sunnudagur, september 14, 2008

Jæja þá er enn ein helgin liðin og maður fær engu að ráða.

Síðasta vika leið hratt og örugglega. Við mæðgurnar lágum veikar heima mán og þri en erum orðnar sprækar á ný.

Höfðum Aniku Rut vinkonu B. og nágranna okkar í heimsókn og gistingu á föstudag. Pabbinn á heimilinu fór í bíó ásamt slatta af kollegipöbbum og svo var nú eitthvað kíkt út á lífið á eftir.

Á laugardagsmorgninum hjóluðum við; ég , K og B niður í Jónshús þar sem börnin eyddu 2 1/2 tíma í Íslenskuskólanum á meðan ég kíkti í búðir.
Strax eftir skólann brunuðum við svo til Roskilde til að leysa Kollu og Óla af hólmi en þau fóru til Köben að horfa á Liv-Man.U. og svo eitthvað út á lífið og gistu svo heima hjá okkur, s.s. slétt skipti, djamm og huggó v.s. 4 börn............ha ha. Fjóla og Gummi, vinir okkar hérna á Kolleginu voru svo yndisleg að lána okkur bílinn sinn svo við sluppum við bus-tog-bus ferð dauðans, ekkert smá mikill munur. En já, pössunin gékk rosa vel enda yndisleg börn þarna öllsömul.
Komum svo heim um 3 leytið í dag og höfðum það bara huggulegt úti í góða veðrinu.


Ég tók fullt af myndum af krökkunum en kortið í myndavélinni missti vitið þegar ég var að setja þær inn þannig að þær hurfu, glatað. Set hérna tvær inn í staðinn af AR og EE sem Eyrún tók síðustu helgi þegar AR gisti hjá þeim, algjör krútt.


Jæja, bið ykkur vel að lifa. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Blogger Lilja said...

Algerir krútturassar!

11:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ
flotta myndir af þessum myndabörnum,
hér á bæ eru ennþá veikindi en vonandi fer það að lagast vonandi fyrir helgina svo maður komist í réttina , spáinn er ekki góð brjáluð rigning eins og er núna þessa stundina kolvitlaust veður.
knús á línuna
Hjarðabrekkugengið og frúin sem sefur orðin vært um nætur .

11:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home