fimmtudagur, júní 28, 2007

33 ára í gær

Mamman að blása á kertið

Ekkert smá sæt muffins

Vil nú byrja á því að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar, takk takk.
Dagrún vinkona okkar átti líka afmæli í gær og er auðvitað á besta aldri, til hamingju aftur með daginn.
Já, átti þennan yndislega afmælisdag í gær þar sem ég fyllti 33 ár. Dagurinn byrjaði á því að ég fékk tvo pakka, perluplötu frá B. og kokteilgræjur (til að búa til kokteila) frá börnunum.
Svo fór ég í vinnuna þar sem tekið var á móti mér með afmælissöng bæði frá vinnufélögum og seinna börnunum mínum á plyssestuen og tróðum við í okkur skúffuköku og flødebollum. Ég fékk meiri að segja gjöf frá vinnufélögunum, 200 dkk inneign í GADbókabúðinni, alveg tilvalið fyrir námið.
Var búin að vinna kl. 14 og þegar ég mætti heim voru bara allir heima, pabbinn búinn að sækja krakkana og beið eftir mér þessi fína muffins sem sést hér á myndinni fyrir ofan og sætabrauð og svo rigndi gjöfunum yfir mig. Frá börnunum fékk ég; rauða blómasokka sem stendur á: "verdens sødeste mor", gullmedalíu sem stendur á: "verdens dejligste kvinde", aðra perluplötu frá B. og frá unnustanum fékk ég gullarmband.
Um kvöldið fórum við svo öll út að borða þar sem við fengum þessa líka hrikalega lélegu þjónustu sem endaði reyndar með því að við fengum frían ís, eins mikinn og við gátum í okkur látið, og það var sko mikið og fría steik næst þegar við komum, hana nú. Borgar sig sko að geta skammast á dönsku, lærði það af henni elskulegu systir minni.
Við komum til Íslands annað kvöld, verðum hjá Erlu ömmu og mömmu og pabba ef einhver vill hitta okkur.Verðum með gamla nr. mitt: 861-6116.
Ætlum líka í sumarbústað 6-13 júlí í Ölfusborgum og þangað eru sko allir velkomnir, vinir og fjölskylda. Verðum ekki mikið á ferðinni þar sem við höfum ekki fengið lánaðan 7 manna bíl því við erum jú 7 í fjölskyldunni þannig að þið kíkjið bara á okkur, ikke???
Hej Hej. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Okkur hlakkar svo til.....

Spennan magnast með hverjum deginum, Íslandið nálgast. 175 dagar eða tæpir 6 mánuðir síðan við hittum okkar nánustu fjölskyldu, vini og ég tala nú ekki um krúsidúllurnar tvær á Hvolsvelli. Vá hvað tíminn líður samt hratt, vorum að fatta það í dag að 23.júní síðastliðinn voru liðin 2 ár síðan við fluttum til DK. BARA 2 ár eftir.
Var að baka köku til að taka með mér í vinnuna á morgun handa krökkunum á Plyssestuen því ég á ammæli, ójá mamman á afmæli. Ætla svo að hrúga flødebollum ofaná kökuna svo allir fái hrikalegt sykursjokk.
Já, svo var pabbinn hjá sérfræðingi í dag og komst að því að hann þarf að fara í uppskurð á hægri hendinni, er búinn að vera með svo mikinn náladofa fram í fingurnar og komust þeir að því að það er of þröngt um draslið þarna inni og þarf að laga það. Það verður reyndar ekkert af þessu fyrr en í fyrsta lagi í september en þá á hann aftur tíma hjá dokksa. Hann verður þá frá í 6 vikur, úha.

3 dagar í Íslandið.

Ævintýrafararnir.

mánudagur, júní 25, 2007

Stór afmælisdagur

Mörg eru nú afmælisbörn dagsins.
Elsku besta amma mín og langamma barnanna minna, Erla, er 77 ára.
Arnaldur Goði, Birtuvinur og kollegibúi er 5 ára.
Ragnheiður, systir Eyjó mágs, saumaklúbbsfélagi og kollegibúi er 27 ára.
Védís saumaklúbbsfélagi og kollegibúi er 30 ára.

Innilega til hamingju með daginn öllsömul, þið eruð frábær.

4 dagar í Íslandið.

Ævintýrafararnir.

sunnudagur, júní 24, 2007

Afmælisveisla Arnaldar Goða

Í stuði á leið í afmælisveislu besta vinarins
Beste venner i hele verden

Og svo gretta sig
Já, skvísan í 5 ára afmæli, sá stóri úti að leika sér, feðgarnir sofandi og mamma hálftimbruð í tölvunni.
5 dagar í Íslandið.
Ævintýrafararnir.


laugardagur, júní 23, 2007

Djamm og aftur djamm

Tina, lille Lone, ég og Jessica (vejlederinn minn) erum saman á Plyssestuen.
Fór í vinnupartý í gær, þetta var síðasti starfsmannafundur fyrir sumarfrí og er alltaf hist í garðinum heima hjá lille Lone, grillað saman og drukkið frá sér vitið. 22 kvennsur, einn kall og ógeðslega gaman en fór tiltölulega snemma heim því við kærustuparið erum að fara í 30 ára afmæli til hennar Védísar í kvöld hérna á kolleginu. Erum með barnapíu til miðnættis og svo sjáum við nú bara til.
B. á leiðinni í 5 ára afmæli til Arnaldar Goða á morgun og svo erum við nú bara að gera allt reddí fyrir Íslandsferð, þrífa og svoleiðis skemmtilegheit.
6 dagar í Íslandið.
Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, júní 21, 2007

Saumó......

..... í kvöld hjá mér. Bjórinn kominn í kæli, vídeóið af gæsuninni tilbúið í kamerunni og góðgætið reddí.
K. að keppa á fótboltamóti milli fritidsheimilanna í dag, lentu í 4 sæti af fjórum, gengur betur næst. B.fritids lentu í 2 sæti og Hannovergade vann. K. átti ansi erfitt með að halda aftur tárunum en svona er lífið, you can´t win them all !!!
8 dagar í Íslandið.
Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, júní 20, 2007

Sommerfest....

... í skólanum hans K.


Systkinin í snú snú
Fallegur með hor

Tælensk kaka


Mamman hugsi



Gott að slappa af hjá gamla
Erum nýkomin heim af sommerfesti í skólanum hans K. þar sem allir mættu með sinn mat og teppi og höfðum við það huggulegt úti. Síðan var spilaður rundbold, reiptog, snú snú og fleiri skemmtilegir leikir og enduðu krakkarnir á því að syngja fyrir okkur.
Frábært veður í dag og finnur mamman á heimilinu ansi fyrir því, þ.e.a.s. axlirnar og bakið. Fór nefnilega með helminginn af krökkunum á stofunni okkar á leikskólanum í gamla brjóstsykurverkjsmiðju niðrí bæ og fylgumst við með gerð brjóstsykurs og sleikjóa, alveg magnað. Fengum að smakka nokkra tegundir og auðvitað var verslað fyrir staffið á leikskólanum og prívat. Fórum svo í Kongens have og borðuðum nestið okkar þar sem sólin var víst aðeins of sterk, átti ekki að vera svona gott veður í dag, helv...... Nú er það bara kælikremið og hananú!!!
9 dagar í Ísland.
Brunakveðjur Ævintýrafararnir.





þriðjudagur, júní 19, 2007

Krúttið


okkar fór í 15 mánaða sprautu í dag, vonandi verður hann ekki veikur af því.
10 dagar í Íslandið.
Ævintýrafararnir.

mánudagur, júní 18, 2007

Við erum á lífi

Fjóla gæs

Liðið að borða á Reef´n´beef

Mýsla að fara að hitta bekkinn sinn



Kollegikrakkar að sóla sig



Baywatch hvað?????




Krúttið okkar á ströndinni





Gaman að leika í sandinum


Er bara ekki löngu kominn tími til að skrifa eitthvað hér á þessa síðu. Erum búin að bralla ýmislegt þessa síðustu viku.

Fórum á Kulturfest í K. skóla síðasta laugardag en stoppuðum nú stutt vegna hita en fórum því bara á ströndina og grilluðum hérna úti um kvöldið. Rauðvínið rann þokkalega vel niður, svo vel að foreldrarnir enduðu með að skemmta sér ásamt öðrum hér á Kolleginu fram á nótt.

Á þriðjudeginum fórum við mæðgur að hitta kennara og nýja bekkinn hennar B. en eitthvað var nú dræm mætingin, fimm börn mættu ásamt foreldrum sínum af rúmlega tuttugu. Rosa gaman samt að hitta þá sem mættu og er sú stutta rosalega spennt að byrja í børnehaveklasse 0u eftir sumarfrí.
Á miðvikudeginum fengum við góða heimsókn, Jóna Sigga, Bjöggi, Helena Ösp og Díana Lind voru mætt til Köben og eyddu með okkur deginum, við grilluðum og hygguðum okkur saman.

Á föstudeginum skelltum við okkur svo út að borða á Reef´n´beef með Jónu Siggu og co. þar sem við borðuðum kengúru, Emú og krókódíl og mömmurnar voru sko duglegar að skella í sig kokteilonum. Eftir matinn lá svo leiðin í tívolí þar sem allir skemmtu sér konunglega. Pabbarnir tóku á honum stóra sínum og skelltu sér í Himmelskipið þrátt fyrir stórar yfirlýsingar nokkrum mínútum áður að þeir myndu nú aldrei fara í það helvíti. Við enduðum svo á því að fara í stóra rússíbanann og var þetta mitt fyrsta skipti og vá, þetta var geggjað, á sko eftir að fara aftur. Vorum komin heim um miðnætti með ansi þreytt en alsæl börn.

Á laugardeginum gæsuðum við Kollegikellingarnar hana Fjólu sem er að fara að giftast honum Gumma sínum í ágúst. Þetta var mesti rigningardagur ársins en ekki furða því það var áætluð 17. júní skemmtun hér niður á strönd. Jói skellti sér samt með börnin ásamt flestum hinum pöbbunum en stutt varð það, keypt smá íslenskt nammi og svo heim aftur nema B. sem varð eftir með Arnaldi vini sínum.

Aftur að gæsuninni, lokkuðum hana heim til Elínar þar sem við tókum á móti henni með tippaköku, rúnstykkjum og fleiru. Hjóluðum svo niður á smábátahöfn og þar tók á móti okkur hraðbátur með gúmmíslöngu aftaní og ég, Gæsin og Ragnheiður byrjuðum. Vorum spurðar hvort við vildum hafa þetta rólega ferð eða villta og auðvitað völdum við villta, ó mæ god. Get varla hreyft mig í dag vegna harðsperra, þetta var klikkað en samt gaman. Eftir sjóferðina hjóluðum við niður á 5øren þar sem 17. júní skemmtunin var en þar voru nokkrar hræður sem Fjóla gat ruglað í. Svo fórum við niður í bæ á eitthvað baðhús og fórum þar í gufu og náðum upp smá hita í kroppinn, tek fram að allan þennan tíma var hellidemba, stytti ekki upp. Loksins þegar við vorum búnar að baða okkur hætti að rigna og lá leið okkar þá heim til Elínar þar sem við borðuðum tælenskan og svo var djammað fram á nótt, sungið í singstar og Mustafa strippari mætti á svæðið öllum til mikillar gleði, að ég held.

Já, svona er lífið á L806, nóg að gera og allir hressir og kátir. Erum rosalega spennt að koma til Íslands, aðeins 11 dagar.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.








föstudagur, júní 08, 2007

Sólin skín.....

Mætti klukkan hálfníu í morgun klár í slaginn og fékk þær fréttir ásamt hinum í bekknum að kennarinn væri veikur og myndi ekki mæta. Ha, shit, hvað gerum við þá. Jú, hún vildi endilega að við myndum framlægge fyrir hina í bekknum, sagðist treysta okkur fyrir þessu og það gerðum við. Þetta var nú frekar skrítið en gekk mjög vel. Það var alltaf einn í bekknum sem tók niður punkta hjá hverjum hóp og áttum við svo að skila því í skúffu kennararans. Hún ætlar svo að fara yfir þá punkta og senda okkur svo meil um hvort við höfum staðist. Fórum reyndar ekki eftir tímaáætlun þ.e. tókum mun færri og styttri pásur því við vorum öll fastráðin í því að komast sem fyrst út í sólina. Klukkan tólf vorum við svo búin og hlupum öll sæl og glöð út í góða veðrið sem er reyndar búið að vera alveg geggjað í dag, eiginlega of heitt.

Á morgun er svo kulturfest í skólanum hjá K. þar sem börnin eiga að mæta með fjölskyldur sínar og verður dagskrá fram yfir hádegið. Erum svo að spá í að skella okkur á ströndina og grilla svo um kvöldið því það er spáð áframhaldandi geggjuðu veðri.

Sommerhilsner. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, júní 07, 2007

Kl: 10:00. Ójá.

Framlæggelse á morgun kl. 10:00. Krossið fingur.
Og viti menn, spáð yfir 25 stiga hita og ég þarf að hanga inni í skólanum til kl. 14:00, buhu.
Annars er bara stefnt á ströndina um helgina, með grill í annarri og kaldan í hinni. Og svo auðvitað börnin og kallinn og sólarvörnin og allt hitt nauðsynlega.

Góða helgi. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, júní 06, 2007

Þarf nokkuð.....

.......að segja meira


Ævintýrafararnir.

laugardagur, júní 02, 2007

hvað þessi vika var fljót að líða, strax komin helgi.
Allir hressir og kátir, AR fór með pabba sínum til eyrnalæknis í vikunni og leit allt þokkalega út, á að mæta aftur í ágúst.

B. fékk bréf frá skólanum og fékk að vita að hún á að fara í bekk 0u og erum við búin að komast að því að vinur hennar hann Rasmus verður með henni í bekk. Við eigum að mæta 12. júní í skólann og hitta kennarana og sjá kennslustofuna, oh ekkert smá spennandi.

Fengum reyndar frekar skúffandi fréttir í vikunni en Mikal, einn besti vinur hennar er að flytja aftur til Færeyja í sumar en til stóð að þau færu í bekk saman og eru reyndar nú á sama frítidsheimili. Þau ætluðu ekki að flytja fyrr en á næsta ári en svo fengu þau bara svo góð atvinnu og húsnæðisboð að þau gátu ekki afþakkað, buhu. En nú höfum við sko tilefni til þess að fara í heimsókn til Færeyja.

Vorum á summerfest í dag á fritidsheimili K. og var þemað "Det Wilde Vesten" eins og sést kannski á myndunum hérna fyrir neðan. Tókum þátt í hinum og þessum keppnum, meðal annars í kökubakstri en því miður vann nú ekki kakan okkar en hún seldist allaveganna upp. Svo var giskunarkeppni þar sem voru barnamyndir af starfsfólkinu og átti að getta hver var hvað og viti menn, við unnum, höfðum alla rétta og fengum verðlaun, það vantar ekki gáfurnar, ha ha. Tókum líka þátt í uppboði og fengum fimm miða á Experimentarium að verðmæti 320 kr á 66 krónur, alltaf að græða. Hinn fínasti dagur en hefði nú mátt alveg vera aðeins hlýrra.












Nú er pabbinn í familíunni staddur í Malmö í Svíþjóð með vinum sínum úr vinnunni að horfa á landsleik og hella í sig bjór og brennivíni eins og sönnum íslendingi sæmir. Þeir félagarnir tóku lestina og koma því heim í nótt, vonandi.......
Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.