miðvikudagur, janúar 31, 2007

Fyrsti vinnudagurinn

Fyrsti vinnudagurinn á morgun og ég er spennt. Soldið kvíðin en spennt. Verð að vinna 9-16 og líka á föstudag.
Fór í skólann í dag á fyrilestur um foreldrasamvinnu, þ.e. samvinnu milli okkar pædagoganna og foreldra, og var hann mjög fróðlegur þar sem ég á eftir að eiga margar þesslags í framtíðinni, bæði góðar og slæmar. Eftir fyrirlesturinn hittumst við í bekknum sem erum að fara að vinna á leikskóla en við verðum í svokölluðum praktikhóp og gerum saman ritgerð sem við eigum svo að framleggja í júní og er það prófverkefni okkar þessa önn.
Fórum með litla krúttið okkar til dokksa í dag til að láta hann athuga hvort litla kroppinn hans vanti járn en dokksi sagði það væri bara kjaftæði þetta járntal í hjúkkunum, ef hann borðar mat eins og við þá er hann í góðum málum. Hann þarf bara að sofa frekar mikið og þannig er það bara.
Fengum bréf í dag um það að B. sé komin með pláss á fritidsheimilinu sem við sóttum um, þ.e. á efstu hæðinni í leikskólabyggingunni sem hún er á núna. Ó mæ god, litla snúllan okkar að byrja á fritids 1. maí og hún sem er nýfædd.
Fékk nokkur komment í dag í skólanum um leikinn í gær, aðallega: Audur, sástu leikinn í gær? og svo bara hlegið. Ég kom nátturlega viðkomandi í skilning um það að sigurinn hefði eins getað lent okkar megin og auðvitað þorði hann ekki öðru en að jánka því. Já á svona stundum ver maður sko sína þjóð með kjafti og klóm!!!
Jæja, best að fara að koma sér í ró og knúsa kallinn.
Hej hej. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Svekkelsi dauðans

Vá hvað ég er svekkt núna. Er með svaka magaverk af svekkelsi. Nú rignir inn sms frá vinkonum mínum hér í DK og hafa þær mikið gaman af, helv...... danir!!!

föstudagur, janúar 26, 2007

Roskilde, her kommer vi!!!

Litla montrassgatið okkar

Er núna að hlusta á Sálina og Sinfó, vá gæsahúð. Svekkelsi að missa af þessum tónleikum, maður fær svona fyllerísfíling. Væri til í að vera í útilegu í lopapeysu og gúmmískóm með ástinni minni og jæjakvensum, draumur draumur, en vonandi kemur einhvern tíma að því. AR lasaríus er að fíla þetta í botn, dansar hérna við tónlistina, er greinilega með góðan smekk. Hinir í familíunni eru í sundi og koma bráðum heim eflaust glorhungruð.
Ég fór í heimsókn í morgun á tilvonandi vinnustað minn og mér leist alveg rosalega vel á þetta. Það tekur mig u.þ.b. 10 mín að hjóla þangað þannig að strætó/lestarkortið fær núna 6 mánaða pásu. Ekkert smá næs starfsfólk þarna og gerði nátturlega endalaust grín að því þegar ég sagði nafnið mitt, vá af hverju gat ég ekki bara heitið einhverju einföldu nafni, danirnir meika bara ekki að segja ð, það er bara ekki til í þeim. Þeir bera nafnið mitt fram svona: ÁDUR. Þetta er rosalega stór staður með 102 börn, 3 leikskólastofur og 3 vöggustofur en ég verð á leikskólastofu. Ég rosalega vinsæl þurfti að spyrja strax um hvort ég gæti ekki örugglega fengið sumarfrí fyrstu 3 vikurnar í júlí svo við kæmumst til Íslands og það var bara ekkert mál, bjóst nú við að það yrði erfiðara en svo en þau voru mjög skilningsrík, alveg hreint frábært. Svo byrjar gleðin 1. febrúar og er ég mjög spennt.
Já talandi um Ísland. Við gerðum okkur lítið fyrir og pöntuðum flug til Íslands í sumar, komum fös. 29. júní og förum aftur fös. 20. júlí en K. og B. verða lengur hjá pabba sínum. Þannig að ef þið vitið um einhvern sem vill leigja íbúðina okkar á þessum tíma endilega hafið samband.
Erum að fara á morgun til Roskilde til Kollu og co. og ætlum að hygge okkur saman með þeim. Ætlum að elda þessa risastóru önd sem J.fékk í jólagjöf og líka hangikjöt sem Kolla og Óli komu með frá Íslandi um jólin, þetta verður eflaust mega matarveisla og eflaust renna nokkrir kaldir niður seinna um kvöldið, jafnvel verður skellt sér í pílu út á svölum. Ætlum að gista í þetta skiptið því síðasti strætó fer frá þeim kl. 22 og þá erum við nátturlega rétt að komast í gang.
Jæja, verð að fara að huga að matnum svo ég verði ekki tekin í gegn af hungruðu sundgörpunum.
Eigið nú góða helgi og passið ykkur á bílunum. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Syngjandi hér, syngjandi þar.....

Svona leit Kaupmannahöfn út í gær
Vil byrja á því að þakka öll kommentin sem ég fékk vegna próflokanna, þið eruð yndislegar.
Er með AR lasaríus heima í dag, er með hita og kvef. Leyfði B vera heima í dag vegna þess að við ætluðum sko aldeilis að dúlla okkur við kuldaskóakaup og fleira en veit ekki hvernig það fer fyrst að guttinn er lasinn, ætli við skellum okkur bara ekki út á eftir þegar Unnustinn vaknar.
Já talandi um Unnustann. Haldiði ekki bara að hann sé búinn að skrá sig í söngnám og byrjar 7. febrúar. Langþráður draumur að rætast hjá þessari elsku. Skólinn heitir Rytmisk Center og er á Vesterbrogade og mætir hann einu sinni í viku, tæpa tvo tíma í senn.
Nóg að gera hjá K þessa dagana, fór á skauta á mánudag og sund í gær með fritids og eru þetta fastir liðir fram á vor, veitir ekki af að losna við orkuna á einhvern hátt.
Og já í sambandi við þennan blessaða handbolta. Mér finnst soldið skrítið að nú þegar ég er búin að búa í DK í 1 ár og 7 mánuði þá er ég farin að halda meira með Danmörku en Íslandi. Maður er nátturlega ekkert með á nótunum hvað er að gerast á klakanum nema að maður lesi mbl.is þannig að ósjálfrátt dregst maður inn í þetta á þennan máta, allaveganna yrði ég svekktari ef Danir dyttu út en Ísl. Auðvitað blundar alltaf Íslandsástin í manni en þegar maður er ekki með þetta allt í kringum sig er auðvelt að hleypa einhverju nýju inn, æi það er svo erfitt að útskýra þetta. Ennnn ég veit samt ef Ísland og Danir keppa á móti hvort öðrum þá er Íslendingablóðið sterkara.
Amma, pakkarnir voru að koma. Takk kærlega fyrir. Þú ert best.
Jæja það þýðir víst ekkert að hanga í tölvunni í allan dag.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

mánudagur, janúar 22, 2007

GODKENDT

Komin heim sátt við lífið og tilveruna.
Okkur gekk bara þræl vel, töluðum svo mikið að við gátum ekki farið í gegnum helminginn sem við vorum búnar að æfa okkur fyrir en gátum svarað öllum spurningunum og hefðum getað talað allan daginn þessvegna, kennararnir ráku okkur næstum því út því næsti hópur átti að komast inn. Já fengum godkendt sem var jú tilgangurinn með þessu öllu.
Er nú í fríi fram á fimmtudag en þá byrjar undirbúningurinn fyrir praktik í sex mánuði en ég fer í heimsókn á föstudaginn á vinnustaðinn minn, hlakkar bara til, verður bara spennó.
Við fjölskyldan ætlum að skella okkur út að borða í kvöld í tilefni dagsins.
Takk fyrir hvatningarkveðjurnar þið skvísur sem kommentuðu hjá mér og Hafdís, betra er seint en aldrei.
Hej hej. Ævintýrafararnir.

Prófið kl. 9:45.

Jæja, þá er komið að því. Viljiði senda mér góða strauma kl. 9:45 í dag því þá fer ég í prófið Kl. 10:30 veit ég hvort ég náði eða ekki.

Farvel.

sunnudagur, janúar 21, 2007

2-0

ÞARF AÐ SEGJA EITTHVAÐ MEIRA



laugardagur, janúar 20, 2007

Pöbbaferð í rigningu


Hún Sigga sæta, jæjakona með meiru og ættuð frá Vetleifsholti, á afmæli í dag, er aðeins 34 ára. Innilega til hamingju með daginn elsku vinkona og hafðu það sem allra allra best í dag og alla daga.

Mikið djö.... getur rignt mikið, það er alveg með ólíkindum. Það er varla að maður nenni út í þetta veður ennnnnn við erum að fara á pöbb eins og ég sagði í síðasta bloggi, jibbí smá frí þótt það sé ekki nema í 3-4 tíma. Vona nú að við fáum að sjá vinningsleik í dag, bara svona í tilefni dagsins. Eins og sést er letur dagsins í viðeigandi lit.

Fór í sumaklúbb á fimmtudaginn síðasta en kvensurnar hérna á kolleginu hafa verið með svoleiðis í gangi og buðu mér að vera með. Ekkert smá fínt að komast aðeins út frá börnum og heimili og tala af sér vitið og ég tala nú ekki um fínu veitingarnar sem maður skellir nú í sig.

Jæja best að fara að gera börnin reddí og finna til regnhlífarnar.

ÁFRAM LIVERPOOL. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Köku og ananas át


Við Ari Rafn fengum hjúkku í heimsókn til okkar í morgun. Tilgangur heimsóknar hennar var að meta þroska litla manns og upplýsa okkur foreldrana um hitt og þetta sniðugt. Eitthvað var hún nú ekki ánægð með hvað hann er alltaf þreyttur og vill að við förum með hann til dokksa og látum mæla í honum járnið. Annars var hún hæstánægð með piltinn og fannst hann nátturlega yfirnáttúrulega fallegur og skemmtilegur sem okkur kom nú ekkert á óvart. Kappinn er nú 76 cm og um 11 kg.

Ég var að koma heim frá kaffidrykkju, köku og ananas áti en við 3 vinkonurnar og bekkjarfélagarnir hittumst til að undirbúa okkur undir stóra prófið á mánudag og ákveða hver segir hvað. Krotuðum líka 3 atriði á blað sem við viljum gjarnan ræða um í prófinu þannig að við stjórnum soldið prófinu sjálfar með því. Annars er ég bara heima núna þessa dagana að lesa og aftur lesa um allt sem ég get nýtt mér í þessu blessaða prófi.

Erum búin að fá pössun fyrir börnin hjá Hrönn frænku á laugardag um miðjan daginn en við skötuhjúin ætlum að skella okkur með Kollu og Óla á pöbb og horfa á Liverpool taka Chelsea í nefið ha ha (jeg håber). Smá kvolítítæm hjá okkur kærustupörunum og frí hjá börnunum.

Er einhver sem les þetta sem veit hvenær þorrablótið verður hérna í Köben?

Jæja, best að gera eitthvað að viti.

Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Allt of langt síðan

Já já, ég veit að það er langt síðan.
Það er allt fínt að frétta af okkur hérna í Höfninni. Ég er búin að vera í rúma viku í opgaveskrivning með tveim öðrum úr bekknum og skiluðum við ritgerðinni inn í gær. Nú höfum við tæpa viku til að undirbúa okkur fyrir framlæggelse og munnlegt próf sem við förum í næsta mánudag, kl. 9:45. Er orðin frekar spennt og hlakka meira til en að kvíða fyrir.
Húsbóndinn á heimilinu alltaf jafn kátur, vinnur, syngur og hugsar um okkur og heimilið þegar mamman þarf að fá frið til að stunda námið.
Kristófer er duglegur í skólanum, leggur sig mikið fram og við fáum annarslagið skilaboð heim að hann standi sig virkilega vel og sé duglegur. Síðustu daga hefur hann verið að lesa fyrir okkur hérna heima og verður sleipari og sleipari í því. Er alltaf að æfa sund og fékk diploma síðast fyrir að synda 25 metra bringusund án kúta. Byrjar á framhaldsnámskeiði næsta föstudag og svo fer hann líka alltaf í sund með frítiðsheimilinu á þriðjudögum þannig að við erum að rækta hér eitt stk. sundkappa.
Birtan okkar alltaf jafn kát. Er í skólahóp í leikskólanum á hverjum degi og eru þau að læra hitt og þetta sem tengist skólagöngu og undirbúa sig fyrir "stóra skólann". Þau fóru í heimsókn í børnehaveklassen í skólanum og þeim var boðið að koma upp á töflu og skrifa eitthvað. Mín var ekki lengi að rétta upp hendina og snaraði sér upp ásamt einni annarri en hún sagði að hinir væru svo feimnir að þeir þorðu því ekki, sérstaklega ekki strákarnir. Okkur finnst hún vera orðin svo spennt fyrir skólanum að hún vill helst byrja strax, er orðin soldið leið á leikskólanum. Er á miklu gelluskeiði þessa dagana, alltaf að mála sig með meiköppinu sem hún fékk í jólagjöf og spáir mikið í því hvort hún sé ekki fín og sæt. Erum að reyna að koma henni í danskóla eða á einhver námskeið tengd dansi en það ætlar að verða erfitt, er komin á biðlista þannig að nú bíðum við bara.
Af litla dýrinu honum Ara Rafni er nú bara margt og mikið að frétta af. Kominn með fjórar tennur, skríður hér útum allt tætandi og fiktandi í öllu og þar að auki fengum við létt sjokk fyrir nokkrum dögum síðan þegar litli stubbur stendur allt í einu upp fyrir framan okkur. Hann var við kistuna, togaði sig upp og endurtók leikinn tvisvar. Erum reyndar búin að fara með hann til dokksa því hann hóstar alltaf jafn mikið og fengum við meira asmameðal handa honum, vonandi virkar það.
Ég lofa að láta ekki svona langan tíma líða á milli blogga, þetta er bara svona stundum.

Biðjum að heilsa öllum. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, janúar 07, 2007

Vi er tilbage

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Erum komin heim aftur eftir yndislega Íslandsför. Setti hérna inn nokkrar myndir sem eru frá dvölinni:



Sjáiði bara hvað við erum rík



Borgarsandsbarnabörnin


Jólin

Afmælisveisla fyrir frænkurnar, Birta 5 ára og Magdalena 4 ára


Jólakrútt sem byrjaði að skríða

Skírn Kristjönu Elínar

Ævintýraferð til Ellu og Guðrúnar í Sandgerði, m.a. björgun á

fuglsunga......

..... og skoðun á strandskipi




Fallegu stelpurnar okkar

Og sætustu strákarnir okkar

Já, það var sko nóg að gera. Eyddum aðfangadegi heima hjá mömmu og pabba ásamt Erlu ömmu og Ara brósa þar sem pakkafjöldinn var yfir 100, ójá. Borðuðum hrikalega góðan hamborgarahrygg og með því og höfðum það bara rosalega fínt. Vorum líka þar á gamlárskvöld ásamt Ara brósa, Erlu ömmu, Lilju systir og fjölskyldu. Borðaður góður matur, skotið upp flottum flugeldum og svo skelltum við unga fólkið okkur í partý og á ball í Hvolnum, geggjað gaman.
Komum heim 2. janúar og erum búin að vera ansi þreytt alla vikuna. Ég byrjaði í skólanum þann 3 og K. þann 4. Ég er núna í ritgerðarsmíðum ásamt tveim bekkjarvinkonum mínum og erum við að skrifa ritgerð saman um skilnaðarbörn og eigum að skila henni 15. jan og svo viku seinna förum við í próf þar sem við eigum að framleggja ritgerðina okkar og svara spurningum kennara og prófdómara, spennó spennó.
Afmælisbörn vikunnar eru Erla Jóasystir en hún varð 45 þann 3 og Ella vinkona varð 32 líka þann 3. Siggi mágur hans Jóa og maður Erlu varð 47 ára þann 5. Innillega til hamingju með daginn öllsömul og takk fyrir síðast.
Ef maður lítur tilbaka til síðasta árs gerðist margt og mikið hjá okkur.
Trúlofun 9. febrúar á afmælisdegi Harðar afa
Litli prinsinn okkar fæðist 21. mars
Mamma og pabbi koma í heimsókn um páskana og við skreppum til Kiel í Þýskalandi
Flytjum í stærri íbúð í apríl
Íslandsferð hjá mér, B. og AR vegna erfiðra veikinda Harðar afa
3 vikna Íslandsdvöl í júlí
2. júlí skírn Ara Rafns
3. júlí Hörður afi kveður þennan heim eftir ömurleg veikindi
Í ágúst var enn ein Íslandsferðin, í þetta sinn í brúðkaup hjá Lilju systir og Eyjó
Lególand, Sönderborg og Flensburg í Þýskalandi í september
Í nóvember endaði fæðingarorlofið og skólaganga hófst á ný
Mamma, pabbi og Erla amma koma í heimsókn
Í desember tónleikar með Red Hot Chili Peppers
Fjórða Íslandsförin á árinu

Já þetta er búið að vera þokkalegt ár og árið 2007 verður auðvitað enn betra. Stefnum á að ferðast eins mikið og við getum, nota tímann á meðan við búum hér. Ætlum auðvitað að sinna börnum okkar og okkur sjálfum ennþá betur og vera dugleg í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur, vá stopp nú.
Farvel og godt nyt ar. Ævintýrafararnir.