föstudagur, október 31, 2008

Var að kaupa jólafötin á krúttið, hvernig líst ykkur á???

Ansi langt frá síðasta almennilega bloggi.
Búið að vera nóg að gera...
Roskildehyggeferð þar sem við borðuðum saman með Kollu, Óla og ungum og horfðum á box, átum osta og drukkum allskonar vökva og síðast en ekki síst spjölluðum við langt fram á nótt. Alveg nauðsynlegt inn á milli.
Svíðþjóðarverslunarferð dauðans með velvöldum konum og var þetta hreint og beint frábær ferð þar sem við stóðum í röð fyrir utan Ullared í 1 1/2 tíma eftir að hafa keyrt og siglt í tæpa 3 tíma. Já það er mikið lagt á sig fyrir að versla ódýrt. Og það var sko ódýrt. En sem betur fer tókum við húmorinn á þetta og var þetta bara hin besta skemmtun.
Svo eru bæði börnin búin að fara á halloween skemmtanir á fritidsheimilinum sínum og voru í þessum skrifuðu orðum að koma inn með fulla poka af sælgæti, ávöxtum og peningum eftir að hafa verið að ganga í íbúðir og segja; slik eller ballade.

Á morgun er svo íslenskuskólinn og svo kemur Ronja í heimsókn til okkar og verður fram á sunnudag, gaman gaman. AR er líka boðinn í afmæli til Hauks vinar síns á morgun en Haukur verður 2 ára á mánudag. Já svo á morgun verður frændi, eins og AR kallar hann, 3 ára en frændi er Logi Veigar. Knús og kram til þín elsku besti Logi Veigar.
Set hérna inn nokkrar myndir semt teknar hafa verið síðustu daga. Verði ykkur að góðu.....Fallegu börnin mín
Systkinin með Rókur að safna sælgæti ofl.
Ronja, Birta og Benjamín Arnar
Jafnaldrar
Flottur barnahópur

Góða helgi öll sömul. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, október 29, 2008

Var klukkuð af Unni í K-inu....

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Grillskálinn á Hellu; afgreiðslustarf.
Kökuval á Hellu; afgreiðsludama í bakarí.
Reykjagarður; innanúrtakari og pökkunardama.
Kjötvinnsla Nóatúns; pökkunar og afgreiðsludama.

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
Mýrin.

Man ekki eftir fleirum.

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Borgarsandur 2, Hella. (Æskuheimili)
Hraunbær 146, Rvk. (Fyrsta íbúðin mín)
Laufskálar 10, Hella (Fyrsta leigða heimili okkar Jóa)
Dalslandsgade 8, Kbh. (Litla leiguíbúðin okkar)

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn 1994, útskriftaferð með FSu.
London 1998,2000,2007. Fótboltaferð, fótboltaferð og hyggeferð.
Liverpool 2004,2008. Fótboltaferðir.
Pólland 2008. Kærustuparaferð.

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Dexter.
Desparet Housewifes.
Ugly Betty.
Prison Break.

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
Facebook.com
mbl.is
audurerla@hotmail.com
Skólasíðan mín


7. Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Nautasteikin hans Jóa míns.
Kjötsúpa.
Saltfiskur.
Lambalærið hennar mömmu.

8. Fjórar bækur/blöð sem ég held upp á/les oft:
Børnehavebarnet.
Arnaldar bækur.
Hef annars ekki tíma til að lesa annað en skólabækur.

9. Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
Á Hellu í ömmuhúsi með öll börnin okkar.
Í kærustuparaferð einhvers staðar annarsstaðar en í DK.
Á sólarströnd með fjölskyldunni.
Í mömmu og pabbahúsi með systkinum mínum og börnum þeirra.

10. Fjórir bloggarar sem ég á að klukka:
Heiða á annarri.
Hafdís í Sönderborg.
Helga Dögg í Norge.
Hafdís frænka á Bifröst.

Og hana nú, sagði hænan og lagðist á bakið......

þriðjudagur, október 14, 2008

Oftar en ekki hefur verið sagt við mig að AR væri alveg rosalega líkur mér en hingað til hef ég nú bara ekki séð það fyrr en ég sá þessa mynd. Vá, mikið er skrítið að sjá einhvern líkjast manni sjálfum, spúkí. Hvað finnst ykkur???

Stóri yndislegi strákurinn minn er farinn í 5 daga ferð í Koloni með fritidsheimilinu sínu. Var megaspenntur þegar ég og systir hans veifuðum af okkur hendurnar þegar rútan keyrði burt og hann sat fremstur uppi á annarri hæð, getur það bara verið betra?

Krúttið kominn í fínu Íþróttaálfa fötin sín. Var reyndar ekkert sérstaklega hress þegar ég tók myndina en er einstaklega ánægður með fötin.

Við mæðgurnar tókum okkur frí í gær og fórum í FIELDS að versla sparigelluskó á dömuna. Fyrir valinu urðu þessi stórglæsilegu leðurstigvel með hæl þannig að skvísan var nú bara eins og unglingur þegar hún tikk takkaði um allt FIELDS. Reyndi nú að halda aftur að mér vegna þess að ég og nokkrar vel valdar dömur ætlum að skreppa í Ullared í Svíþjóð á laugardaginn og versla af okkur rassgatið. Ullared er klikkað stórt vöruhús með klikkað ódýrum vörum, fötum og ég held bara að það fáist allt þarna. Jeg glæder mig.........

Svo finnst mér þið mættuð nú alveg vera aðeins duglegri í að kvitta.

Farvel. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, október 08, 2008

Skóli v/s vinna


Mikið ofboðslega er ég ekki að nenna að vera að vinna svona alla daga. Nú sé ég hvað það er gott að vera í skóla. Dagurinn er bara búinn þegar maður kemur heim, börnin gleypa mann og keppast um að fá athygli á meðan ég reyni að ná smá spjalli við pabbann á heimilinu. Svo er það kvöldmatur, gera nesti og koma liðinu í háttinn og loksins þegar allir eru komnir í ró þá nær maður kannski eins og einum þætti í tv áður en maður dettur útaf og svo er það nýr dagur og sama sagan. Og svo ofan á þetta allt saman á ég að lesa fullt af allskonar bókum og bæklingum og læra og læra.

Já, annars eru allir bara hressir en reyndar er krúttið búinn að vera heima í tvo daga, kvefaður og PIRRAÐUR. Það reddaði reyndar mörgu þegar Íþróttaálfapeysan og sokkabuxurnar komu með póstinum frá Landinu "góða".
En drengurinn er fótboltaóður þessa dagana, svona fyrir utan Latabæjardæmið. Hann vill bara vera úti endalaust og spila bolta eins og hann segir og svo auðvitað er hann Lillapúl. Þótt ég sé mamma hans og frekar hlutdræg þá er hann alveg drullugóður svona af 2 og 1/2 árs gutta að vera.

Stóru börnin eru alsæl eftir skátaferð síðustu helgar og svo er K. að fara í Koloni með fritidsheimilinu sínu frá mán-fös og er frekar spenntur. Búinn að bíða í heilt ár. Það er nefnilega haustfrí í skólunum í næstu viku þannig að B. verður eitthvað á fritids og svo bara hérna heima hjá pabbanum. Ég er reyndar búin að biðja um frí á mánudaginn svo ég geti fylgt K. í rútuna og dúllað mér svo eitthvað með B. kannski skellt okkur í bíó, hver veit.

Annars er sko nóg að gera hjá yngsta meðlim fjölskyldunnar um helgina. Honum er boðið í 3 ára afmæli Lofts á lau og 1 árs afmæli Máneyjar Mistar á sunnudag og ég mamman "neyðist" til að fylgja barninu í þessar veislur. Já og svo verðum við með einn 1 árs í heimsókn á lau. Hann Eysteinn Ernir nágranni okkar og vinur ætlar að eyða með okkur deginum á meðan mamma hans sankar að sér vitneskju.

Jæja, best að fara að sofa. LAAAAANNNGGGUUUURRR dagur á morgun, vinna og svo starfsmannafundur til kl. 21. Missi meiri að segja af saumó, skandalll.

Góða nótt. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, október 05, 2008

Minn maður

miðvikudagur, október 01, 2008

Fréttabréf fjölskyldunnar

Það er nú meira skítaveðrið hérna í Köben þessa dagana og ekki er nú spáin skemmtileg. Spáð fyrsta "stormi" haustsins núna um helgina og ekki er það nú heppilegt fyrir skátabörnin okkar sem eru að fara í skátaferð frá fös-sun.

Annars er alltaf nóg að gera hjá okkur hérna á L806. Pabbinn syngur, vinnur, safnar skeggi og ég veit ekki hvað og hvað. Er stanslaust á djamminu þessa dagana og stefnir núna á Berlínarstrákaferð í nóvember, já þeir geta ekki verið minni en við kellingarnar.
En talandi um okkur kellingarnar þá tóku við ansi vel á því síðustu helgi á baðhúsadjamminu okkar, púha, mismunandi líftíminn á okkur en mikið ansi var þetta skemmtilegt. Við erum svo líka á leið til Berlínar en ekki fyrr en í mars, gaman gaman.
Stóri strákurinn okkar verður meiri og meiri gelgja með hverjum deginum, allt ömurlegt sem við segjum,leyfum honum aldrei neitt, fílapenslar á nefi og systkini hans ekkert sérstaklega skemmtileg. Kom ansi stoltur heim af skátafundi síðasta mánudag með 1 árs merkið sem segir að hann hafi verið í skátunum í eitt ár.
Prinsessan á heimilinu er nú ekkert sérstaklega mikil prinsessa. Ansi dugleg að stríða bræðrum sínum en er líka mjög mikil mamma í sér. Alltaf að passa upp á krúttið, stundum of mikið. Er dugleg í skólanum og ánægð með lífið yfir höfuð.
Krúttið er íþróttaálfurinn þessa dagana, alltaf að gera æfingar, hoppar og skoppar og er yfir sig ánægður með "íþróttaálfastrigaskóna" sem mamma hans keypti í Inter Sport í gær. Bíður spenntur eftir sendingu frá Lilju frænku en sú sending inniheldur íþróttaálfapeysu og sokkabuxur. Er farinn að tala nánast reiprennandi og þá mest íslensku og erum við frekar hissa á því. En við vitum nátturlega ekki hve mikið hann talar hjá dagmömmunni, allaveganna skilur hann dönskuna og svarar á dönsku þegar hann er spurður á því máli. Og svo er bara bleyja á næturnar og er foreldrarnir hæstánægðir með það. Er mikill boltastrákur og segir sko að lillapúl er sko besta liðið. Gáfaður drengur hér á ferð, ha ha.

Mamman á heimilinu vinnur og vinnur og lærir margt í leiðinni. Og svo eins og kemur fram hérna á undan þá djammar hún nú líka inná milli.
Já, þá er hér með fréttabréfi fjölskyldunnar lokið.
Áfram Liverpool. Ævintýrafararnir.