miðvikudagur, október 08, 2008

Skóli v/s vinna


Mikið ofboðslega er ég ekki að nenna að vera að vinna svona alla daga. Nú sé ég hvað það er gott að vera í skóla. Dagurinn er bara búinn þegar maður kemur heim, börnin gleypa mann og keppast um að fá athygli á meðan ég reyni að ná smá spjalli við pabbann á heimilinu. Svo er það kvöldmatur, gera nesti og koma liðinu í háttinn og loksins þegar allir eru komnir í ró þá nær maður kannski eins og einum þætti í tv áður en maður dettur útaf og svo er það nýr dagur og sama sagan. Og svo ofan á þetta allt saman á ég að lesa fullt af allskonar bókum og bæklingum og læra og læra.

Já, annars eru allir bara hressir en reyndar er krúttið búinn að vera heima í tvo daga, kvefaður og PIRRAÐUR. Það reddaði reyndar mörgu þegar Íþróttaálfapeysan og sokkabuxurnar komu með póstinum frá Landinu "góða".
En drengurinn er fótboltaóður þessa dagana, svona fyrir utan Latabæjardæmið. Hann vill bara vera úti endalaust og spila bolta eins og hann segir og svo auðvitað er hann Lillapúl. Þótt ég sé mamma hans og frekar hlutdræg þá er hann alveg drullugóður svona af 2 og 1/2 árs gutta að vera.

Stóru börnin eru alsæl eftir skátaferð síðustu helgar og svo er K. að fara í Koloni með fritidsheimilinu sínu frá mán-fös og er frekar spenntur. Búinn að bíða í heilt ár. Það er nefnilega haustfrí í skólunum í næstu viku þannig að B. verður eitthvað á fritids og svo bara hérna heima hjá pabbanum. Ég er reyndar búin að biðja um frí á mánudaginn svo ég geti fylgt K. í rútuna og dúllað mér svo eitthvað með B. kannski skellt okkur í bíó, hver veit.

Annars er sko nóg að gera hjá yngsta meðlim fjölskyldunnar um helgina. Honum er boðið í 3 ára afmæli Lofts á lau og 1 árs afmæli Máneyjar Mistar á sunnudag og ég mamman "neyðist" til að fylgja barninu í þessar veislur. Já og svo verðum við með einn 1 árs í heimsókn á lau. Hann Eysteinn Ernir nágranni okkar og vinur ætlar að eyða með okkur deginum á meðan mamma hans sankar að sér vitneskju.

Jæja, best að fara að sofa. LAAAAANNNGGGUUUURRR dagur á morgun, vinna og svo starfsmannafundur til kl. 21. Missi meiri að segja af saumó, skandalll.

Góða nótt. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt, kvitt... kannast við þessa löööööööngu daga, er einmitt að kenna í æfingakennslu OG læra... fyrir utan allt hitt ;-) Hafið það hrikalega gott.
kkv. Sigga Þ.

11:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ frænka
Ég þarf nafn á bangsa sem langamma gamla var eitthvað að spá í - sendu mér það á gbh@med.is
Kveðja til Danmerkur
Guðrún frænka

1:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home