föstudagur, október 31, 2008

Var að kaupa jólafötin á krúttið, hvernig líst ykkur á???

Ansi langt frá síðasta almennilega bloggi.
Búið að vera nóg að gera...
Roskildehyggeferð þar sem við borðuðum saman með Kollu, Óla og ungum og horfðum á box, átum osta og drukkum allskonar vökva og síðast en ekki síst spjölluðum við langt fram á nótt. Alveg nauðsynlegt inn á milli.
Svíðþjóðarverslunarferð dauðans með velvöldum konum og var þetta hreint og beint frábær ferð þar sem við stóðum í röð fyrir utan Ullared í 1 1/2 tíma eftir að hafa keyrt og siglt í tæpa 3 tíma. Já það er mikið lagt á sig fyrir að versla ódýrt. Og það var sko ódýrt. En sem betur fer tókum við húmorinn á þetta og var þetta bara hin besta skemmtun.
Svo eru bæði börnin búin að fara á halloween skemmtanir á fritidsheimilinum sínum og voru í þessum skrifuðu orðum að koma inn með fulla poka af sælgæti, ávöxtum og peningum eftir að hafa verið að ganga í íbúðir og segja; slik eller ballade.

Á morgun er svo íslenskuskólinn og svo kemur Ronja í heimsókn til okkar og verður fram á sunnudag, gaman gaman. AR er líka boðinn í afmæli til Hauks vinar síns á morgun en Haukur verður 2 ára á mánudag. Já svo á morgun verður frændi, eins og AR kallar hann, 3 ára en frændi er Logi Veigar. Knús og kram til þín elsku besti Logi Veigar.
Set hérna inn nokkrar myndir semt teknar hafa verið síðustu daga. Verði ykkur að góðu.....Fallegu börnin mín
Systkinin með Rókur að safna sælgæti ofl.
Ronja, Birta og Benjamín Arnar
Jafnaldrar
Flottur barnahópur

Góða helgi öll sömul. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó, drengurinn verður ekkert smá flottur um jólin!! Bestu kveðjur frá Hellunni og góða helgi. Kv. Sigga

11:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vááá hvað Ari Rafn er ógeðslega flottur í þessum fötum!!! ;) geggjaður töffari þarna á ferð!

5:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svakalega er drengurinn flottu, og ekki eru stóru börnin síðri í sínum búningum.
Kveðja frá Bifrestingunum

5:20 e.h.  
Blogger Lilja said...

Æðisleg föt :-)
KNÚS!!! ...og takk fyrir pakkan og kveðjuna á Facebook! Set inn myndir sem fyrst :-)

10:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home