mánudagur, nóvember 27, 2006

Gamla settið mætt á svæðið

Jæja þá eru mamma, pabbi og amma mætt á svæðið. Það var nú ekkert lítill spenningur hér á heimilinu í gær þegar vitað var að þau væru á leiðinni. Þau komu með fullt af allskonar góðgæti frá landinu góða, nammi namm.
Tók smá jólahreingerningu hérna í gærmorgun, já það styttist nú ansi í jólin, þau verða komin áður en maður veit af.
Sú stutta gisti með langömmu sinni á hótelinu í nótt. Í dag koma svo Íris Gyða og fjölsk. í heimsókn og seinni partinn ætlum við svo í Tívolíið og kl. 19.00 eigum við pantað borð á einum veitingastaðanna þar og ætlum að fá okkur eitthvað gott að borða.
Já svo er litli frændi í Svíþjóð kominn með það fína nafn, Ísak Örn.

Hej hej. Ævintýrafararnir.

laugardagur, nóvember 25, 2006

Færeysk afmælisveisla


Hún elsku besta frænka hún Bergdís Líf er 10 ára í dag. Til hamingju með afmælið Bergdís Líf okkar, vonandi átt þú frábæran afmælisdag. Og Lilja og Eyjó, til hamingju með skvísuna.
Haldiði ekki bara að við höfum fundið tönn nr. 2 hjá litla pjakk í fyrradag, gaman gaman.
Fórum í 3 ára afmæli til hans Maríus í dag en Maríus er litli bróðir hans Mikal, færeyska vinar hennar B. Fengum þar frábærar veitingar og var gaman að syngja færeyskan, íslenskan, danskan og enskan afmælissöng. Eftir afmælið fórum við svo að fylgjast með því þegar jólaljósin voru kveikt á Amagerbrogade og þegar flotta skrúðgangan kom eftir götunni, bara flott. Það er reyndar ekki mjög jólalegt þessa dagana í Kaupmannahöfninni, rigning nánast dag eftir dag og um 10 stiga hiti.
Erum orðin ansi spennt að hitta mömmu, pabba og ömmu gömlu en þau koma á morgun um hádegisbilið. Það verður frábært að eyða smá tíma með þeim en hann er því miður ekki langur því þau fara aftur heim á miðvikudag en við reyna að nota tímann sem best. Ætla að vera í fríi í skólanum á mánudag, á bara að vera eftir hádegi. Svo fékk ég frí fyrir K. í skólanum og B. verður í fríi fram á fim. Ætla líka að hafa litla stýrið heima á mánudag. Íris Gyða frænka og fjölskylda ætla að koma frá Sverige á mánudag og eyða tíma með okkur, þetta verður bara fjör.
Ójá það er sko gaman að lifa. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Myndatökur út í gegn.

Í gær varð litli stúfurinn okkar 8 mánaða, vá hvað þetta er fljótt að líða.
Í dag fór hann í myndatöku hjá dagmömmunni, það er sko tekin hópmynd af dagmömmunum 5 og öllum börnunum, svo af dagmömmunni og þeim þrem börnum sem er hjá henni og svo einstaklingsmyndir af dúllunum. Hlökkum til að sjá afraksturinn, þetta tekur nátturlega 14 daga eins og allt annað.
Svo fór ég seinnipartinn með börnin mín þrjú út í Amagercenter og lét taka mynd af þeim saman, vá hvað er erfitt að ná þeim öllum þokkalegum á sama tíma en það tókst nú að lokum.
Jói fór með B. til tannsa í morgun, hún var búin að vera að kvarta um verk í tönn en það var ekkert. Tannsi sagði að nú væru tennurnar að losna og það gæti verið eitthvað að trufla hana.
Á föstudaginn er svo myndataka í leikskólanum hjá B. Vona að það komi nú flottar myndir úr því.

Mikið finnst mér vera margt framundan sem ég get látið mig hlakka til, t.d.
Mamma, pabbi og amma koma á sunnudaginn.
Jólahlaðborð í tívolí á mánudag.
Julefrokost með Kollu og vinkonum í Roskilde þann 8. des.
Tónleikar með RED HOT CHILI PEPPERS þann 9. des.
Afmælisveisla Birtu minnar þann 16. des.
Jólafrí frá skólanum þann 20. des.
Flug til Íslands þann 22. des.
Hitta börnin okkar á Íslandi þann. 26. des.
Hitta fjölskyldu og vini á landinu góða og eyða með þeim jólum og áramótum.
Já, ýmislegt fleira framundan, nokkur julefest; í leikskóla, fritidsheimili, mínum skóla, Birtu gymnastik og í Jónshúsi.
Svo ætlar Íris Gyða frænka að koma í heimsókn í næstu viku með nýfædda soninn og Davið Ernir þann stóra líka ásamt pabbanum honum Arnari. Ætla að koma og hitta ömmu og sína henni nýjasta fjölskyldumeðliminn en þau búa í Svíþjóð.
Jæja, sá litli er gjörsamlega búinn að rústa öllu hérna í stofunni á meðan ég er að blogga og hann fer nú bara um á rassinum, bíðum spennt eftir að hann fari að skríða.
Med venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

laugardagur, nóvember 18, 2006

FYRSTA TÖNNIN

Haldiði bara ekki að mamman hafi fundið fyrstu tönnina í gærkveldi, niðri hægri megin. Oh neita því ekki að maður hafi bara klökknað smá, maður verður meirari og meirari með aldrinum greinilega. Tók þessar myndir af litla englinum okkar bara rétt áðan þar sem hann var að leika á gólfinu.

föstudagur, nóvember 17, 2006

Jess ég náði!!!!

Ég er búin að framleggja og fékk ritgerðina mína góðkennda eins og við segjum hérna í Danmörkinni. Vá hvað þetta er mikill léttir. Gekk bara þokkalega að framleggja og ég held að allir hafi bara skilið mig svona að mestu. Kennararnir sögðu bara að ég ætti að tala aðeins hærra, þetta hef ég reyndar ekki heyrt fyrr, tala nú frekar í hærri kantinum en tengi þetta nú bara við stressið. Fékk ok við öll meginatriðin í ritgerðinni og þau bentu mér bara á að láta dana lesa yfir ritgerðirnar mínar í framtíðinni svo ég fái svona danskan brag á hana.
Nú fyrst finnst mér ég geti hugsað til jólanna og til þess að mamma og þau eru nú bara að koma eftir 9 daga.
Fór nú reyndar út að borða í gær og tók strákana mína með og hittum þar góðan hóp af íslendingum sem ég minntist á í síðasta bloggi. B. og J. voru heima vegna ælupestar þeirrar stuttu. Kom heim úr leikskólanum um morguninn. Aftur að matnum þá var þetta ansi athyglisverður matur, fékk mér krókódíl í forrétt og nautasteik í aðalrétt. Vildi bíða með að fá mér svona sérstakan aðalrétt þangað til unnusti minn kemur með mér. Hin fengu sér ýmist krókódíl, strút eða kengúru og smökkuðum við öll hjá hvort öðru. Þetta smakkaðist allt rosalega vel á hvert sinn máta og mæli ég sko með þessum veitingastað.
Ætlum að reyna að hitta á rangæingana Hafdísi, Leif og ormana þeirra eitthvað um helgina. Þau eru hérna í Köben á hálfgerðu ættarmóti, þ.e. systkin Hafdísar og makar þeirra og börn ásamt mömmu hennar.
Stefnt er bara á rólega helgi hér á heimilinu. Ætlum að halda upp á ritgerðaráfangann minn annað kvöld, borða góðan mat og kannski fá okkur smá rauðvín með.
Eigið góða helgi og farið nú varlega. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Fyrirfram jólagjöf.

Óli mágur Jóa var afmælisbarn gærdagsins. Hann varð 34 ára gamall. Innilega til hamingju með gærdaginn elsku Óli.
Jæja, nú er ég búin að skila ritgerðinni minni og nú erum við 3 í hóp sem erum að finna sameiginleg atriði í ritgerðum okkar og finna nokkrar spurningar sem við spyrjum aðra 3 út í þeirra ritgerðir. Á fimmtudag eigum við að spyrja og á föstudag nákvæmlega kl. 9,45 eigum við að framleggja okkar ritgerðir, svara spurningum og fá gagnrýni.
Hitti vinkonur mínar þær Siggu og Sólrúnu í gær og fór með þeim aðeins að versla í FIELDS. Ætlum svo á fimmtudag að fara út að borða ásamt Huldu og Palla og Kalla bróður Sólrúnu og danskri kærustu hans. Ætlum að fara á ástralskan veitingastað við Rådhuspladsen sem býður meðal annars upp á krókódíl, kengúru og emu þannig að þetta verður ansi spennandi.
Fórum í dag að skrá Birtu í skóla á næsta ári. Settum í séróskir að hún fari í sama bekk og færeyski vinur hennar Mikal. Mikal´s foreldrar gerðu hið sama.
Haldiði ekki bara að minn elskulegi unnusti hafi dregið mig með sér í dag og keypt handa mér þennan flotta leður skrifborðsstól til að hafa við tölvuna, svona fyrirfram jólagjöf. Smá munur frá garðplaststólnum sem við höfum notað.
Jæja, er að elda grjónagraut handa liðinu. B. og Jói eru í gymnastik og strákarnir mínir eru að horfa á teiknimyndir þó aðallega K.
Þangað til næst. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Ritgerðin tilbúin og allt í stressi

Jess, er loksins búin með ritgerðina. Miklu fargi af mér létt. Stressið er reyndar ekki alveg úr sögunni því næst á dagskránni er að skila ritgerðinni inn í fyrramálið, svo er að undirbúa kynningu á henni sem á að taka 5 mín. Ó mæ god, að standa fyrir framan bekkinn og tala í 5 mín og svara svo spurningum. Ef ég á ekki eftir að deyja úr stressi þá heiti ég Þuríður. Annaðhvort á fim eða fös á ég að kynna "meistaraverkið", fæ að vita það í fyrramálið.
Fórum í matarboð í gærkveldi til Eiríks og Guðfinnu. Borðuðum klikkaða nautalund sem við reyndar komum með sjálf en Eiríkur eldaði á meistaralegan máta og drukkum rauðvín með. Síðan var spjallað og drukkið fram á kvöld á meðan börnin léku sér og gláptu á tv. Vorum að skríða heim rétt eftir miðnætti þannig að það var sofið fram eftir morgni, sko bara sumir.
Í dag var ég svo bara hérna heima að vinna í ritgerðinni og Jói fór með börnin á flakk svo ég fengi frið, hann er svo yndislegur þessi elska.
Vinkonur mínar þær Sigga og Sólrún mættu víst til Köben í dag og ætla vera hér í nokkra daga. Ætla að reyna að hitta eitthvað á þær á morgun og trufla þær aðeins við innkaupin.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Einmitt, já já

Ritgerðarsmíðin gengur svona upp og ofan, ætla mér að klára að skrifa fyrir lau svo ég geti fínpússað hana yfir helgina. Veit ekki hvort ég sé að skilja efnið nógu vel en það á bara eftir að koma í ljós, þetta er nú einu sinni mín fyrsta danska ritgerð.

Fórum með K. til barnalæknis í morgun, sá gerði allskyns próf á honum, þroska og líkama. Næst á dagskrá er að læknirinn fer í heimsókn á fritidsheimilið hans K. og fylgist með honum þar. Við eigum svo að mæta án K. til hans þann 28. nóv og þá fáum við að vita hvað hann telur vera að eða ekki. Reyndar er K. orðinn mun betri í að leika við börn en það vantar ennþá talsvert upp á það sem við teljum "normal". Fengum að vita hjá Henrik, einum af starfsmönnum á fritids og sá sem hefur verið mest í þessu með okkur, að K. stóð sig rosalega vel í koloniferðinni og var virkilega duglegur að taka þátt í ýmsum leikjum og uppákomum með hinum börnunum, vonandi er þetta allt að koma.

Það styttist í hinar og þessar heimsóknir Íslandsbúa hingað í höfnina, vinkonur mínar, þær Sigga og Sólrún koma núna á sun. og verða fram á föst. Á mið, eftir viku koma svo hjónakornin, ha ha (hjóna) Hulda og Palli og verða, ja ég veit bara ekki hvenær þau fara heim. Svo koma mamma, pabbi og Erla amma sun 26. nóv og verða fram á mið 29. nóv. Stutt stopp en vonandi skemmtilegt, allaveganna eru við öll mjög spennt þó sérstaklega yngstu krílin.

Jæja, ég á víst að vera gera allt annað en að blogga þannig að nú segi ég stopp.

Farvel. Ævintýrafararnir.

mánudagur, nóvember 06, 2006

Ritgerðarsmíð



Helgin var fín. Fjölskyldan frá Roskilde kom í heimsókn og drógum við þau með okkur í sviðaveisluna. Þar fengum við BARA kræsingar, nammi namm.

Um 21 leytið drifu þau sig heim ásamt Jóa og börnum en þá lá leið mín í Jónshús þar sem ég lenti í þessari fínu afmælisveislu. Skellti í mig nokkrum öllurum og skotum og svo lá leiðin á einhvern skemmtistað en ég ákvað nú bara að drífa mig heim sem ég sá nú ekki eftir á sunnudeginum.

Svíþjóðarbúarnir Íris Gyða frænka og Arnar hennar eignuðust dreng síðastliðinn laugardag og gekk víst allt eins og í sögu. Enn og aftur, innilega til hamingju.

Já, í dag var stóri dagurinn. Fyrsti skóladagurinn eftir fæðingarorlof. Byrjaði svo sem ekkert sérstaklega vel, ég settist inn hjá vitlausum bekk en endaði að lokum í réttum, B klass. Ég kynnti mig auðvitað eins og góðum íslendingi sæmir, líst mjög vel á bekkjarfélaga mína svona í fljótu bragði, fleiri þjóðerni en bara danir, t.d. tyrki og ein sem ég spjallaði mikið við en hún er líka ný og kemur frá Eystlandi. Var einnig að koma úr fæðingarorlofi. Nú er það bara að bretta upp ermarnar og skrifa eitt stk. ritgerð og skila henni á mánudagsmorgun kl. 9.00. Ef ég á ekki eftir að vera með skitusting og andvökunætur næstu daga þá veit ég ekki hvað. Til að byrja með hef ég ekki skrifað ritgerð í svona c.a. 10 ára og þar að auki ekki á dönsku en ÞETTA REDDAST.

Erum að fara á eftir í Sönderbroskole með B. og kíkja á börnehaveklassen. Sjá hvar hún verður þegar hún byrjar í skólanum og svo eigum við að skrá hana í skólann og á fritidsheimili. Eins gott að gera þetta strax, ekki nema 9 mánuðir þangað til hún byrjar, ha ha.

Jæja, best að hætta þessu bulli og að demba sér í lærdóminn. Farvel. Ævintýrafararnir.

föstudagur, nóvember 03, 2006

DEAL/NO DEAL

Vá hvað það styttist í skólagöngu mína, bara 3 dagar. Er orðin rosa spennt, kvíðin og bara allur pakkinn. Soldið sérstakt að fara í nýjan bekk, hitta og kynnast 25 nýjum manneskjum. Fékk sendar myndir af þeim svo ég geti séð hverju ég á von á.
Er búin að fara með AR í nokkra hjólatúra, þ.e. með hann í stólnum aftaná. Honum finnst þetta voða gaman, spjallar bara og syngur. Reyni að setja hérna inn mynd á næstu dögum, hann er BARA fyndinn með þennan hjálm. Er rosalega kvefaður þessa dagana, það er svona að byrja hjá dagmömmu og vera í kringum önnur börn.
Við gamli fórum í gær á fund í leikskólanum. Fundarefnið var hvort B væri tilbúin í skóla á næsta ári. Ójá, hún er sko tilbúin. Pædagogurinn sagði að hana vanti eitthvað til að nota heilann í, er stanslaust að skrifa og teikna. Tekur líka vel eftir og kann allt sem börn þurfa að kunna, t.d. klæða sig og skeina. Fengum að vita að hún er á fullu allan daginn, stoppar helst ekki og ef hún leggst niður til að hvíla sig er það í 10 sek. Hún leikur helst ekki við stelpur, þær eru bara ekki nógu spennandi.
Helgin verður frekar annasöm hjá okkur.
Á morgun fer gamli með Kollu systur sinni og Óla mág hérna í sjónvarpsstúdió þar sem er verið að velja þátttakendur í þáttinn DEAL/NO DEAL. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er þetta svo peningakeppnisþáttur og ef vel gengur getur maður unnið mest 2 milljónir danskar. Kolla tekur Jóa og Óla með sér sem gesti, vonum bara það besta. Ég verð með prinsessurnar þeirra á meðan, það verður fjör.
Svo ætlar Anette skólafélagi minn að koma í heimsókn með dóttur sína, ég ætla að spyrja hana spjörunum úr í sambandi við praktikopgaven sem ég á að skrifa, hún var nefnilega með mér í bekk og er búin að þessu fyrir löngu síðan.
Um 18:00 er okkur svo boðið í sviðaveislu á Vesterbrogade. Þar hittast íslendingar og kannski nokkrir danir og borða svið, kjötsúpu, slátur, harðfisk og fullt af ýmsu góðgæti í boði Helga og fjölskyldu. Jói er búinn að vera að redda Helga ýmsum hráefnum fyrir veisluna.
Seinna um kvöldið er okkur svo boðið í 35 ára afmælið hennar Heiðrúnar en það er haldið í Jónshúsi. Í þetta sinn ætla ég að fara ein því pössun er bara ekki á hverju strái hérna.

Jæja, þetta verður ekki lengra að sinni.
Farið varlega um helgina. Ævintýrafararnir.