þriðjudagur, október 14, 2008

Oftar en ekki hefur verið sagt við mig að AR væri alveg rosalega líkur mér en hingað til hef ég nú bara ekki séð það fyrr en ég sá þessa mynd. Vá, mikið er skrítið að sjá einhvern líkjast manni sjálfum, spúkí. Hvað finnst ykkur???

Stóri yndislegi strákurinn minn er farinn í 5 daga ferð í Koloni með fritidsheimilinu sínu. Var megaspenntur þegar ég og systir hans veifuðum af okkur hendurnar þegar rútan keyrði burt og hann sat fremstur uppi á annarri hæð, getur það bara verið betra?

Krúttið kominn í fínu Íþróttaálfa fötin sín. Var reyndar ekkert sérstaklega hress þegar ég tók myndina en er einstaklega ánægður með fötin.

Við mæðgurnar tókum okkur frí í gær og fórum í FIELDS að versla sparigelluskó á dömuna. Fyrir valinu urðu þessi stórglæsilegu leðurstigvel með hæl þannig að skvísan var nú bara eins og unglingur þegar hún tikk takkaði um allt FIELDS. Reyndi nú að halda aftur að mér vegna þess að ég og nokkrar vel valdar dömur ætlum að skreppa í Ullared í Svíþjóð á laugardaginn og versla af okkur rassgatið. Ullared er klikkað stórt vöruhús með klikkað ódýrum vörum, fötum og ég held bara að það fáist allt þarna. Jeg glæder mig.........

Svo finnst mér þið mættuð nú alveg vera aðeins duglegri í að kvitta.

Farvel. Ævintýrafararnir.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Held bara að allir á Íslandi séu í lægð...

Kv
Lilja

10:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitterí kvitt og bestu kveðjur frá Hellunni.
Kv. Sigga

11:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sammála Lilju ;O( maður vonar það besta en hvað verður hinsvega er erfitt að spá um .... Kvitt Kvitt

Kv Steinunn

12:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef oft farið í Ullared á mínum yngri árum ásamt foreldrum, en það var ekki toppurinn á tilverunni að fá föt þaðan á unglingsárunum:):):) Var sko algjör gelgja:):)
En það er gaman að fara þangað og upplifa þetta líka, skemmtu þér vel og verslaðu mikið

3:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt..kvitt.. Jú krílið er alveg svakalega líkt þér.. he.he.he..
Góða skemmtun í sjopperíi :)...
Kv. Þ.S.

5:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitterý, kvitt. Kveðja frá ört- vaxandi fjölskyldu í Sandgerði :)Elín Y.,Guðrún og Ronja.

8:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ

alveg eins og mamma sín , en pabbinn á nú eitthvað smá líka

Hér er þunglindi að tröllríða þjóðina , en svo eru nokkrir eins og ég sem sjá bara björtu hliðina á þessu öllu sama eins og meðan maður hefur vinnuna og fjölskyldan heilbriða þá hlýtur þetta að reddast
knús frá bjartsýnisfjölskylduni á Hjarðabrekku 1

ps : góða verslunarferð á laugadaginn :)

8:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði nú getað boðið upp á kaffi svona þegar þið renduð framhjá okkur hérna í Svíaríkinu.

9:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mer finnst Ari Rafn eitthvad svo mikid eigin herra og engum likur! se samt alveg hvad thu ert ad meina med myndinni, ekki hægt ad neita tvi hver modir hans er! hvad med pabban samt....ertu viss um ad thad se Joi ;) hihi
annars er Ari Rafn einn flottasti karakter sem eg hef hitt lengi, alveg frabær!!!
unnsa K107

11:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það þýðir ekkert fyrir mig að skrifa það fer aldrei í gegn nú er farið að snjóa hér og spáð vondu veðri um helgina byrjaði í föndri í gær það var gaman

ástar kveðjur og kossar frá langömmu

12:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hef ekki komið hér við í 100 ár.......ok smá ýkt en samt ekki mjöööög lengi.
Ég held að feisið sé að eyðileggja allan bloggheiminn....ussss
Kveðja frá SØnderborg.

10:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home