fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Gaman gaman

Fór í keilu í gær og í dag fór ég í það sem er kallað discgolf en myndin fyrir ofan lýsir því eiginlega alveg. Fyrir neðan keðjurnar eru nokkurskonar karfa sem maður á að hitta í. Þetta er uppbyggt eins og golf, nema að maður kastar nokkurskonar frispídiskum, mismunandi þungum eftir því hvort maður vilji pútta eða kasta langt. Við spiluðum 12 "holur" og var ég sem sagt í liði með kennaranum, köstuðum til skiptis og spiluðum við eitt kvensupar en töpuðum. Eitt skiptið stóð kennarinn fyrir aftan mig en á einhvern ótrúlegan hátt tókst mér að skjóta hana næstum í andlitið en hún rétt náði að henda sér niður, þá held ég einkunnin hefði orðið góð þá, ha ha. Hlógum reyndar geðveikt mikið af þessu á eftir, ekki hægt annað. Í fyrramálið erum við svo að fara í skylmingar, er ótrúlega spennt fyrir því. Vonandi bara að ég slasi mig ekki eða aðra, kemur í ljós.

Þá eru BL og Eyjó farin heim aftur og eru við ekki alveg sátt við það en fáum engu um ráðið.
Áttum góða stund saman, fórum út að borða, versla, BL passaði fyrir okkur á meðan ég fór á foreldrafund og í saumóinn sem ílengdist aðeins, ha ha. Hlökkum mikið til að hitta þau og restina af fjölskyldumeðlimum um jólin.

Litla krúttið búinn að vera heima í 2 daga með hita og missti því af dýragarðsferð í dag með dagmömmunni, frekar svekkjandi. Höldum honum líka heima á morgun þannig að pabbinn á heimilinu sefar frekar lítið þessa dagana en hann er hörkutól, ójá.
Svo á morgun erum við að fara í Sirkus Arena sem verður staðsettur hér uppi á Amager. Fengum sæti á fremsta bekk og verður það eflaust geggjað, vona bara að við verðum ekki tekin upp, shitt þá verð ég sko fljót að benda á pabbann. AR verður hérna heima hjá barnapíunni okkar henni Malene en hún er dóttir dagmömmunnar og hefur nokkrum sinnum passað krúttið.
Á laugardaginn er svo sommerfest hérna á Kolleginu þannig að það er nóg að gera.
Biðjum að heilsa í bili og takk fyrir kvittið. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Vá hvað það er erfitt að vera í saumaklúbb !!!

mánudagur, ágúst 27, 2007

Maurabælið

Vá hvað er erfitt að drullast til að blogga og vá hvað þið eruð léleg að kvitta. OK nóg að kvarti og kveini.

Búin að skella mér í blak á fimmtudag og svo á föstudeginum fórum við í klatring, æi þið vitið svona klifur upp vegg með öryggisbönd á sér, ég klifraði reyndar ekki en fylgdist vel með hinum, ekki alveg fyrir mig.

Í dag fór ég svo í heimsókn ásamt fleirum úr skólanum á stað sem heitir Idrætshuset en það er staður fyrir manneskjur sem eru psykisk syg og þar getur þetta fólk stundað allskonar íþróttir og fengið hjálp og leiðbeiningar. Fengum að vita allt um starfsemi þessa félags og á morgun ætla ég ásamt 3 öðrum stelpum að skella okkur með þessu fólki í keilu, gaman gaman og forvitnilegt.

Helgin var þokkalega róleg, vorum úti að leika okkur eða í mauraleit, ójá erum að drukkna hérna í mauragangi á heimilinu.

Erum að fá Eyjó mág og Bergdísi Líf bestu frænku í heimsókn í nokkra daga, þau koma til DK í kvöld en gista hjá Ragnheiði Eyjósystir í nótt en svo ætlar BL að gista hjá okkur næstu tvær nætur, mikill spenningur hér á heimilinu.

Stóru börnin eru að fara í ferð á morgun með skólanum sínum, saman. 0u= B. bekkur 1u, 2u= K. bekkur og 3u fara saman á Amager fælled sem er staður með dýr ofl. Fyrsta skólaferðin þeirra saman og eru þau mjög spennt.

Jæja, veriði nú dugleg að kvitta, það er svo gaman að sjá hverjir lesa eða hvort einhverjir lesa. Já ég er líka búin að setja eitthvað af nýjum myndum inn hjá krökkunum.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Skólalífið í DK

Með Rasmus, besta vini sínum í bekknum
Lærke og Birta, stoltar skólastelpur

Og síðast en ekki síst, Steven og Birta.
Þau voru öll saman í leikskóla, eru saman í bekk og líka á fritids


Sætur hvolpur
Jæja, fyrsti skóladagurinn hennar Mýslu gékk mjög vel og dagarnir síðan enn betur.
K. er ánægður í nýja bekknum sínum og virðast allir taka mjög vel á móti honum.
Hjá mömmunni gékk fyrsti skóladagurinn ekki eins vel og hjá börnunum, ég ældi alla sunnudagsnóttina og hef ekki ennþá mætt í skólann. Er reyndar ennþá drulluslöpp en ætla nú að drusla mér í skólann á morgun, var ekki alveg að treysta mér í morgun þar sem verkefni dagsins var að spila badminton. Erum nefnilega núna að vinna saman í hópum, bekkirnir þrír í árgangnum, a-b-c og fengum við að velja hvað við vildum fást við næstu vikurnar og ég valdi, bevægelse, leg og idræt. Reyndar var mitt fyrsta val, medie, að vinna í tölvum en það féll svo út þannig að ég fékk mitt annað val og er hæstánægð með það.
Síðasta helgi var nú frekar róleg hjá okkur á L806, pabbinn fór út með strákunum á Kolleginu á föstudagskvöldinu á einhverja ölstofu niðrí bæ en annars voru við bara slök og auðvitað var svo ferð á legeplads hjá pabbaklúbbnum á sunnudagsmorgninum, dræm mæting en svona er þetta bara stundum.
Hej hej. Ævintýrafararnir.




miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Fyrsti skóladagurinn

Litla mýslan okkar er að byrja í skólanum í dag, shitt hvað tíminn líður fljótt. Tók nokkrar myndir af skvísunni og SKÓLATÖSKUNNI mikilvægu rétt áður en við lögðum af stað.
Við mæðgurnar ætlum svo í bíó eftir skóla og hygge okkur saman.





K. greyið búinn að vera heima með háan hita nú í tvo daga og liggur eins og skata fyrir framan imbann, hvað á maður annars að gera??
Jæja, best að fylgja mýslu í skólann.
Farvel. Ævintýrafararnir.

mánudagur, ágúst 13, 2007

Brúðgumalaust partý

Brúðkaupspartýið var hreint út sagt geggjað þrátt fyrir brúðgumann vantaði. Gummi greyið fékk þessa skemmtilega ælupest á sjálfan brúðkaupsdaginn, náði nú að giftast henni Fjólu sinni og meikaði í gegnum veisluna um daginn, þó með herkjum en náði því miður ekki að vera viðstaddur í sínu eigin partýi. Skellti hérna inn nokkrum myndir sem segja eiginlega allt sem segja þarf.
Takk kærlega fyrir okkur Fjóla og Gummi.
Brúðurin Fjóla
Þórir og Védís

Stebbi, Elín og Rut

Perla og Gulli


Við kærustuparið



Siggi og Huld



Ragnheiður og Ingvi




Ásta og Arnar







Jói og Örn

Annars er bara allt þokkalegt að frétta af okkur hérna í L806.
K. byrjaði í skólanum í morgun í 2u sem er hans fyrsti "venjulegi" bekkur en hann hefur verið hingað til í modtageklass. Hann og pabbinn á heimilinu skelltu sér svo í bíó eftir skóla að sjá Transformers myndina.
Ég skellti mér í morgun ásamt litla kút í BILKA, uppáhaldsbúðina mína að versla aðeins fyrir veturinn, já þið lásuð rétt, veturinn. Afmælistilboð í gangi hjá þeim og verslaði ég kuldagalla og snjóbuxur á AR, úlpu á K. 2 peysur og 10 leggings og sokkabuxur og allt þetta kostaði 600 dkk, já reikniði nú.
Jæja, þarf að sækja skvísuna á fritids, aðeins 2 dagar þangað til hún byrjar í skólanum.
Bæjó. Ævintýrafararnir.








fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Hitinn að drepa okkur

Sjáiði bara hvað við erum rík
Nóg hefur verið að gera hjá okkur þessa vikuna, ælupest hjá ungunum, gaman gaman en það gekk nú bara yfir á sólarhring.
Sólin er búin að skína (óþarflega mikið) alla vikuna, veit að ég má ekki segja svona sorry, en það er búið að vera ólíft inni hjá okkur vegna hita, sitjum bara og svitnum. Áttum frábæran dag á ströndinni í fyrradag þar sem leikið var með þennan fína gúmmíbát sem keyptur var og sló það heldur betur í gegn. Leifðum stóru börnunum að vera í fríi frá frítids en litli gutti var hjá dagmömmunni. Annars erum við nú bara búin að sitja hér útí garði, sötra á bjór og spjalla, hygge okkur eins og danirnir segja.
Við foreldrarnir skelltum okkur í FIELDS í dag að versla okkur föt og skó fyrir haustið og veturinn, endalausar útsölur útum allt.
Svo á laugardaginn ætlum við að leigja bíl og skutla ungunum til Roskilde í pössun en við erum að fara í brúðkaupspartý um kvöldið hjá Gumma og Fjólu, vinum okkar hérna á Kolleginu. Eigum pantað borð á Fonduestað niðrí bæ fyrir partý og ætlum sko að njóta þess að vera barnlaus og vitlaus, krakkarnir gista svo auðvitað í Roskilde.
Ætla svo að reyna að vera duglegri í að blogga, það er bara svo andsk.... erfitt að sitja hérna við tölvuna í þessum hrikalega hita, þið verðið bara að vera dugleg að sparka í rassinn á mér.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

föstudagur, ágúst 03, 2007

Ísland og lífið eftir Ísland

Íslandsferðin var alveg yndisleg, hún innihélt meðal annars:
Góða samveru stórfjölskyldunnar
Sumarbústaðaferð
Ótal margar sundferðir
Afmælisveislu
Fjölskyldu og húsdýragarðsferð
Strandarferð
Læknisferðir
Heimsóknir
Fullorðinsbústaðaferð
Sveitaball
Verslunarferð
Kentucky Fried sinnum 10
Og svo var bara leikið sér fram í rauðan dauðann.
Stórfjölskyldan
SPK pabbinn

Borgarsandsbarnabörnin


Á róló



Blómarós




Smyrilshólafjölskyldan





Fótboltastrákarnir okkar






Hluti af Garðabæjarbarnabörnunum
Kristjana Elín, Alexandra Líf, Kristófer, Ari Rafn, Stefán Blær, Ásrún Ýr, Birta, Ronja, Rakel Diljá

Áttum ansi erfiða ferð heim en við þurftum að bíða 9 tíma á flugvellinum, fyrst var tilkynnt um 7 tíma seinkun vegna eldingu í vænginn og svo þegar við settumst loksins inn í nýja vél kl. 23.00 um kvöldið( tek fram að við áttum að fljúga kl. 15.30.) þá komu í ljós tæknilegir örðuleikar þannig að við bættust tveir tímar. Iceland Express ekki vinsælir!!! Ansi erfiðir dagar eftir þetta rugl en þetta er allt að koma.

Annars hefur verið meira en nóg að gera eftir að við komum heim. Ég vann til 1. ágúst og þurfti þá að kveðja börnin og vinnufélaga mína sem var nú bara ansi erfitt. Fékk rosalega fallegan rósavönd frá einni stelpunni á deildinni minn og foreldrum hennar og svo fékk ég fallegt plöntublóm frá vinnufélögunum og rosalega fallegt kort með teikningum frá börnunum á deildinni.
Er í fríi til 20. ágúst en þá byrja ég aftur í skólanum og verð í honum fram á næsta sumar og þá tekur við enn ein hálfs árs praktik.
K. byrjar í skólanum 13.ágúst og B. svo 2 dögum seinna.

Pabbinn á leið á djammið í kvöld með nokkrum vinnufélögum, fyrst á að borða á Reef N beef og svo á pöbbarölt. Síðustu helgi var hann að steggja Gumma, einn kollegipabbann og var það víst þokkalegt fjör.
Við mæðgurnar fórum í skólafataleiðangur í gær þar sem skvísan fékk að velja sér kjól fyrir fyrsta skóladaginn og fleiri föt í HM. Fundum svo hina fullkomnu skólatösku síðustu helgi og ansi mikill spenningur fyrir fyrsta skóladeginum.

Á morgun ætlum við með vinafólki okkar, Guðfinnu, Eika og Telmu, niður á Islandsbryggju þar sem eru KULTURdagar en það er nokkurskonar festival, fullt að gerast fyrir börnin og fullorðna. Ætlum að eyða þar deginum og fara svo heim til þeirra og borða saman og hygge okkur fram eftir kveldi.
Bless í bili. Ævintýrafararnir.