Gaman gaman
Fór í keilu í gær og í dag fór ég í það sem er kallað discgolf en myndin fyrir ofan lýsir því eiginlega alveg. Fyrir neðan keðjurnar eru nokkurskonar karfa sem maður á að hitta í. Þetta er uppbyggt eins og golf, nema að maður kastar nokkurskonar frispídiskum, mismunandi þungum eftir því hvort maður vilji pútta eða kasta langt. Við spiluðum 12 "holur" og var ég sem sagt í liði með kennaranum, köstuðum til skiptis og spiluðum við eitt kvensupar en töpuðum. Eitt skiptið stóð kennarinn fyrir aftan mig en á einhvern ótrúlegan hátt tókst mér að skjóta hana næstum í andlitið en hún rétt náði að henda sér niður, þá held ég einkunnin hefði orðið góð þá, ha ha. Hlógum reyndar geðveikt mikið af þessu á eftir, ekki hægt annað. Í fyrramálið erum við svo að fara í skylmingar, er ótrúlega spennt fyrir því. Vonandi bara að ég slasi mig ekki eða aðra, kemur í ljós.
Áttum góða stund saman, fórum út að borða, versla, BL passaði fyrir okkur á meðan ég fór á foreldrafund og í saumóinn sem ílengdist aðeins, ha ha. Hlökkum mikið til að hitta þau og restina af fjölskyldumeðlimum um jólin.
Litla krúttið búinn að vera heima í 2 daga með hita og missti því af dýragarðsferð í dag með dagmömmunni, frekar svekkjandi. Höldum honum líka heima á morgun þannig að pabbinn á heimilinu sefar frekar lítið þessa dagana en hann er hörkutól, ójá.
Svo á morgun erum við að fara í Sirkus Arena sem verður staðsettur hér uppi á Amager. Fengum sæti á fremsta bekk og verður það eflaust geggjað, vona bara að við verðum ekki tekin upp, shitt þá verð ég sko fljót að benda á pabbann. AR verður hérna heima hjá barnapíunni okkar henni Malene en hún er dóttir dagmömmunnar og hefur nokkrum sinnum passað krúttið.
Á laugardaginn er svo sommerfest hérna á Kolleginu þannig að það er nóg að gera.
Biðjum að heilsa í bili og takk fyrir kvittið. Ævintýrafararnir.