miðvikudagur, maí 28, 2008

Þá eru stóru börnin mín búin að eignast bróðir en hann kom í heiminn í gærkveldi. Eru vitanlega mjög spennt að sjá kútinn en verða því miður að láta sér nægja að skoða myndir af honum þangað til við mætum á klakann.

Fór í dag og sá unnusta minn syngja einsöng í söngskólanum hans á svokölluðu sangcafé þar sem nemendum skólans býðst að koma fram og sýna hvað þeir geta. Hann stóð sig nátturlega eins og hetja eins og í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

Fór svo á fund í skólanum hennar B. þar sem efni fundarins var að það á að sameina 3 börnehaveklasse í tvo 1.bekki. Auðvitað mér til mikillar ógleði var B. bekk skipt í tvennt og deilt í sitthvorn bekkinn. Það jákvæða er að hennar bestu vinir fylgja henni nema einn sem þarf að taka bekkinn aftur.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, maí 27, 2008


Skítsæmilegt veður um helgina.....

sunnudagur, maí 25, 2008



Svona lítur hann út núna, andlitið allt að gróa.

Já svo ég útskýri nú myndina hér að neðan þá var það þannig að við vorum að gæsa Lísu og rákumst á þetta fólk í hótellobbíi þar sem við tókum okkur pissustopp og kvöddum eina af stelpunum. Gæsinni fannst þetta svo einstaklega fyndið og sérstakt fólk að hún bað um að fá að taka mynd af því og þetta er afraksturinn. Þetta fólk minnti okkur á svona ófrítt kóngafólk, gætu verið bretar, já þannig var það. Allaveganna var þetta ótrúlega fyndið á þessum tímapunkti.....

Ari litli brósi átti afmæli í gær, varð 23 ára. Aftur til hamingju með daginn elsku Ari okkar. Svo giftist hann Árni frændi minn henni Lovísu sinni líka í gær og auðvitað óskum við þeim innilega til hamingju með daginn.

Núna sitjum við úti í steikjandi sólinni, er bara rétt að hella upp á kaffi, búa til smoothies og blanda saftevand annars er deginum eitt úti í garði, grilluðum í gær og gerum eflaust aftur í kvöld.

Heyrumst síðar. Ævintýrafararnir.

mánudagur, maí 19, 2008

Fallega kóngafólkið


Besta mynd helgarinnar

Jæja, það er búið að vera nóg að gera á þessu heimili síðustu daga.
Foreldraviðtal í skólanum hjá K. og var bara allt þokkalegt að heyra. Ef eitthvað er þá er hann á undan í náminu en sociallega séð er þetta ekki alveg nógu gott en á góðri leið.
Förum núna á fimmtudag í foreldraviðtal hjá B. og verður spennandi að heyra hvað kennararnir segja um skvísuna.

Við nokkrar af kollegikerlingunum gæsuðum Lísu, eina úr saumónum síðasta lau, fórum í keilu, röltum Istedgade og keyptum ferðavíbrator handa henni(alltaf gott að eiga í lestinni og svona), fórum út að borða á Kínverskum stað þar sem maður borgar 200 kall og étur og drekkur (vín, bjór og gos) eins og maður vill í 3 tíma, algjör snilld, og svo enduðum við á skemmtistað niður í bæ. Góður dagur í góðum félagsskap.
Feðgarnir voru einir heima því systkinin fóru á flakk með föðurafa sínum og ömmu í húsbílnum þeirra og gistu þau þar eina nótt.

Já, það er líka búið að bætast við nokkur Jæja Konu afkvæmi, Rán og Gilli eignuðust Önnu Ísey þann 17. apríl og svo bættist við strákur hjá Áslaugu og Sverri þann 8. maí. Innilega til hamingju með þetta öllsömul, manni hlakkar mikið til að kíkja á þessi krútt í sumar.

Og talandi um sumar, það er svo augljóslega komið, svo margt að gerast framundan að hálfa væri nóg, þ.á.m.

Sangcafé hjá húsbóndanum þar sem hann ætlar að stiga á stokk og syngja nokkur lög.
Kulturfest í skólanum hjá K og B.
Hyttetur í 3 daga hjá K. með bekknum hans.
18 ára afmælisveisla Christians frænda.
Karíus og Baktus sýning.
Sommerfest hjá skátunum.
Bergdís Líf frænka mætir á svæðið.
Sommerfest hjá K. á fritids þar sem hann leikur í leikriti.
Duran Duran í KB Hallen.
Bon Bon land.
Íslandsferð sem inniheldur sumarbústað, útilegu, landsmót, brúðkaup, ofl. ofl. skemmtilegt.

Bless bless í bili. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, maí 14, 2008

Já, svona kom krúttið heim frá Landinu góða.....

þriðjudagur, maí 13, 2008

Þá er strákarnir mínir á leiðinni heim, lenda eftir c.a. klukkutíma. Mikið hef ég nú saknað þeirra. Báðir búnir að vera með streptakokkasýkingu og skemmtilegheit en samt hafa þeir nú haft það gott með SB og ÁÝ og öllum hinum.
Við höfum nú haft það alveg rosalega gott hérna yfir helgina, shitt hvað það var gott veður. Grillað, drukkið bjór og hvítvín(sko ég), út að borða, í bíó ofl.ofl. Nú er bara orðið skítkalt (15 gráður) þannig að maður þarf bara að klæða sig í peysu á morgnana.
Jæja,best að hætta þessu blaðri og fara útá völl að taka á móti sætu strákunum mínum.
Farvel. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, maí 08, 2008

Krúttið farinn í bondegårdstur með dagmömmuhópunum


miðvikudagur, maí 07, 2008


Sólin skín og allir léttklæddir. Alveg hreint frábært veður og því fer ekkert linnandi. Hápunkturinn er víst um helgina þar sem er spáð 24 gráðum lau og sun og feðgarnir eru á leiðinni til Íslands, leiðinlegt fyrir þá. Nei auðvitað verður það frábært, þetta er bara öfund í mér.

Allaveganna ætlum við hin að dunda okkur um helgina í hinu og þessu, skella okkur út að borða, kannski í bíó og svo bara njóta góða veðursins.
Jæja, best að æfa mig fyrir fremlæggelsið á föstudag.

Hej hej. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, maí 06, 2008


Halló, halló, alveg típiskt þegar maður á að vera að læra...

mánudagur, maí 05, 2008


Ekki versnar það.....

sunnudagur, maí 04, 2008


Ekki slæm vika framundan...

föstudagur, maí 02, 2008


White trash stelpu afmælispartý í kvöld.
Elín afmælisbarn bíður uppá fljótandi veigar og nóg af þeim. Set inn mynd af átfittinu þegar ég fer.




Skál. Ævintýrafararnir.