sunnudagur, desember 07, 2008

Krúttið okkar
Já, það er bara kominn desember og allt að gerast. Búin með blaðagreinina mína sem var stóra verkefnið í praktikinni og vona ég að það sem ég skrifaði sé ok. Nógu erfitt að skrifa á dönsku og hvað þá blaðagrein, öðruvísi byggð upp en ritgerð. Það kemur allaveganna í ljós.

Nú eru bara 8 vinnudagar fram að jólafríi. 5 í þessari viku og 3 í næstu, ætlum að halda bekkjarafmælispartý fyrir B. bekk þann 18 og svo er það bara að pakka niður og hygge sig á föstudeginum 19 og svo komum við til Íslands þann 20. B ætlar svo að halda afmælisveislu á sunnudeginum en þann dag verður hún 7 ára.

Annars er búin að vera hver julehygge á eftir annarri, í skólum og fritids. Julefrokost hjá foreldrunum og eitt stk fullorðins ammæli, bara gaman að því. Já, svo er pabbinn búinn að vera í Berlín og skemmti hann sér alveg konunglega og hafði sem betur fer vit á því að koma sér tímanlega í flugið, annað en sumir ha ha ha.

Í gær fórum við svo í Jólatívolí þar sem við eyddum deginum með vinafólki okkar og Lærke, vinkonu hennar B sem við buðum með okkur.

Svo á morgun er ég að fara að sækja jólagjöfina mína, SPLÚNKUNÝTT HJÓL. Gamli garmurinn minn er orðinn ansi lélegur og fann ég loksins draumagripinn. Svart ömmuhjól, set inn mynd síðar.....

Biðjum að heilsa í bili. Knús á ykkur öll. Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt, kvitt, langt síðan ég hef kíkt hingað, takk fyrir kveðjurnar til okkar á barnalandinu og FB :-) Þið verðið nú að kíkja á okkur í jólafríinu ef þið hafið tíma, veit reyndar að dagskráin hlýtur að vera ansi þétt...
Kkv. Sigga Þ. og co.

8:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hó hó hó

heil og sæl

mikið væri myndin af krúttinu skemmtilegri ef hún væri í lit auðvitað heppnast alt sem þú gerir hvað heldur þú ljúfan mín þið ættuð að vera komin heim núna þessi fíni jólasnjór hér ég er allveg viss um að jólasveinarnir eru farnir að hugsa til hreifings jæja elskurnar mínar knúsa alla frá langömmu

2:56 f.h.  
Blogger SL said...

Er hægt að vera meira krútt?

12:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

... ég sá þetta alltí einu fyrir mér, þið í heimsókn hjá okkur með ykkar 5 og við með okkar 5 börn... Ekkert smá sem við erum ríkt fólk!! Mér fannst þetta reyndar frekar fyndið um daginn, labbaði inn á pizzastað með 4 krakka og kúluna út í loftið og fólk alveg glápti á okkur.. mér datt í hug að segja að þetta væri skólaferðalag hehe...;) Sigga Þ.

1:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja nú er búið að steikja laufabrauðin voða fjör í gær lilja og fjölskylda og ari fjóla amma er að hressast og þið farið að koma heim þá er allt fullkomið ástarkveðjur frá langömmu

7:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home