miðvikudagur, febrúar 28, 2007

8 ára í dag.

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag. Hann á afmæl´ann Kristófer hann á afmæli í dag. Hann er 8 ára í dag, hann er 8 ára í dag, hann er 8 ára hann Kristófer, hann er 8 ára í dag.

Afmælisbarnið með nýju gulltakkaskóna sína.

mánudagur, febrúar 26, 2007

Allt í voli

Litlu sjúklingarnir okkar



Þorrablótið búið og alveg rosalega gaman. SIXTIES að spila og maturinn geðveikt góður. B. og AR. í pössun í Roskilde og K. hjá Hrönn frænku. K. reyndar með einhverja magapest sem mamman fékk svo þannig að ég er heima í dag.


Ekki besti dagurinn að vera veikur því kennarinn minn átti að koma í heimsókn í dag í vinnuna. Vejlederinn minn í vinnunni hún Jessica ætlaði bara að hringja í kennarann og fá nýjan heimsóknartíma. AR. og B. eru líka heima í dag vegna sýkingar í augunum. Pabbinn fór með þau til læknis í morgun og fékk krem í augun þannig að þetta verður vonandi fljótt betra, ekkert smá ástand á heimilinu. Þau verða örugglega líka heima á morgun vegna þess að þetta er svo smitandi að hálfa væri nóg.


K. verður svo 8 ára eftir tvo daga, vonandi verður heimilisfólkið orðið eitthvað skárra þá. Ætlum að halda smá afmæli næstu helgi, honum langar að bjóða nokkrum með sér í bíó og bjóða svo upp á köku á eftir. Ætlar samt að taka með sér köku í skólann á afmælisdaginn og kannski smá nammi líka. Búið að halda upp á þetta á fritids en það er haldið upp á alla afmælisdaga mánaðarins síðasta föstudag í mánuðinum og var það síðasta föstudag. Þá eru bökuð lagkage og haft gaman og sungið fyrir alla.


Biðjum að heilsa í bili úr veikindarbælinu. Ævintýrafararnir.

föstudagur, febrúar 23, 2007

FASTELAVN

TÖFFARINN

LITLI SPIDERMAN OG PABBINN

PRINSESSAN


miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Fastelavn fram og tilbaka

Afmælisbörn dagsins eru Sólrún Helga vinkona mín og jæjakona með meiru og er hún aðeins 31 árs. Díana Lind, Jónu Siggu og Bjöggadóttir er 4 ára og óskum við þeim báðum og foreldrum innilega til hamingju með daginn. Bjöggi varð nú líka 35 ára í fyrradag, þann 19. feb, enn og aftur til hamingju með daginn. Viddi vinur varð 32 ára þann 16. feb. Til lykke igen.
Snjóstormur í DK, ó já. Smá snjóhríð og danir kalla þetta snjóstorm. Var reyndar ekkert gaman að hjóla í og úr vinnu í dag með SNJÓSTORM í andlitið.
K. búinn að vera heima í dag og í gær með hitavellu, kvef og hósta. B. ansi fúl með að þurfa að fara í leikskólann fyrst stóri brósi var heima, já lifið er stundum ósanngjarnt.
Indkald í gær sem þýðir að ég fór í skólann en ekki í vinnuna. Gaman að heyra hvernig gengur hjá hinum í bekknum í sinni vinnu, sumir ánægðir og sumir ekki svo ánægðir. Ég er sem betur fer í ánægðahópnum. Personaledag á föstudaginn sem þýðir að leikskólinn er lokaður fyrir börnunum og við starfsfólkið sitjum og vinnum að sorg og kriseplan en það er akkurat sem ég skrifaði meðal annars um í síðustu ritgerð, spennandi efni og vonandi get ég lagt eitthvað að mörkum.
Styttist í þorrablót, aðeins 3 dagar.
Fastelavn (öskudagur) var haldinn í skólanum hjá K. síðastliðinn mánudag og fór hann klæddur sem töffari. Í dag var fastelavn hjá AR í legestuen og fór hann klæddur sem spiderman (í spiderman náttfötum). Það var líka fastelavn hjá mér í vinnunni síðastliðinn mánudag og var ég auðvitað í hlutverki nunnunnar góðu sem fyrr.
Annað skiptið í söngskólanum hjá pabbanum í dag þannig að hann er nýfarinn út í SNJÓSTORMINN og vona ég að hann komist heill á húfi á hjólinu á leiðarenda.
Liverpool að keppa í kvöld við Barcelona í Meistarakeppninni og treystum við auðvitað á okkar menn. Fyndið að segja frá því að hinir og þessir hérna í hverfinu vita að ég held með Liverpool, m.a. vegna merktra húfna, jakka og fl. og hef ég fengið nokkur hvatningarkomment frá öðrum púllurum, t.d. póstmanninum í hverfinu og leikskólakennara B. Bara gaman að því.
Skráði AR á vöggustofu í gær með byrjunardag 1. ágúst og er sú vöggustofa í sama húsi og leikskólinn hennar B. er og svo auðvitað fritidsheimilið sem hún fer á. Gott að hafa þau öll á sama stað eða þar að segja í sömu götu þar sem fritidsheimilið hans K. er í húsinu við hliðina.
Farið nú annars varlega í snjónum og hvernig er þetta með ykkur þarna á Íslandinu, á ekkert að fara að kíkja í heimsókn?
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

laugardagur, febrúar 17, 2007

Grímó og helgin



Grímubúningaafmælispartýið var bara geggjað. Mikill metnaður var greinilega lagður í búningana og skemmti ég mér alveg frábærlega, takk enn og aftur fyrir mig Fjóla.

Ætlum annars að slappa af það sem eftir er helgarinnar, Eyjó mágur kíkir í heimsókn á eftir en hann er í smá heimsókn á leið sinni frá Þýskalandi.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Grímubúningaafmælispartý

Jæja, það er sko aldeilis mikið að gera hjá okkur fjölskyldunni í L806 þessa vikuna.
K. er í vetrarfríi þessa vikuna og er búinn að vera á fritids og þar hafa krakkarnir haft nóg að gera. Hann er búinn að fara og sjá riddara berjast, í dýragarðinn, í leikhús og á leikvöll þar sem elduð var súpa. Það eru búnar að vera lagfæringar á húsinu og þess vegna hafa þau verið að fara í þessar ferðir og eru nátturlega bara ánægð með það.
B. fór í leikhús í dag með leikskólanum og svo á morgun er fastelavn og ætlar mín sko að fara klædd sem prinsessa, öll stífmáluð og fín.
Ég skellti mér í bíó í gær með stóru börnunum mínum og fórum við og sáum Arthur og minimoiserne. Rosalega skemmtileg mynd og alltaf jafngaman að eiga svona kvalití tæm þessum elskum.
AR er búinn að vera hjá varadagmömmunni sinni þessa vikuna því Gitte dagmamma hans er í fríi og er hann ekkert alltof hrifinn af þessu veseni og byrjaði á því að vola þegar mamman skildi hann eftir, ekki það skemmtilegasta sem mömmur lenda í en svo er auðvitað allt í lagi eftir smá stund. Var að mæla piltinn og er hann kominn með hita, gaman gaman.
Við foreldrarnir erum búin að kaupa okkur miða á þorrablót íslendingafélagsins þann 24. febrúar og erum við svaka spennt fyrir að fara út að tjútta aðeins. Yngri börnin verða í pössun í Roskilde en K. verður hjá Hrönn frænku.
Svo er mamman að fara í afmælisgrímubúningapartý annað kvöld hjá Fjólu í Káinu en hún verður 25 ára á sunnudaginn. Partýið sem er haldið í einu af festruminu er kun for piger og við eigum allar að mæta í grímubúningum. Við fórum síðustu helgi og keyptum búning handa mér og koma myndir síðar, smá leyndó. Þetta verður örugglega mikið stuð og ætla ég að reyna vera dugleg að taka myndir.
Jæja, það er saumó hjá mér, best að fara að taka til hendinni.
Farvel. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Jeg elsker dig

Fékk þennan fallega bolla frá unnusta mínum í tilefni eins árs trúlofun okkar. Það er texti inní sem mér finnst bara svo fallegur að ég ætla að deila honum með ykkur og vonandi skiljið þið dönsku, nenni ekki að þýða:

Du er bare så dejlig!
Du ser formidabelt godt ud og har en uimodståelig sexappeal.
Din viden, erfaring og inderlige forståelse for mig, giver dig en særlig plads i mit hjerte.
Jeg elsker dig over alt på jorden.

Er nokkuð hægt annað en að fá gæsahúð og tár í augun?

föstudagur, febrúar 09, 2007

Jess, komin helgi!!!!

Mikið rosalega er ég ánægð með að það sé kominn föstudagur, langþráður föstudagur. Helgin verður örugglega með rólegasta móti, þorrablótsmiðakaup, svefn, kúr, sjónvarpsgláp og kannski nokkrir göngu og hjólatúrar. Næstu tvær helgar fara í djamm þannig að það er eins gott að hlaða batteríin vel.
Fórum út að borða í gær og var það voða huggó. Fengum okkur Dk besta ís að mínu mati en hann finnst á Jensens Böfhus, vá hvað hann er góður. Vorum gjörsamlega að springa á eftir og hafði ég ekkert pláss fyrir kræsingarnar sem Fjóla bauð uppá í saumónum. Man það næst að fara ekki út að borða á saumódegi.
Í dag hefði hann Hörður afi orðið 82, blessuð sé minning hans. Við skötuhjúin eigum 1 árs trúlofunarafmæli, vá strax komið ár. Ó já tíminn er ótrúlega fljótur að líða.
Eigið nú öll góða helgi og passið ykkur á bílunum.
Farvel. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Nóg að gera

Stóru börnin mín alveg dolfallin að horfa á ET borðandi ís


Þessum finnst nú bara gott að borða allt, alveg sama hvað það er

Ætla að byrja á afmælisbarni gærdagsins en það er Sönderborgbúinn Hafdís Sig. Enn og aftur til hamingju með daginn kæra vinkona.
Er svo gjörsamlega búin á því eftir vinnu á daginn að ég nenni ekki að blogga þannig að best að bæta úr því núna svona rétt fyrir vinnu.
Það gengur bara fínt hjá mér, börnin yndisleg og starfsfólkið fínt þannig að það er yfir engu að kvarta. Finnst soldið skrítið að vera svona mikið frá börnunum mínum en ég var t.d. á þri að vinna 8:30-15:30 og svo var starfsmannafundur frá 17-20. Ekki sá ég mikið af þeim þann dag en þetta er eitthvað sem maður verður bara að venja sig við.
Annars eru börnin bara hress og kát, sá stutti vaknar 6 á morgnana okkur til mikillar gleði og er alltaf jafn kátur hjá dagmömmunni. K. og B. glöð og ánægð og er það fyrir öllu.
Pabbinn fór í sinn fyrsta söngtíma í gær og var alveg hæstánægður með það og líst bara þrælvel á.
Við fjölskyldan ætlum að skella okkur út að borða í kvöld, nokkur tilefni t.d. 1 árs trúlofun okkar skötuhjúanna á morgun sem er jafnframt afmælisdagur Harðar afa en hann lést í sumar. Svo er bara gaman að létta sér lundina annars slagið, er það ekki???
Jæja þá er best að fara að koma liðinu af stað. Hafið góðan dag og farið varlega.
Ævintýrafararnir.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Lúsin mætt á svæðið

Já þetta er búin að vera hin fínasta helgi.
Ég má nú ekki gleyma að segja aðeins frá fyrsta vinnudeginum mínum. Þetta var bara hinn fínasti dagur, samstarfsfólk mitt virðist vera hið besta fólk, hélt nú að við jæjakonurnar værum nú meiri skellurnar en við fölnum nú bara við þessar kellur þarna, það er sko blótað fram og til baka, talað mikið og hátt og hlegið ennþá meira, reyndar er nátturlega ekki blótað í kringum börnin en þið ættuð nú bara að vera í starfsmannaherberginu, vá. Líst rosalega vel á þetta og held að ég falli nú bara vel inní hópinn. Var rosalega þreytt þegar ég kom heim og hafði enga orku í saumaklúbb um kvöldið, svolítill munur á að sitja á skólabekk eða að vera með um 50 börn í kringum sig.
Notuðum nú bara helgina í rólegheit, tókum góðan hjólatúr öll fjölskyldan og sýndi ég þeim meðal annars vinnustaðinn minn og hjóluðum við líka aðeins niðrá strönd, oh hvað mig hlakkar til að fá sumarið. Fengum svo góða gesti seinni part laugardags en það voru systkinin Arnaldur Goði og Þorbjörg Salka en þau borðuðu hjá okkur og voru í vist fram á kvöld, voða kósi hjá krökkunum.
Skelltum okkur í FIELDS í dag að versla hitt og þetta, börnin léku sér bara á meðan í ævintýralandinu sem er á efstu hæðinni, mamman á heimilinu náði nú bara að versla sér þónokkuð af fötum, 3 boli og 3 buxur.
Og svo í kvöld fannst mjög óvelkominn gestur hér á heimilinu en hann er ansi tíður hér í DK en það var FJANDANS LÚSIN. Ójá K. var löðrandi í lús og rökuðum við hárið af á svipstundu en ætlum svo að kaupa allar græjur á morgun og taka okkur öll í gegn. Oh hvað þetta er pirrandi en ég held að við höfum verið mjög heppin að sleppa við þetta hingað til miðað við hvað þetta er algengt hérna.
Farvel frá Lúsabælinu. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Ái, örugglega vont að setjast