með það. Skátastarfið byrjaði líka í dag og svo byrjar sundið í byrjun september.

B. er byrjuð í 1. bekk og er ótrúlega stolt af því. Kom heim með bros út að eyrum í dag, ástæðan var sú að hún átti að læra heima, vá hvað hún var stolt, ha ha, veit ekki hverju hún á von á í framtíðinni. Svo eru það skátarnir og sundið, nóg að gera.

Fyrsti skóladagurinn, mýslan og Rasmus, besti vinur hennar.

Til að bæta aðeins á fara þau í Íslenskuskólann á laugardögum niður í Jónshús og er það nú til að undirbúa þau fyrir skólann á Íslandi á næsta ári.

Dugnaðarstrákurinn okkar.

AR talar orðið alveg fullt, bæði íslensku og dönsku og er hættur með bleyju. Aðeins á næturnar og þegar á að gera nr.2.
Svo er nátturlega allt fínt að frétta af pabbanum. Alltaf að vinna og fer svo að byrja í söngnum í byrjun sep. Kallinn ætlar svo að skella sér í meiraprófið í haust til að vera við öllu búinn þegar mætt er á klakann næsta sumar.

Annars áttum við ansi góða helgi. Mýslan fór til Roskilde í stelpupartý og eyddi þar helginni. Ég, Elín og Fjóla hjálpuðum Söndru og Orra að mála kjallarann á húsinu þeirra. Inná milli drukkum við öl, horfðum á eitt stk handboltaleik og svo um kvöldið skelltum við okkur niður í bæ þar sem við renndum niður nokkrum kokteilum og skelltum okkur á hommabar þar sem við tjúttuðum. Feðgarnir höfðu það gott hérna heima í DVD glápi og nammiáti.

Svo fór sunnudagurinn í góðan göngutúr þar sem við gáfum fuglunum á Christianshavn smá brauðbita og fengum okkur ís á eftir í blíðskaparveðri.


Það styttist nú líka í að börnin okkar á Íslandi fari að byrja í skólanum og Ásrún Ýr sko að byrja í 1. bekk, spennó.
Jæja, ætla að skella inn nokkrum myndum.
Hej hej. Ævintýrafararnir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, mikið að gera á "stóru" heimili. Gaman að heyra að allt gengur vel, bestu kveðjur frá Hellunni. Kv. Sigga

12:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að sjá myndir af ykkur! :D
Knús og sakn
Lilja og co

10:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ,hæ... kveðja frá Selfossi :)
Þ.S.

11:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home