þriðjudagur, október 31, 2006

SLIK ELLER BALLADE

Hann á afmæli í dag 1. nóvember hann Logi Veigar litli sæti frændi okkar. Til hamingju með 1 árs afmælið elsku frændi og til hamingju með piltinn Lilja og Eyjó.


Nokkrar myndir af Halloween sem var í gær.

Tilbúin með pokann undir nammið.


Á leiðinni niður á neðstu hæð og svo unnið sig upp.


Hópurinn mættur á 8 hæð.


Alltaf jafn sætur.


Nóg að gera á stóru heimili

Gaman að sjá hvað þessir litlu dúllur hafa stækkað og þroskast.


Fórum í gær í síðasta mömmóinn í bili, er að byrja aftur í skólanum í næstu viku, shitt hvað er ég stressuð og líka spennt, allt í bland.

Ég ætla nú ekki að gleyma afmælisbörnum síðustu daga. Björgvin Thor, frændi hans gamla varð 2 ára þann 28. okt. Svo varð hún Hrönn frænka 48 ára í gær, þann 30 okt. Innilega til hamingju með daginn bæði tvö.

Búið að vera nóg að gera hér á heimilinu, AR fékk hita út frá sprautunni og var heima í tvo daga. Er alltaf jafn kátur hjá dagmömmunni, sem betur fer. Er farinn að borða 4x á dag, algjört matargat.

Börnin fóru á náttfataball á föstudagskvöldið hérna á kolleginu, K. vann stólaleikinn og kom heim með þetta fína spil sem hann fékk í verðlaun. Þau fengu kjötbollur, franskar og djús og komu mjög sátt heim.

Sá gamli fór út á lífið síðasta laugardag, hitti vinnufélaga sína í FIELDS og þeir skelltu sér í minigolf. Eftir það fóru þeir heim til eins og borðuðu saman, drukku og höfðu gaman. Svo var víst farið á einhvern pöbb og haft ennþá meira gaman fram eftir nóttu.

Ég og börnin mín skelltum okkur bara út að borða á Jensens þegar gamli fór með vinunum og það var bara fínt. Fengum okkur ís á eftir, voða kósí.

Jói var nú ekki þreyttari en það að hann fór svo á sunnudeginum og söng með kórnum í messu. B. fór með honum og fór í sunnudagaskólann á meðan. Ég og strákarnir komum svo á eftir og hittum þau í Jónshúsi. Við fengum okkur svo góðan göngutúr í gegnum miðbæinn, löbbuðum strikið og enduðum niðrá Rådhuspladsen. Þar var allt í fullu gangi í undirbúningi fyrir MTV verðlaunaafhendinguna sem verður þar 2. nóvember. Verið að reisa risasvið og ég veit ekki hvað.

Við kærustuparið ætlum að fara í IKEA á eftir að versla ýmislegt, nota tímann á meðan ég er ekki byrjuð í skólanum.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.


miðvikudagur, október 25, 2006

Nýjar myndir

Var að setja inn nýjar myndir inn hjá börnunum.
Ekki vera feimin að biðja um lykilorðið!!!!

þriðjudagur, október 24, 2006

Lífið á Dalslandsgade

Þessi dama kom svona heim í fyrradag, alveg rosalega ánægð, eldri stelpurnar hérna á kolleginu höfðu gert þetta "meistaraverk".


Sætu strákarnir okkar að leika sér á gólfinu.

Þá er K. búinn að vera heima í gær og í dag með hita og hósta. AR hefur sloppið við hitann hingað til en er bara kvefaður. Erum að fara á eftir með hann í sprautu, vona að hann næli sér ekki í hita við það.

Fórum í gær í síðasta babymusik, er svekkt yfir að geta ekki farið á framhaldsnámskeiðið en svona er lífið, maður getur ekki gert allt.

Fór í aerobicið í gær eftir 2 vikna stopp sökum frís, veikinda og fundarsetu. Hrikalega gott að byrja aftur, harðsperrurnar láta á sér kræla á ný, bara merki um að það séu vöðvar einhversstaðar þarna.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, október 22, 2006

Synir með hor

Góð samfella!!!!

7 mánaða gutti sem svaf í alla nótt, án þess að drekka!!!!


Já, drengurinn er kominn heim úr 6 daga ferðalaginu sínu, alsæll og drullukvefaður. Skemmti sér alveg svakalega vel og ætlar sko í öll svona ferðalög sem hann getur komist í. Núna er hann lasinn, hóstaði greyið í alla nótt og er með hitavellu, betra nú en í ferðalaginu. Þurftum að bíða hátt í tvo tíma eftir rútunni þegar þau voru að koma heim, lentu í vegavinnu á hraðbrautinni og það er ekkert gaman. En danir klikka sko ekki á því, einn pædagoginn var kominn á undan og sá skellti nú bara einum bjórkassa út á stétt og einum goskassa og værsgo, allir sem biðu hæstánægðir með það. Það var svo mikil stemning þegar þau komu svo, allir veifandi danska fánanum eins og við værum að taka á móti landsliðinu okkar, já þessi þjóð kann þetta sko.
B. og sá gamli eru í sunnudagaskólanum þessa stundina og ég heima með strákana mína og báðir með hor. Vona að AR sé nú ekki að verða veikur líka því á morgun er síðasti tíminn í babymusik og svo mömmó hjá Charlotte.
Smá skilaboð til Erlu ömmu: Ég er búin að panta borð í tívolíinu en það var upppantað á veitingastaðnum, hann ætlaði að hringja ef það yrðu einhverjar afpantanir.
Jæja, sá yngri kallar.
Farvel. Ævintýrafararnir.

föstudagur, október 20, 2006

Enn ein helgin

Fengum póstkort frá stóra stráknum okkar, þau voru búin að gera ýmislegt skemmtilegt og hann búinn að eignast einhverja vini. Hlökkum mikið til að fá hann heim á morgun.
Við fórum í bíó í gær, sáum lille grimme ælling. Þrælskemmtileg mynd með miklum húmor, B. var alveg hæstánægð með bíóferðina.
Eitt sem mér fannst gaman var að sjá einn þekktasta leikara Dana þessa dagana, Hafdís Sig, Lilja og einhverjir fleiri, þið vitið sko hvern ég meina, það er leikarinn sem leikur Nikolai í Nikolai og Julie. Hann var með guttann sinn í bíó, algjör sjarmur yfir þessum gaur.
Fengum þær frábæru fréttir í gær að systursonur Jóa hann Raggi skrifaði undir þriggja ára samning við sænska félagið IFK Gautaborg. Raggi er 20 ára og hefur spilað með Fylkismönnum allan sinn feril ásamt því að hafa átt sæti í yngri landsliðum Íslands, nú síðast í U21 árs landsliðinu. Gott hjá Ragga frænda, innilega til hamingju með þetta.
Erum búin að setja lykilorð á barnalandssíðurnar okkar, ekki vera feimin við að biðja um lykilorðið.
Frábært, það er komin helgi. Ekki það að ég finn mikinn mun en það er bara svo gott að hafa unnustann heima og börnin og dúlla eitthvað saman.
Hafið það gott um helgina dúllurnar mínar.
Farvel. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, október 18, 2006

Afmæli, barnsfæðingar ofl.


Afmælsbarn dagsins í dag er hún Sigrún Dís en hún er bróðirdóttir gamla. Sigrún Dís er 14 ára í dag. Innilega til hamingju með daginn elsku Sigrún Dís, hafðu það sem allra best. Sigrún Dís er víst stödd hérna í DK á fimleikaferðalagi, vonumst til að hitta hana um helgina.
Allt frekar rólegt þessa dagana hér heima, K. í ferðalagi, AR hjá dagmömmu, B. í leikskóla og við gömlu bara að dúlla okkur hérna heima.
Fór með B. í dag og keyptum reiknisbók og skriftarbók, sú stutta er svo áhugasöm að hálfa væri nóg, er að skrifa stanslaust.
Á morgun ætlum við að fara í bíó með skvísuna okkar á meðan AR er hjá dagmömmunni, aðeins að dekra hana á meðan stóri bróðir er í fríi. Það er svo mikið að gerast hérna í DK því það er haustfrí í skólum, allir að bjóða bestu kjörin.
Fékk fréttir af því að Gunnar Aron, æskuvinur minn frá Hellu var að eignast stúlku með henni Dýu sinni. Alltaf gaman að heyra slíkar fréttir, til lukku með skvísuna.
Jæja, kallinn á kóræfingu, best að gera eitthvað af viti á meðan, t.d. sinna börnunum.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

mánudagur, október 16, 2006

Sá stærsti í ferðalag.


Jæja, þá er elsta barnið farið í ferðalag og kemur ekki heim aftur fyrr en á laugardag. Það voru sko hressir krakkar sem voru mættir kl. 9.00 í morgun fyrir framan fritidsheimilið, framundan var rúmlega klst. akstur. Spennó spennó, minn mætti með fulla ferðatösku af fötum, svefnpoka, vasaljósi, einnota myndavél ofl ofl.
Ég, AR og B. skelltum okkur svo í babymusik, ákvað að leifa B. að vera í fríi í leikskólanum í dag.
Það gengur bara vel með AR hjá dagmömmunni, var hjá henni frá 8.00-14.30 á föstudag og ekkert mál. Byrjaði reyndar að væla þegar hann sá pabba sinn þegar við sóttum hann, þurfti eitthvað aðeins að klaga. Já, svo er litli kúturinn okkar farinn að sitja.
Á laugardaginn fengu við svo góða heimsókn, Kolla mætti með yngstu dótturina, Kristjönu Elínu. Sú hefur aldeilis stækkað.
Eftir að mæðgurnar fóru, fórum við með börnin í pössun, B. fór til Mikal vinar síns og fékk að gista hjá honum. Strákarnir fóru til Hrannar frænku og gistu einnig þar, við gömlu vorum nefnilega á leið í brúðkaupspartý hér á kolleginu, Hjalti og Linda giftu sig í ágúst á Íslandi og ákváðu svo að halda smá teiti fyrir vini sína og kunningja hér í DK. Þetta var hið besta partý og er heilsan reyndar ekki enn komin alveg tilbaka, allaveganna ekki hjá mér.
Ég er nú byrjuð að undirbúa praktikverkefnið mitt en ég þarf að skila 10-12 síðna ritgerð um veru mína í praktíkinni sem ég var í áður en ég fór í fæðingarorlof. Ritgerðinni þarf ég að skila um miðjan nóvember en ég byrja aftur í skólanum þann 6. nóvember.
Meira seinna...........
Bæjó. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, október 11, 2006

Aðlögun hjá litla prins

Litla krúsídúllan mín er nánast kominn yfir þessi brjóstamótmæli en nú mjólkar mamma hans minna en áður. Það er svo sem ágætt þar sem ég byrja í skólanum eftir 26 daga.
Ég skildi hann eftir í gær hjá dagmömmunni í u.þ.b. 40 mín og var það ekkert mál. Hún lét hann kveðja mig í hurðinni og hann brosti bara, vona að þetta verði alltaf svona auðvelt. Var með sting í maganum allar þessar 40 mínútur þannig að þetta er eflaust erfiðara fyrir mig en hann.
Svo í morgun fórum við í legestuen en þar hittast fimm dagmömmur á miðvikudögum ásamt börnunum sem þær passa og eyða deginum saman. Þar er sungið og leikið í ýmsum leikjum. Við þurfum sem sagt að fara með hann þangað á miðvikudagsmorgnum og sækja hann þar aftur. Hann var ágætlega hress í heimsókninni þangað til hann varð syfjaður en hann vaknar alltaf um kl. 6.00 (mömmu hans til mikillar gleði).
Á morgun skil ég hann eftir hjá henni frá 8:00 til 12:00, þá sefur hann þar og borðar.

Annað kvöld fer ég á fund í Sønderbroskole í sambandi við skólagöngu B. á næsta ári. Okkur foreldrunum er boðið að koma og skoða aðstæður í børnehaveklassen, spyrja spurninga og þessháttar.

Jæja, litli guttinn kallar. Bæjó. Ævintýrafararnir.

mánudagur, október 09, 2006

Ákveðinn ungur piltur

Afmælisbarn dagsins er lítla krúttið hún Rakel Diljá en hún er bróðurdóttir gamla. Rakel Diljá er 3 ára í dag. Til hamingju með skvísuna elsku Tryggvi, Gréta, Sebastían og Sigrún Dís.

K. í fríi í skólanum í dag þannig að hann eyðir deginum á fritids. B. fór í ferðalag í dag með leikskólanum upp í sveit að kíkja á dýrin, alltaf spennó að fara í rútuferð.

Við AR fórum í babymusik í morgun, rosafjör, hann er alltaf svo kátur að hálfa væri nóg.
Hann er ennþá í brjóstamótmælum, hann fæst aðeins til að drekka einu sinni á sólarhring og þá á næturnar og aðeins vinstra megin, skil þetta bara ekki. 6 mánaða gaur á ekki að hafa vit á þessari sérvisku. Svo vill hann bara drekka úr stútglasinu sínu, vill ekki pela. Þessi rólegi piltur er að breytast í ákveðinn gaur.
Á morgun skil ég hann svo eftir hjá dagmömmunni í smá stund, það verður spennandi að sjá hvernig hann tæklar það. Við fórum nefnilega í heimsókn til Hrannar frænku í gær og hann grenjaði frá sér vitið þegar Michael tók hann, veit ekki á gott því þau ætla að passa hann næstu helgi þegar við gömlu fórum í brúðkaupspartý.

See ya later. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, október 08, 2006

Jibbí, nýtt sjónvarp.

Nokkrar myndir frá helginni.




Dísis kræst hvað ég er að drepast úr harðsperrum, fór í aerobic á fimmtudag og þar var þessi karlmannsblökkumaður og hann gjörsamlega gékk frá okkur í þessum fyrsta tíma, við hlupum nánast í 1 1/2 tíma og inná milli lét hann okkur gera svo boxæfingar. Fer aftur á morgun en þá er kvensan með tíma, sem betur fer, vona að ég geti hreyft mig eitthvað.
Fór með Jette vinkonu minni og systur hennar í FIELDS á föstudag og verslaði eitt stk sjónvarp, þessi ferð varð að einni fyndnustu innkaupaferð ever, maður varð samt að vera á staðnum til að finnast það. T.d. komum við tv. ekki inn í bílinn hennar nema að taka það úr kassanum og að sjá okkur reyna að troða því inní bílinn var bara fyndið, svo fundum við ekki fjarstýringuna þannig að ég fór aftur inn, drullufúl og heimtaði fjarstýringu, var sko búin að bíða eftir að fá tv. afhent í tæpa klst. Einn kall sagði að ég yrði að taka aftur númer og bíða, ÓNEI TAKK FYRIR. Ég greip þennan sem afgreiddi mig og heimtaði fjarstýringu, hann spurði ítrekað, ertu viss um að hún er ekki í kassanum? Ójá við vorum sko vissar. Hann þurfti þá að hlaupa upp í búðina sem tók nú alveg 10 mín og sækja stýringuna en svo kemur Jette til mín og hvíslar, ég fann helv..... fjarstýringuna undir tv!! Ég varð samt að bíða eftir gaurnum því hann var með pappírana mína þannig að nú eigum við tvær fjarstýringar, ha ha, alltaf að græða.
Sá gamli fór svo í mat og drykk hjá Sr. Þóri Jökli ásamt kórnum og fleira fólki og skemmti sér víst alveg ágætlega.
Á laugardaginn var svo skóli hjá K. en það var verið að opna nýja leiksvæðið fyrir framan skólann, fyndið það þarf að skikka fólk að koma í skólann til að vera við opnunina. Þannig að K. er í fríi á morgun í staðinn.
Sá gamli og B. eru í sunnudagaskólanum akkurat í þessum skrifuðu orðum og ég er bara heima í rólegheitunum ásamt strákunum mínum. Gott að vera bara í rólegheitunum á sunnudögum.

Jæja, sá yngsti heimtar mat. Bæjó. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, október 05, 2006

Nóg að gera

Afmælisbarn dagsins er hann Kristján Jarl en foreldrar hans eru Ósk jæjakona og Georg. Kristján Jarl er 3 ára. Innilega til hamingu með guttann og hafið það sem allra best elsku Ósk og Georg.
AR er í mótmælahug þessa dagana, hann byrjaði á því í fyrradag að vilja ekki drekka úr brjóstinu. Hann drekkur á næturna og kannski einu sinni yfir daginn, sem þýðir það að mamma hans verður að mjólka sig af og til, ekki gaman. Veit ekki hvort að hann taki þessu dagmömmudæmi svo alvarlega að hann sé bara að hætta því hann sé orðinn svo stór, hann byrjaði nefnilega á þessu daginn sem hann byrjaði að fara til hennar. Ef svo er er hann bráðgáfaður, ekki spurning. Vona reyndar að þetta sé bara eitthvað tímabil hjá honum.
Fer í annan aerobictímann í dag, er með harðsperrur á ýmsum stöðum eftir síðasta tíma en ekki eins slæmar og ég bjóst við. Eftir aeoribicið fer ég svo á foreldrafund á fritidsheimilinu, nóg að gera.
Verð með B. heima á morgun því leikskólinn er lokaður, vinnudagur hjá starfsfólki. Arnaldur Goði verður hjá okkur fyrir hádegi því mamma hans þarf í skólann, verður eflaust mikið fjör.
Svo ætlar mamman á heimilinu að fara í FIELDS ásamt Jette vinkonu minni að kaupa eitt stk sjónvarp, okkar er gjörsamlega að segja sitt síðasta, slekkur bara á sér þegar því sýnist. Jette er svo elskuleg að skutla mér því ekki er hægt að fara með sjónvarp í metró.
Íslendingunum fjölgaði hér á kolleginu í gær þegar Elín og Örn Ingi eignuðust dreng, það fæðast bara endalausir strákar, verður glæsilegt gengi hér næstu árin.
Jæja, farin í vaskehuset.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, október 03, 2006

Flere penge for vores børn

Áttum bara rólyndishelgi fjölskyldan.
Við mæðgurnar fórum í fyrsta sunnudagaskóla vetrarins í Jónshúsi. Bara hin fínasta mæting á fyrsta degi, 12 börn.
Við AR fórum í gær í 3 tímann í babymusik, minn maður er bara farinn að raula þegar við mætum á svæðið, hann hefur voða gaman af þessu. Fórum svo í mömmó á eftir til Jette, erum að skipuleggja samveru án barna, s.s. djamm, maður verður nú að fara í bæinn með innfæddum.
Og vitiði bara hvað, húsmóðurin á heimilinu byrjaði í aerobic í gær, verð í þessu tvisvar í viku, 1 1/2 tíma í senn hér á kolleginu. Hélt að ég ætti nú ekki eftir að segja það en þetta er bara þrælgaman. Er reyndar núna að verða var við harðsperrur en það fylgir þessu víst. Já, svo fann ég magavöðvana einhversstaðar, gott að vita að þeir eru tilstaðar.
Við B. ætlum svo í gymnastik í dag þannig að það er endalaus hreyfing þessa dagana, veitir ekki af.
Þessi sætasti gutti í heimi fór í fyrsta skiptið í dag í aðlögun til dagmömmunnar, var hress fyrst um sinn en varð fljótlega pirraður vegna þess að hann vaknaði kl. 5:00 í morgun, mömmu sinni til mikillar gleði, NOT!!!!!!!! Förum aftur í fyrramálið og tökum þetta bara rólega þessa vikuna, höfum mánuð til stefnu.
B. er heima í dag vegna mótmæla leikskólastarfsfólks, K. kemur svo heim strax eftir skóla því að fritids er lokað vegna þessa sömu mótmæla. Allt starfsfólk leikskóla, fritidsheimila, vöggustofa og þeirra sem vinna við aðhlynningar ætla svo að hittast niðrá Rådhuspladsen í dag því þingið kemur saman í dag, og mótmæla niðurskurði til þessara stétta, erum að spá í að mæta á svæðið og vera með því þetta kemur jú manni við, er nú að mennta mig í þessari starfsgrein.

Hej hej. Ævintýrafararnir í mótmælaham.