laugardagur, mars 31, 2007

Með bíl í láni

Aftur komin helgi, vá hvað tíminn er fljótur að líða.

Annars er allt fínt að frétta, fengum Hafdísi, Leif og börn í heimsókn í gær en þau fljúga til Íslands í dag. Þau eru svo yndisleg að lána okkur bílinn sinn á meðan á Íslandsdvöl stendur þannig að nú höfum við bíl í 3vikur, jjjjjiiiiibbbbíííí. Ísak er að fermast og ætla þau að eiga kósí stund í bústað á Íslandinu allar 3 vikurnar, geggjað kósí.

Vorum með rúmlega 1 árs næturgest en hann Sindri Rafn, Ragnheiðar og Ingvasonur gisti hjá okkur meðan foreldrarnir skelltu sér á tónleika. Ragnheiður er systir hans Eyjó sem er giftur henni Lilju systir minni og búa þau hérna á kolleginu.

Ætlum annars bara að njóta veðurblíðunnar en veðrið er búið að vera yndislegt síðustu daga. Eigið góða helgi og farið varlega. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, mars 28, 2007

Sólin skín og sá litli með hita, aftur!!!

Á flotta mótorhjólinu sínu

Vill nú byrja á því að óska henni Sigrúnu, bróðurdóttur Jóa enn og aftur til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í fimleikum en hún landaði þeim titli síðustu helgi.

Svo fengum við sorgarfréttir í gær frá Íslandi en hann Bóbó gamall frændi okkar lést í fyrradag en hann var kominn með krabbamein. Hún Birta mín var í miklu uppáhaldi hjá honum og hann hjá henni. Bóbó verður jarðaður á laugardaginn.

Áttum annars ágætis afslöppunarhelgi og vorum nú mest megnis inni vegna veikinda AR en börnin voru nú dugleg að vera úti að leika sér. Fengum reyndar stutta og skemmtilega heimsókn en Eyjó mágur var á leið til Þýskalands og millilenti hérna í nokkra tíma, bara gaman.

Sá stutti var nú orðinn hitalaus á sunnudag en fékk svo þessa miklu magakveisu á mánudag að hann varð að vera heima hjá pabba sínum. Fór svo til dagmömmunnar í gær og svo seinnipartinn fórum við með hann í 1 árs skoðun og sprautu og viti menn. Fékk ég ekki bara hringingu frá dagmömmunni í morgun að hann væri kominn aftur með hita, urrrrr. Var reyndar í skólanum á fyrirlestri þannig að það gerði nú ekki mikið til en ég verð í skólanum næstu tvo daga. Vonandi losnar hann fljótt við þennan hita, erum að verða vitlaus að hanga hérna inni í sól og blíðu með litinn geðvondan kút.

Alveg típiskt að þegar það er indkald í skólann þá fara allir á leikskólanum sem ég er að vinna á í leikhús og svo er kveðjuveisla fyrir einn af mínum uppáhalds gaurum þar en þetta er hans síðasta vika því hann er að flytja í burtu, frekar svekkjandi.

Annars er veðrið alveg frábært þessa dagana, sólin skín og allir brosandi út að eyrum.
Sólarkveðjur frá Ævintýraförunum.

föstudagur, mars 23, 2007

Vorið er komið

Þá erum við búin að fá smá kulda og svo er hitinn kominn aftur og á að hitna enn meira næstu daga, jibbí. Það versta er að AR er með mikinn hita og er búinn að vera með hann frá afmælisdegi sínum. Annars áttuð við voða kósí afmælisdag með honum þar sem hann fékk köku og blés á kerti, reyndi reyndar að grípa í það en það slökknaði að lokum og svo voru pakkarnir opnaðir. Stefnum á það að halda veislu fyrir hann þarnæsta laugardag í börneruminu, það var því miður ekki laust núna um helgina.

Annars er allt fínt að frétta af okkur hérna í Kaupmannahöfninni. Margt á dagskrá á næstunni sem okkur hlakkar mikið til t.d.;
Svíþjóðarferð í næsta mánuði þar sem við ætlum að eyða páskunum með Írisi Gyðu frænku og fjölsk.
Bústaðarferð í byrjun maí með Kollu og fjölsk.
5 dagar í London um miðjan maí þar sem við kærustuparið ætlum að hygge okkur ásamt litla krúttinu okkar. Stóru börnin fara með pabba sínum og kærustu hans til Århus og dvelja þar í viku.
Svo er það auðvitað Íslandsferð í lok júní þar sem við dveljum í 3 vikur.
Og svo hljótum við að finna upp á einhverju í millitíðinni. Vonandi fáum við líka einhverja í heimsókn, alltaf heitt á könnunni og kaldur í ísskápnum.

Annars ætlum við bara að slappa af um helgina, þar er ekki mikið hægt að gera þegar maður er með veikt krútt hérna heima, það versta er að það er spáð svo góður veðri, buhu.

Ætlum allaveganna að horfa á Scenen er din í kvöld sem er svona fjölskylduþáttur þar sem er keppt er í t.d. barnasöng, dansi og fl. en sonur vinnufélaga míns er að keppa, hann Roberto er 12 ára og er að syngja í barnasöngnum, spennó spennó. Mamma hans er pædagog á stofunni við hliðina á minni og amma hans er á minni stofu og voru þær að springa úr spenningi í morgun. Þær verða nátturlega í salnum og er amma hans búin að vera að búa til risastór hjartaspjöld með nafninu hans á.

Jæja, þarf að skella kjúllanum inní ofn.
Góða helgi. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Enn fleiri afmæli.

Hugsa sér að litli kúturinn okkar sé 1 árs í dag. Finnst eins og hann hafi fæðst í síðustu viku. Hann var klipptur í gær og mætti megaflottur á legestuen í dag með köku handa dagmömmunum og ávaxtastangir handa börnunum.

Nýfæddur
Sex mánaða

1 árs


Svo á prinsessan okkar á Íslandi hún Ásrún Ýr líka afmæli í dag. Hún er hvorki meira né minna en 5 ára. Innilega til hamingju með daginn elsku Ásrún Ýr okkar. Hlökkum svo mikið til að hitta þig í sumar.



Síðast og ekki síst á hann elskulegi pabbi minn 50 ára afmæli í dag. Stal þessari flottu mynd af honum hjá henni Lilju systir.
INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU PABBI, TENGDÓ OG AFI.
VIÐ ELSKUM ÞIG.
Já og svo viljum senda henni Helgu afmæliskveðju en hún er dóttir Huldu og Palla, vinafólks okkar. Helga er 4 ára í dag.
Jæja, nú á að blása á kertið. Bæjó. Ævintýrafararnir.





sunnudagur, mars 18, 2007

Mörg eru afmælisbörnin í dag.

Til hamingju með 27 ára afmælið elsku besta systir, mágkona og frænka.

Til hamingju með 79 ára afmælið elsku Auður amma og langamma.

Til hamingju með 2 ára afmælið elsku María Ósk, Dagrúnar og Steinsdóttir.
Í dag á Gústi Sæm, gamall bekkjarfélagi minn, líka afmæli og frænka mín; fegurðardrottningin og flugumferðarstjórinn Sif Aradóttir og óskum við þeim auðvitað líka til hamingju. Gústi 33 ára og Sif 22 ára.
Svo var það hún Hrafnhildur systurdóttir Jóa sem varð 14 ára þann 12. mars og svo fermdist hún í gær. Innilega til hamingju með þetta allt saman.
Kveðja frá okkur í Höfninni. Ævintýrafararnir.

föstudagur, mars 16, 2007

Sól og blíða í Höfninni

Föstudagur, aftur.
Vorum að skella í okkur KFC mat og mikið ansk... er þetta nú ekki eins og gott og á landinu góða. Það þýðir ekki að væla yfir því, höfum þá bara nóg að hlakka til þegar við komum í sumar.

B. kom með mér í vinnuna á þriðjudaginn síðasta og skemmti sér að ég held mjög vel. Náði góðu sambandi við tvær stelpur á stofunni minni og vildi svo alls ekki koma heim þegar ég var búin að vinna, svo gaman var þetta. Svo fór hún með leikskólanum upp í sveit á miðvikudeginum að skoða fullt af dýrum, alltaf jafn gaman að því. Svo er nú skottan okkar virkilega hamingjusöm þessa dagana því Mikal, færeyski besti vinur hennar, er kominn aftur frá Færeyjum en hann og fjölskylda hans hafa verið þar síðan í desember.
K. kemur svo með mér í vinnuna á mánudaginn því það er frí í skólanum og lokað á fritids. Þetta er ekkert smá kammó vinnustaður og ekkert mál að fá að taka börnin sín með annars slagið.

Er búin að vera frekar slöpp og full af hori þessa vikuna, akkurat þegar veðrið er búið að vera frábært. Á nú reyndar að koma smá vetur aftur í næstu viku en við vonum bara að það sé kjaftæði.

Það styttist nú aldeilis í að litli prinsinn okkar verður 1 árs en það er á miðvikudaginn. Erum búin að kaupa handa honum löggumótorhjól sem hann getur setið á. Ó já, var næstum því búin að gleyma að segja ykkur að hann tók sín fyrstu skref á mánudaginn síðasta, er ansi kaldur og sleppir sér bara hvar sem er og ætlar sko bara að labba.

Förum á morgun í skólann hans K. en það eru búnir að vera þemadagar um "barn i gamle dage" og hafa börnin verið að læra hvernig það var að ganga í skóla í gamla daga. K. er búinn að vera duglegur að upplýsa okkur um hitt og þetta þannig að það sést allaveganna að hann hlustar eftir.

Eigið góða helgi. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, mars 11, 2007

Halló kalló bimbó

Jói þakkar öllum afmæliskveðjurnar sem hann fékk. Knús knús. Það eru nú búin að vera nokkur afmælisbörn síðan. Áslaug Anna vonkona mín og Jæja kona varð 30 ára 7. mars og hélt hún þessa fínu veislu um helgina sem við komumst ekki í því miður. Svo varð Íris Gyða frænka 29 ára líka þann 7. mars. Enn og aftur til lukku báðar tvær.

Já það er búið að vera nóg að gera vinnunni hjá mér, fórum á Arbejdermuseet með helminginn af börnunum á deildinni minni og var það gaman. Borðuðum nesti þar og hygguðum okkur, voða kósí.

Vinnutörninni hjá Jóa er lokið sem betur fer. Er búinn að vera ansi mikið í vinnunni síðustu 3 vikur vegna þess að vinnufélagi hans var í Thailandi.

Fengum foreldra Jóa í heimsókn í gær og þvældumst aðeins með þeim um bæinn. Röltum um Strikið og lentum í miðjum mótmælum á Rådhuspladsen, ekkert smá sérstakt að hafa allan þennan lögregluflota í kringum sig. Buðum þeim svo í mat og fóru þau svo heim í dag en þau eru búin að vera í Roskilde hjá Kollu og co. í viku.

Ótrúlegt að enn ein vikan er að byrja, mikið djö líður vikan hratt.

Kveðja frá Ævintýraförunum.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Jóhann 33 ára í dag

Þessi fallegi og yndislegi maður við hlið mér á myndinni er 33 ára í dag.
Til hamingju enn og aftur elsku ástin mín.
Við fjölskyldan gáfum honum nokkra pakka í morgunsárið sem innihéldu; Singstargræjurnar+anthems, singstar ´80s, skyrtu, náttbuxur, sokka, nærur og belti og svo ætlum við út að borða í kvöld.

Vonandi eigið þið góðan dag.
Ævintýrafararnir.

mánudagur, mars 05, 2007

Eyrnabólgan mætt í litla stýrið

Litla rúsínurassgatið okkar er kominn með eyrnabólgu en tekur henni eins og flestu öllu með jafnaðargeði. Fór með pabba sínum til læknis í morgun og fékk pensilín og vonandi virkar það sem fyrst.
Hann er orðinn svo duglegur að labba með og labbaði hann með mér í morgun þegar ég hélt í aðra höndina á honum, allir þeir hlutir eða húsgögn sem geta færst úr stað röltir hann með á undan sér og vitið þið sem hafa komið til okkar hvað það er nú ekki mikið pláss fyrir svoleiðis stúss en hann lætur það sko ekki stoppa sig. Æi hvað það er gaman að þessu, þessi börn eru bara svo yndisleg.

Fór í mína fyrstu tannlæknisheimsókn í dag síðan ég flutti til DK. Segjum allaveganna svo að ég þarf að mæta aftur en tannlæknirinn minn er karlmaður svona frekar í yngri kantinum, kannski í kringum 40 ára. Hann veðraðist allur upp þegar hann sá nafnið mitt og spurði hvort ég væri frá Íslandi og vildi sko fá að vita hvenær væri best að ferðast til landsins. Síðan byrjar hann að skoða mig og byrjar þetta líka mikla garnagaul hjá kappanum og hann segir "úbbs þetta var víst í maganum á mér" og hló rosa aulalega. Mér fannst þetta bara fyndið og sagði "aha" (gat nátturlega ekkert annað með galopinn munninn): Nei haldiði ekki bara að þetta hafi verið stanslausir garnagaulatónleikar þennan hálftíma sem ég var hjá honum, hann baðst afsökunar fram og tilbaka og lofaði sko að vera búinn að borða næst þegar ég kæmi. Eins og mér væri ekki nákvæmlega sama hvort ég heyrði garnagaul, ég er nú einu sinni Jæjakona.

Jæja, börnin komin í háttinn. Best að fara að glápa á imbann.

Hej hej. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, mars 04, 2007

Afmælisveisla og bíóferð

Kristófer þakkar allar afmæliskveðjurnar og lét þessa yndislegu setningu frá sér eftir að ég var búin að lesa kveðjurnar fyrir hann: "Veistu mamma, ég vissi bara ekki að það væru svona margir sem elskuðu mig" Ekkert smá sætt.
Afmælisveislan gekk vel í gær. Börnin; Kristófer, Birta, Alexandra Líf, Ronja, Þorbjörg Salka, Arnaldur Goði og Khalir fóru í bíó ásamt Jóa og Kollu og skemmtu allir sér rosalega vel en mamman var heima með AR og Kristjönu Elínu. Síðan var komið heim og skellt í sig köku og leikið og seinni partinn kom Hrönn frænka í kaffi. Stóri strákurinn okkar ansi sáttur við daginn og það var víst tilgangurinn með þessu öllu.
Set inn myndir á næstu dögum.
Allt brjálað í Kaupmannahöfninni þessa dagana út af þessu Ungdómshúsi og er þetta orðið frekar þreytandi, vona að þetta hús verði rifið niður sem fyrst.
B. var lasin alla síðustu viku en þegar hún var orðin þokkaleg í auganu á miðvikudag þá fékk hún hita og hausverk. Er ansi spennt að fara í leikskólann á morgun, ansi langt "frí" hjá henni og saknar hún vina sinna.
Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.