Liverpool
Liverpool, here we come!!!
Fjóla amma mætti á svæðið í dag með fullar töskur af flatkökum, kæfu, skyri og fleiri íslensku góðgæti. Við erum búin að dæla í hana ýmislegum upplýsingum um börnin, madpakka, náttfatapartý og fleira.
Ójá, var ég búin að nefna að við erum á leiðinni til Liverpool, ha ha og ennþá skemmtilegra er að við sjáum Liverpool-Arsenal og vitiði hvar við munum sitja, í THE KOP.
Ok, nóg komið af monti.
Eigið góða helgi og heyrumst aftur á þriðjudaginn þegar við komum aftur frá LIVERPOOL.
Good bye. Ævintýrafararnir.