Í gær varð litli stúfurinn okkar 8 mánaða, vá hvað þetta er fljótt að líða.
Í dag fór hann í myndatöku hjá dagmömmunni, það er sko tekin hópmynd af dagmömmunum 5 og öllum börnunum, svo af dagmömmunni og þeim þrem börnum sem er hjá henni og svo einstaklingsmyndir af dúllunum. Hlökkum til að sjá afraksturinn, þetta tekur nátturlega 14 daga eins og allt annað.
Svo fór ég seinnipartinn með börnin mín þrjú út í Amagercenter og lét taka mynd af þeim saman, vá hvað er erfitt að ná þeim öllum þokkalegum á sama tíma en það tókst nú að lokum.
Jói fór með B. til tannsa í morgun, hún var búin að vera að kvarta um verk í tönn en það var ekkert. Tannsi sagði að nú væru tennurnar að losna og það gæti verið eitthvað að trufla hana.
Á föstudaginn er svo myndataka í leikskólanum hjá B. Vona að það komi nú flottar myndir úr því.
Mikið finnst mér vera margt framundan sem ég get látið mig hlakka til, t.d.
Mamma, pabbi og amma koma á sunnudaginn.
Jólahlaðborð í tívolí á mánudag.
Julefrokost með Kollu og vinkonum í Roskilde þann 8. des.
Tónleikar með RED HOT CHILI PEPPERS þann 9. des.
Afmælisveisla Birtu minnar þann 16. des.
Jólafrí frá skólanum þann 20. des.
Flug til Íslands þann 22. des.
Hitta börnin okkar á Íslandi þann. 26. des.
Hitta fjölskyldu og vini á landinu góða og eyða með þeim jólum og áramótum.
Já, ýmislegt fleira framundan, nokkur julefest; í leikskóla, fritidsheimili, mínum skóla, Birtu gymnastik og í Jónshúsi.
Svo ætlar Íris Gyða frænka að koma í heimsókn í næstu viku með nýfædda soninn og Davið Ernir þann stóra líka ásamt pabbanum honum Arnari. Ætla að koma og hitta ömmu og sína henni nýjasta fjölskyldumeðliminn en þau búa í Svíþjóð.
Jæja, sá litli er gjörsamlega búinn að rústa öllu hérna í stofunni á meðan ég er að blogga og hann fer nú bara um á rassinum, bíðum spennt eftir að hann fari að skríða.
Med venlig hilsen. Ævintýrafararnir.