mánudagur, mars 31, 2008



Afmælisveislan gekk fínt og fengum við marga skemmtilega gesti og afmælisbarnið fékk margar fínar gjafir.

Annars er allt gott að frétta af okkur hérna í L806.
K. duglegur að vera úti að leika sér með vinum sínum og er duglegur í skólanum. Er með Scary Movie æði þessa dagana, er búinn að teikna 100 blaðsíðna myndasyrpu um Scary Movie og eru pædagogarnir á fritids duglegir að skrifa texta við myndirnar. Er viss um að hann eigi eftir að gefa út sína eigin myndaseríu í framtíðinni, er ótrúlega klár að teikna og er með alveg ótrúlegt ímyndunarafl.

Birtan er soldið óþekk í skólanum og fer stundum í skammakrókinn, mætti tala soldið minna í tímum og er óhagganleg þegar hún fer í fílu, skil ekki hvaðan hún hefur þetta skap, hmmmm, ha. En annars er hún þrældugleg eins og alltaf og er alltaf að sýna okkur eitthvað sem hún er búin að læra í skólanum. Mér finnst bara svo skrítið að hún er ekkert farin að læra að lesa, aðeins að læra bókstafina. Danirnir eru bara svo á eftir Íslendingum í grunnskólanum. Þau verða sko að spíta í lófana þegar við flytjum heim, það er ekki spurning.

Krúttið er alltaf sama krúttið. Er að springa úr frekju en það er örugglega okkur foreldrunum að kenna, dekrum hann uppúr öllu valdi. Æi, er það ekki alltaf svona með yngsta barnið og hvað þá þriðja. Er alltaf glaður og er gjörsamlega vitlaus í að sitja fyrir framan tv og horfa á Sálina eða SS Sól á tónleikum. Svo er Shrek ekki af verri endanum.

Er að framleggja einu sinni enn á morgun, er komin með svo mikið ógeð af hópavinnu og fremlæggelse að hálfa væri nóg. Spurði í skólanum í dag hvort það væri fleiri íslendingar í skólanum og hún hélt að það væri einn en var ekki viss. Og svo voru tveir að sækja um en hún var ekki viss um að þeir fengju inngöngu. Hef nefnilega ekki hingað til rekist á neinn íslending í skólanum sem er soldið spes en mér finnst það bara fínt. Þá erum við ekki að rotta okkur saman útí horni. Væri samt gaman að hitta á svona eins og einn.

Jæja, best að æfa mig fyrir framan spegilinn....Kære klassekammerater....i dag vil jeg snakke om ligestillingspædagogik.... já spennandi, er það ekki.

Knús og kossar frá okkur í Köben. Ævintýrafararnir.

föstudagur, mars 28, 2008

Páskarnir voru yndislegir. Vorum í viku í bústað með Kollu, Óla og fjölskyldu og höfðum það alveg rosalega gott, eiginlega of gott.
Fórum í keilu, sund, lékum okkur inni og úti og spiluðum allskonar spil. Drukkum og átum eins og sannir Íslendingar. Hérna fáið þið nokkrar myndir frá ferðinni okkar.
Njótið vel.

Kristófer, Birta, Ronja, Alexandra Líf og Ari Rafn í stuði

Ari Rafn á keyrslu

Kristjana Elín úti að leika

Benjamín Arnar fékk tönn nr.2 um páskana

Fyrsta páskaeggjaát Ara Rafns

Alltaf hress hún Mýsla, sérstaklega með sælgæti í skál

Nývaknaður og spenntur

Fallegi barnahópurinn

Annars er 2 ára afmælisveisla Ara Rafns á morgun. Eigum von á fullt af skemmtilegu fólki sem ætlar samgleðjast með okkur.
K. missir reyndar af þessu því hann er að fara í afmæli til bekkjarfélaga síns og verður sú veisla á Mac Donalds, gamam gaman.

Góða helgi. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, mars 25, 2008

Ari Rafn 2 ára

Já, föstudaginn langa, 21. mars varð krúttið okkar 2 ára.


Nýfæddur og yndislegur


1 árs og algjört krútt


2 ára að blása á kertið í bústaðnum og Ronja fylgist vel með


Nýbúinn að detta á andlitið úti í garði en alltaf jafn sætur

sunnudagur, mars 16, 2008


Sumarhúsið sem bíður okkar á Dådyrstien 40.
HÉRNA getið þið séð ennþá fleiri myndir af þessari höll.


Komin í páskafrí, jibbí, allir nema pabbinn sem þarf að vinna mán og þri.
Helgin er búin að vera á rólegu nótunum.
B. fór í skátaferð á föstudag og gisti eina nótt í skálanum þeirra og var okkur svo boðið í mat til þeirra í gærkveldi og var það voða gaman.
Annars erum við búin að dunda okkur við ýmislegt misskemmtilegt, tiltekt, gáfum fuglunum á Christianshavn brauð, lékum okkur úti á legeplads, bæði hér og á Christianshavn, versluðum, átum nammi og pökkuðum niður í töskur fyrir sumarhússferðina sem er nú bara á morgun.
Já, við erum semsagt að fara í sumarhús á morgun með Kollu, Óla og krökkum og verðum í viku. Tökum lestina þarna niður eftir og svo taxa restina. Pabbinn kemur svo á miðvikudag en vinur hans ætlar að keyra hann, ekkert smá almennilegur. Ekkert smá stór og flottur bústaður eða hús réttara sagt með t.d. sólarbekk, nuddbaði ofl. ofl.
Þar höldum við upp á 2 ára afmæli krúttsins okkar, sem er á föstudaginn langa 21. mars, og hugsum extra mikið til Ásrúnar Ýr dúllunnar okkar sem verður 6 ára og Logi afi verður 51 árs, ekkert smá stór dagur í fjölskyldunni. Ekki minni dagur er núna á þri, 18. mars en þá verður Auður langamma hvorki meira né minna en 80 ára og verður víst megaveisla sem við komumst því miður ekki í. Þann sama dag verður Lilja systir 28 ára og það styttist sko ansi mikið í 30 árin, ha ha.
Vonandi eigið þið yndislega páska og borðið yfir ykkur af páskaeggjum.
Knús og kram. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, mars 12, 2008


Kellan við múrinn


Nýkomnar til Rutar, megaflottar með skegg

Já, Berlínarferðin var hreint og beint frábær, hef sjaldan skemmt mér eins vel og félagsskapurinn ekki af slakari laginu.

Föstudagskvöldið byrjaði með því að við "dönsku" hittumst úti á pizzateríu og fengum okkur nokkra kalda og þaðan héldum við upp á völl þar sem enn fleiri kaldir bættumst við, lentum í smá seinkun en engin kvartaði yfir því, þá var bara tími fyrir ennþá fleiri kalda. Flogið var upp og strax niður, varla tími fyrir einn volgan í vélinni, erum sem sagt bara 40 mín að fljúga, algjör snilld. Slógum nátturlega í gegn í vélinni eins og típiskir fullir íslendingar gera sem leiddi til þess að Heiða var spurð um aldur og mér sagt að setjast niður og helst þegja, ha ha.
Við mættum heim til Rutar um miðnætti með skegg, ótrúlega fyndnar að okkur fannst og þar tóku á móti okkur Rut og þær fimm "íslensku" og var nátturlega djammað fram eftir morgni, mislengi reyndar....
Á laugardeginum var skellt sér niður í bæ í nokkru grúppum, skoðað hitt og þetta, verslað og drukkið soldið. Áttum pöntuð borð á blindraveitingastað kl. 17:15 þar sem við mættum galvaskar eftir leigubílaferð dauðans og auðvitað of seint en það reddaðist. Þessi veitingastaður er semsagt með blinda þjóna og maður pantar áður en maður er teymdur inn í sal þar sem er meira en niðamyrkur, ekki séns að sjá neitt. Þar situr maður semsagt og borðar og drekkur í myrkri, alveg rosalega sérstakt og ógeðslega gaman. Hópnum var skipt niður á tvö borð og við á okkur borði datt nátturlega sú vitleysa í hug að borða eftirréttinn á túttunum sem við og gerðum, ha ha, get ekki annað en hlegið þegar ég hugsa um þetta.Já, við sátum semsagt 7 kellur á brjóstunum og gæddum okkur á eftiréttunum með fullan sal af fólki í kringum okkur. Eftir matinn bættust við tvær kvensur, ein "dönsk" og ein "þýsk" og var ákveðið að skella sér á rússneskan pöbb þar sem ansi margir kaldir runnu niður og svo enduðum við á öðru stað þar sem við rúluðum tónlistinni með t.d. Pixies og fleirum snillingum. Þaðan var dröslast heim upp undir morgni og sofið fram á hádegi.
Sunnudagurinn fór í að skoða múrinn, finna mat að borða og svo bara rölta um. Vorum komnar upp á flugvöllum kl:18.30 eftir enn eina ferð dauðans með leigubíl, oj. Lentum svo hérna heima um kl:21 og vorum komnar heim um kl:22 sælar og þreyttar.

Já, þetta var ferðin í hnotskurn og það er sko alveg á hreinu að þetta verður að endurtaka fljótt. Og Rut, þú veist að þú ert best, takk enn og aftur.

Fór svo til Malmö í gær að skoða tvo leikskóla þannig að ég er frekar þreytt og hlakka mikið til að komast í páskafrí á föstudag.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, mars 11, 2008

Malmö í dag, Berlín í fyrradag, blogg á morgun.

föstudagur, mars 07, 2008

BERLÍN Í KVÖLD





Jóinn vill þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar og auðvitað ég líka, sko ferðakveðjurnar.
Annars áttum við huggulegan gærdag með köku, pökkum, börnum komið fyrir í pössun og farið út að borða. Og meiri að segja tók afmælisbarnið sér frí í vinnu þannig að það var bara sofið út hér í morgun, bara kósí.

Svo hérna í lokin viljum við óska henni Írisi Gyðu frænku í Sverige til hamingju með 30 árin og vonandi hefur hún það sem allra best í faðmi fjölskyldunnar.
Hún Áslaug Anna jæjakona á líka afmæli í dag og verður 29 ára, til hamingju með daginn elsku Áslaug.

Góða helgi allir saman og hafið það sem allra best.
Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, mars 06, 2008

Hann á afmæli í dag.....

BERLÍN Á MORGUN



Elsku besti, sætasti og bara yndislegasti Jói minn á afmæli í dag og er hann orðinn hvorki meira né minna en 34 ára.
Til hamingju með daginn ástin mín.

Þúsund kossar frá okkur hinum hérna í L806.

miðvikudagur, mars 05, 2008

2 DAGAR Í BERLÍN

þriðjudagur, mars 04, 2008

3 DAGAR Í BERLÍN



Svona fyrir þá sem ekki vita er mamman að fara í húsmæðraorlof yfir helgina til Berlínar ásamt 14 öðrum gullfallegum íslenskum konum sem eru svo heppnar að vera búsettar eða hafa verið búsettar á Øresundskolleginu. Gistum heima hjá einni sem var meðlimur saumaklúbbsins hérna á Kolleginu en hún býr í stórri íbúð sem rúmar okkur allar og það þarf ekkert smá til. Tilgangur ferðarinnar er að drekka sem mest, borða sem mest, hygge sem mest og bara vera laus við börn og kalla(sorry börn og kallar).

Annars er krúttið orðinn þokkalega hress, fór til dagmömmunnar í morgun og er geðheilsa fjölskyldunnar mun betri. Svo á húsbóndinn á heimilinu afmæli á fimmtudag, verður aðeins 34 ára.

Hei, já svona eitt í lokin. Var að kaupa miða á REM tónleika sem verða í Parken í september, langþráður draumur að rætast, jeiiii hvað mig hlakkar til.

Knús og kossar. Ævintýrafararnir.

mánudagur, mars 03, 2008

4 DAGAR Í BERLÍN