sunnudagur, september 30, 2007

Mamma 50 ára


Elsku besta mamma er 50 ára í dag.
Innilega til hamingju með daginn elsku besta mamma, amma og tengdó.

fimmtudagur, september 27, 2007

I skolanum

Ja, tad var blautt og kalt i Sverige, vaknadi t.d. tvisvar vid ad tad dropadi a andlitid a mer, truid mer, ekki skemmtileg tilfinning.
Turftum ad byrja a tvi ad ganga i gegnum skog til ad finna budirnar og svo byggja okkur skyli og tjalda. Svo turftum vid ad bua til balsvædi, finna eldivid inni skogi og svo tendra bal sem er ekkert audvelt i rigningu. Øll eldamennska for fram a bali en eitt af tvi besta fra ferdinni var maturinn, mikid djø... gatum vid gert godan mat. Forum svo i allskonar tura a daginn og vid gatum lika verid a svædinu a svokølludum verkstædum en tar gat madur buid til ymislegt ur audvitad einhverju ur natturunni, eg bjo t.d. til braudhnif ur tre.
Tetta var erfid ferd en skemmtileg, erfitt ad vera svona lengi fra fjølskyldunni minni, erfitt ad vakna i rigningu og kulda og fara ad sofa i rigningu og kulda, vid fengum nefnilega køldustu nott sem kennarar okkar hafa verid tarna, 1.5 grada. Tarna nadi madur mjøg godum tengslum vid bekkjarfelaga sina og fannst mer tad mjøg verdmætt tvi eg er nu "ny i klassen".
Eg set inn myndir seinna tvi eins og tid sjaid kannski ta er eg ad blogga i skolanum, teir hafa tvi midur ekki islenska stafi.
Leikshus seinnipartinn med bekknum i sambandi vid Dramafagid og svo er foreldrafundur a B. fritids. Saumo tar a eftir tannig ad mamman er frekar busy i dag.
Bæjo. Ævintyrafararnir.

laugardagur, september 22, 2007

Helv..... lúsin mætt aftur

Lúsin er mætt aftur og að þessu sinni í mýsluna. Þess vegna miklar aðgerðir í gangi á heimilinu og ferðasagan kemur seinna.

Bæjó. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, september 16, 2007

Sverige, her kommer jeg........

Og þá er komið að því, mamman á leiðinni í 5 daga útilegu.
Fór í gær og verslaði dýrasta svefnpokann í JYSK þannig að ég ætti allaveganna ekki að frjósa úr kulda, svo er ég nátturlega með ÓPALsnaps í farteskinu ef manni skildi verða mjög kalt. Verðum þrjár saman í tjaldi og 9 saman í matgrúppu, þ.e. keyptum saman mat og eldum saman auðvitað á eldi eins og sannir villimenn.
Leggjum af stað kl. 8:30 í fyrramálið og keyrum með rútu þangað til okkur er hent út og við göngum restina.
Mikið kvíður mér fyrir að vera ekki nálægt börnunum mínum, mínum heittelskaða, internetinu, sjónvarpinu og rúminu mínu, shitt shitt en ekkert væl, þetta verður geggjað gaman.
Ekkert blogg fyrr en um næstu helgi nema pabbinn setji inn nokkrar línur sem ég efast reyndar stórlega um.
Sakn sakn. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, september 12, 2007

Pestabælið mikla

Já svona til að svara kommenti hennar Erlu mágkonu minnar þá var þetta ég, Auður Erla sem var að skylmast svona þetta líka flott á myndinni.
Og við skötuhjúin erum sko að fara til Liverpool 27. október - 30. október og ætlum að sjá Liverpool-Arsenal keppast í knattspyrnu á Anfield leikvangnum, ekki leiðinlegt það. Mín elskulega móðir ætlar að koma og passa börnin á meðan, heldur ekki leiðinlegt það.
Annars var ég að enda við að senda kennara mínum ritgerð á meili sem ég var að dunda mér við að skrifa hérna heima þ.e. í pestabælinu okkar en AR er búinn að vera með hita síðan á lau en fór loksins til dagmömmu í morgun og svo er stóri strákurinn kominn með þriðju streptókokkasýkinguna í hálsinn á þremur fokk.... mánuðum.
Hann fór á skátafund síðasta mánudag og er þetta líka heillaður, ekta fyrir hann að binda hnúta og fara í tjaldferðir. B. ætlar líka að prófa á næsta mánudag en þau lenda ekki í sama hóp, bara gott um það að segja.
B. fór líka í sinn fyrsta sundtíma í gær og varð auðvitað að sýna alla sína kunnáttu og listir. Gékk vel og er örugglega verðandi sundgarpur eins og stóri bróðirinn.
Svo er það framlæggelse á morgun hjá mömmunni í skólanum og svo förum við hópurinn í keilu á föstudag og ljúkum þá okkar 3 vikum í AK bevægelsesfag.
Svo er mamman nefnilega að fara á mánudag í útilegu til Svíþjóðar og verður fram á föstudag, já þið lásuð rétt, útilegu. Ég veit geggjað en þetta er á vegum natur (nátturufagsins) í skólanum og eigum við að sofa í tjöldum, elda á báli og byggja allt sjálf, svona gera allt sjálf útilega og það erfiðasta fyrir Íslendinginn er að það er ekkert fyllerí, ekkert alkohól til að verma líkamann, í mesta lagi 1-2 öl á kvöldi yfir kvöldvökunni og that´s it.

Jamm og já, svona er lífið. Bæjó. Ævintýrafararnir.

mánudagur, september 10, 2007

Vikan sem leið.

Kristjana Elín og Ari Rafn í stuði
Já bara strax komin vika frá síðasta almennilega bloggi og ekkert spark í rassinn. Jæja, fínt. En það var sko alveg nóg að gera hjá familíunni.
Fyrsti sundtíminn hjá B. féll niður, sundlauginni lokað snögglega ???
Foreldrafundur hjá B. bekk þar sem mamman var valin í að vera annar talsmaður foreldra (aldrei getur maður haldið kjafti).
Pabbinn í fyrsta söngtímann.
Mamman mætti í framlæggelse í skólanum og gekk þrælvel, stærsta hlutverk mömmunnar í framlæggelsinu var að sippa (erfitt nám) og reyndar talaði hún aðeins á eftir.
Fyrsti sundtími K.
Pabbinn fór á frekar leiðinlega tónleika.
Fengum 3 fallegar stúlkur í heimsókn til okkar frá föstudegi til sunnudags en það voru Roskildesysturnar þær, Alexandra Líf, Ronja og Kristjana Elín.
Afmælisveisla Arnars Mána sem verður 4 ára á morgun en hélt þessa fínu veislu á laugardag.
Fyrsti tími B. í dansskóla.
Já semsagt nóg að gera.
Jæja er farin í skólann. Hej hej. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, september 09, 2007

Liverpool-Arsenal

Við erum á leið til Liverpool, jibbí jei, jibbí jibbí jei

mánudagur, september 03, 2007

Shitt hvað það var gaman í skylmingunum, vann tvisvar og tapaði tvisvar. Þetta er sko eitthvað sem ég gæti hugsað mér að prófa aftur.

Það var líka alveg rosalega gaman í Sirkus, börnin fóru á fílsbak, borðað var mikið popp og er ég alveg sannfærð um það að þetta á maður að gera á hverju ári.

Nú er allt að fara á fullt í skóla og hobbíum. B. byrjar að æfa sund á morgun og ætlar mamman með mýslunni sinni og hver veit nema kellingin syndi nokkra metra. K. byrjar svo í sundinu á föstudag.
Pabbinn byrjar aftur í söngnáminu á miðvikudag og er ansi spenntur. Svo er B. að byrja í dansskóla á laugardag þannig að það verður sko nóg að gera hjá fjölskyldunni í vetur, gaman að því.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.