mánudagur, desember 31, 2007

2007/2008

Jæja þá er kominn gamlársdagur og styttist í að við förum heim. Fljúgum heim að morgni 2. jan. Tíminn búinn að líða ansi fljótt en við erum sko búin að hafa það gott.
Erum búin að bralla ýmislegt t.d.
halda afmælisveislu
fara í jólaboð og heimsóknir
fara á jólaball
fara í sveitina að skoða beljur
fara í þrítugsafmæli
hrynja í það með Jæjakonum og mökum
búa til snjókalla
en það mikilvægasta er að við erum búin að hafa það yndislega kósí með börnunum okkar fimm.

Í dag fara B. og K. til pabba síns og verða þar fram yfir áramót. SB og ÁÝ verða hjá okkur yfir áramót þannig að það verður eflaust stuð í kvöld ef veður leyfir. Lilja og fjölsk. og Ari brósi ætla líka að koma austur þannig að það verður næstum fullt í kotinu hjá mömmu og pabba.

Við óskum ykkur gleðilegs árs og takk fyrir það gamla og guðs bænum farið varlega í kvöld.
Áramótakveðja. Auður, Jói og fimm fræknu.

föstudagur, desember 21, 2007

Birta 6 ára

Litla fallega mýslan okkar er 6 ára í dag.
Til hamingju með daginn elsku besta Birtan okkar.
Vonandi skemmtir þú þér vel í veislunni þinni á morgun, hlökkum til að sjá þig blása á kertin 6.
Við elskum þig.
Mamma, Jói, Kristófer, Ari Rafn, Stefán Blær og Ásrún Ýr.

laugardagur, desember 15, 2007



Erum farin til Íslands.....sko mamman og börnin.

Pabbinn kemur svo þann 21. des.....sakni sakn.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Tad kom ad tví, hafdi smá tíma á milli kennslu.
Tveir dagar í Íslandid og krúttid lasinn heima hja pabba sínum, med hita og kvef.
Hann sló aldeilis í gegn í sídustu viku tegar hann læsti dagmømmu sína úti. Tad var tannig ad hún fór út á gang ad kvedja Mathilde, eina af børnunum og minn var fljótur ad fatta og skellti hurdinni á eftir henni og læsti hana frammi á gangi. Sem betur fer var hún med gemsann í vasanum og gat hringt í manninn sinn sem er húsvørdur í blokkinni teirra og hann kom á ødru hundradinu og opnadi. Minn var tá bara hress ad gera eitthvad af sér.
B. baud 7 krøkkum med sér heim í gær eftir skóla í afmæli og var mikid fjør i børnerumminu, bordud kaka, dansadur stopdans og leikid. Stelpan hæstánægd tar sem dagurinn hafdi nú ekki byrjad nógu vel med kartøflu í skónum.
Já eins og ég nefndi ádur tá erum vid á leidinni til landsins góda á laugardaginn, shitt madur, á eftir ad gera svo margt, tetta reddast.
Pabbinn verdur varla búinn ad kvedja okkur tegar hann skellir sér í dansgallann og fer á jólahladbord. Teir ætla nú ad hittast eitthvad fyrr heima hjá okkur og hita upp eins og sønnum karlmønnum sæmir.
Jæja, nóg í bili. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Erum á lífi, það er bara svo mikið að gera hjá mömmunni þessa dagana í skólanum að hún hefur bara ekki tíma til að blogga.
Meira um helgina.........
Ævintýrafararnir.