Langt síðan síðast.
Fór á slysó í gærkveldi með AR en hann var svo einstaklega óheppinn að renna á hausinn í sturtunni og skall með hausinn á klósettið. Fékk c.a. 12 mm gat við hliðina á hægra auga og var það límt saman eftir að 2 læknar og ein hjúkka voru búin ræða saman, voru ekki alveg viss um að það væri nóg að líma en það er heldur ekki gott fyrir 2 1/2 árs gaur að vera saumaður. .
Svo í dag var hann með dagmömmunni í leikfimi og datt þar á hausinn og fékk þennan skemmtilega blóðnasir og fékk dagmamman algjört sjokk, sá fyrir sér aðra slysóferð en sem betur fer var þetta nú ekki alvarlegt.
Einstaklega mikill gaur þessi blessaði sonur okkar..örugglega ekki síðasta slysóferðin okkar.
Stóru börnin mín fóru í gær með pabba sínum í Tívolí og skemmtu þau sér vel en þurftu fljótt að flýja inn vegna rigningu.
Annars var helgin róleg, pabbinn fór á jólahlaðborð með nokkrum úr vinnunni og stóru börnin fóru í íslenskuskólann. Annað var það nú ekki.
Jú, svo má ég nú ekki gleyma þeim stórviðburði að Ella vinkona og Guðrún kona hennar eignuðust stóran og heilbrigðan dreng þann 12. nóv síðastliðinn og er hann alveg gulllfallegur og verður eflaust skírður Auðunn í höfuðið á bestu "frænku" hans í Danmörku, ha ha.
Og svo eignuðust Sigga Þórðar og Siggi, dreng í gær að ég held og óskum við þeim auðvitað innilega til hamingju með guttann.
Og svo styttist í kallaferðina hjá pabbanum. Berlín næstu helgin og eru þeir víst að safna mottu til að vera eins þýskir í útliti og hægt er....gaman af því...
Fór á slysó í gærkveldi með AR en hann var svo einstaklega óheppinn að renna á hausinn í sturtunni og skall með hausinn á klósettið. Fékk c.a. 12 mm gat við hliðina á hægra auga og var það límt saman eftir að 2 læknar og ein hjúkka voru búin ræða saman, voru ekki alveg viss um að það væri nóg að líma en það er heldur ekki gott fyrir 2 1/2 árs gaur að vera saumaður. .
Svo í dag var hann með dagmömmunni í leikfimi og datt þar á hausinn og fékk þennan skemmtilega blóðnasir og fékk dagmamman algjört sjokk, sá fyrir sér aðra slysóferð en sem betur fer var þetta nú ekki alvarlegt.
Einstaklega mikill gaur þessi blessaði sonur okkar..örugglega ekki síðasta slysóferðin okkar.
Stóru börnin mín fóru í gær með pabba sínum í Tívolí og skemmtu þau sér vel en þurftu fljótt að flýja inn vegna rigningu.
Annars var helgin róleg, pabbinn fór á jólahlaðborð með nokkrum úr vinnunni og stóru börnin fóru í íslenskuskólann. Annað var það nú ekki.
Jú, svo má ég nú ekki gleyma þeim stórviðburði að Ella vinkona og Guðrún kona hennar eignuðust stóran og heilbrigðan dreng þann 12. nóv síðastliðinn og er hann alveg gulllfallegur og verður eflaust skírður Auðunn í höfuðið á bestu "frænku" hans í Danmörku, ha ha.
Og svo eignuðust Sigga Þórðar og Siggi, dreng í gær að ég held og óskum við þeim auðvitað innilega til hamingju með guttann.
Og svo styttist í kallaferðina hjá pabbanum. Berlín næstu helgin og eru þeir víst að safna mottu til að vera eins þýskir í útliti og hægt er....gaman af því...
3 Comments:
úff.. þetta er nú meiri gaurinn hann AR :) en gott að þetta fór ekki verr...
Knús og kveðja frá Selfossi...
p.s. verður aldeilis stuð að hitta ykkur um jólin :)))
Þ.S.
Æ, þvílík óheppni. Eins gott að hann er harður nagli eins og mamma sín og hristir þetta allt af sér. Biðjum að heilsa ykkur öllum og hlökkum til að sjá ykkur. Áður en við vitum af verða komin jól.
Kv. Ella, Guðrún, Ronja og lítill drengur,Sandgerði.
á ekki að skella inn mynd af kallinum með mottuna .... ?? lol en Æj Æj þetta hlýtur að hafa verið sárt að fá svona skurð á versta stað vonandi jafnar þetta sig fljótt :O)
Kveðaja og Knús Steinunn og Alex ;O)
Skrifa ummæli
<< Home