mánudagur, maí 28, 2007

Allir hressir og kátir

Nýklipptur 14 mánaða gutti
Allir orðnir hressir á heimilinu og erum við búin að eiga þessa fínu helgi saman þar sem brallað hefur verið ýmislegt skemmtilegt og ekki svo skemmtilegt.
***Sund***Hjólatúr***Lærdómur***Innkaup***Leika***
Studiegruppe***Sofa***Borða***Leika meira***
Veðrið búið að vera hreint frábært í dag, steikjandi sól og hiti. Ekki það skemmtilegasta fyrir þá sem eru að lesa undir próf og eru það ansi margir hérna í kringum okkur.
Elskum friðinn og strjúkum kviðinn. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, maí 24, 2007

Hann á afmæli í dag......

Hinn yndislegi Ari litli brósi minn á afmæli í dag og fyllir hann 22 ár þessi elska. Myndin af okkur hérna fyrir ofan er á góðri stund í brúðkaupi litlu systir og er hún Kristrún kærasta hans Ara með okkur þarna.
Elsku Ari okkar, enn og aftur til hamingju með daginn.Við elskum þig rosalega mikið og söknum þín. Við knúsum þig í klessu þegar við komum til Íslands eftir rúman mánuð (nema ef þú kemur í heimsókn fyrr)
Annars hafa verið ansi mörg afmælisbörn síðustu daga sem ég ætla að telja hér upp:
Bjössi systursonur Jóa varð 27 ára þann 11 síðastliðinn.
Gilli, eiginmaður Ránar vin-og jæjakonu varð 41 árs þann 17.
Davíð Ernir frændi í Svíþjóð varð 8 ára líka þann 17.
Jón Einar frændi varð 2 ára þann 18.
Björn tengdapabbi varð 64 ára þann 20.
Ósk vin-og jæjakona varð 31 árs þann 21.
Alexander frændi varð 11 ára þann 22. ásamt því að við kærustuparið áttum okkar 3 ára samveruafmæli. Margt búið að bralla á þessum 3 árum, yndislegur tími og þetta er sko bara rétt að byrja.
Innilega til hamingju öllsömul!!!
AR er allur að braggast og ætlum við að leifa honum að fara til dagmömmunnar á morgun. Jói er reyndar búinn að vera heima núna í sólarhring með þessa skemmtilegu pest og nú er K. aðeins eftir, bíðum spennt, not!
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Nokkrar

myndir frá London
Hittum Jack Sparrow

Fórum í skoðunarferð í tveggjahæða strætó

Hittum nokkra ánægða Chelsea aðdáendur eftir leik á móti United


Big Ben




Risastóra parísarhjólið London Eye með Big Ben í baksýn

Og auðvitað einn langþráður Guinnes
Erum komin heim frá London þreytt og sæl og auðvitað búin að eyða of miklum pening en skítt með það.
Þetta varð nú samt ekki eins auðveld ferð og við bjuggumst við því litla krúttið okkar veiktist aðfaranótt föstudags með ælu, niðurgang og hita sem varir reyndar enn. Við létum það nú ekki á okkur fá því hann svaf nú mest allan tímann litla greyjið og var rosalega góður og þolinmóður við foreldra sína.
Tókum einn og hálfan verslunardag og restin fór í að skoða okkur um í þessari flottu borg og auðvitað að borða á allskonar veitingastöðum.
Frekar fyndið að skella sér upp í flugvél og fljúga aðeins í 1 klst og 20 mín og vera kominn til London, maður verður að vera duglegri við þetta.
Talandi um litla krúttið okkar þá er hann ennþá lasinn og þegar við komum heim seinnipartinn í gær var hann svo slappur að hann gat ekki gengið. Okkur leist svo ekki á blikuna í gærkveldi og hringdum á lækni sem kom og kíkti á hann. Dokksi var alveg á því að láta leggja hann inn en við ákváðum að bíða til morguns. Hann borðaði svo hafragraut í morgun en ældi honum aftur og svo fórum við með hann til Jóns læknis seinni partinn í dag. Þá var hann farinn að borða smá þannig að þetta lítur ekki eins illa út núna en hann er ansi máttfarinn og þar að auki er hann kominn með eyrnabólgu einu sinni enn.
Stóru börnin eru enn hjá pabba sínum og skemmta sér konunglega, búin að fara til Århus til frændfólks síns og eru komin aftur til Köben og gista á hóteli. Fóru víst í ZOO í dag og fara í tívolí á morgun og koma svo heim annað kvöld.
Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.






miðvikudagur, maí 16, 2007

LONDON

...here we come!!!!
Fallegu börnin mín á leiðinni til pabba síns í morgun.
Já, fékk þetta mikla hrós í gær frá leiðbeinanda mínum henni Jessicu og dásamaði hún mig fram og tilbaka við kennara minn. Mér fannst þetta rosalega óþægilegt að heyra enhvern tala svona um mig, hvernig á maður eiginlega að taka á móti hrósi??? Ég sat bara og roðnaði og blánaði og endaði með að segja: "nu stopper du Jessica", og var eins og alger bjáni.
Börnin farin til Århus og ég að fullu að pakka okkur hinum þremur niður fyrir LONDONferðina á morgun. J. er í söngskólanum alsæll með nýja hjólið sem hann keypti sér í fyrradag, þokkalega flottur og góður gripur.
Viljum óska ykkur góða helgi og fariði varlega. Ævintýrafararnir.

mánudagur, maí 14, 2007

Þokkalega.....

Í lestinni á leiðinni í bústaðinn.
Áttum fína helgi þar sem við brölluðum ýmislegt.
K.og Jói skelltu sér í bíó að sjá Spiderman 3 á meðan við B. og AR fórum í 4 ára afmælið hennar Hrafnhildar en hún er ein af blómarósunum hérna á Kolleginu.
Mamman skellti sér í klippingu og litun.
Horft á og sofnað yfir Eurovision.
Borað í veggi, myndir hengdar upp ásamt tv inní hjónaherbergi, ohh lúxus.
Verslað í HM, nauðsyn svona annarsslagið, ikke????
Var að fá sms frá Lilju systir en hún og eiginmaðurinn eru stödd í París í brúðkaupsferð og mátti lesa úr þessu sms að þau skemmta sér frábærlega og þar að auki er flott veður.
Var í lestrarfríi í dag og hittumst við sem erum saman í grúppu heima hjá einum og spjölluðum saman um prófið sem við förum í þann 8. júní. Við borðuðum saman og svo fékk hann símhringinu frá konu sinni sem átti að fara í keisaraskurð á morgun en var lögð inn í dag og þurfti hann að þjóta upp á fæðingadeild vegna þess að hún var komin með meðgöngueitrun. Lærdómurinn varð þess vegna í styttri kantinum en við fengum nánast allt gert og hittumst aftur 28. maí til að leggja lokahöndina á framlögnina.
Svo er það bara vinna á morgun og kemur kennarinn minn í heimsókn upp í vinnu til að ræða við mig og leiðbeinanda minn. Það verður farið yfir hvort ég sé að standast mín "mål" og hvernig mér gangi yfir höfuð í praktíkinni. Vona bara það besta og ég fái ekki fast spark í rassinn.
Já, bara 3 vinnudagar og svo er það LONDON.
Hej hej. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Nei Guðrún Elín

við erum ekki ennþá í sumarhúsinu. Hef bara ekki komið mér í það að blogga.
Er búin að vera heima síðustu tvo daga drulluslöpp með ælupest og hita. AR var líka heima í gær með enn eina augnsýkinguna og hita en fór í dag til dagmömmunar. Þessu ætlar aldrei að linna, er samt fegin að þetta skeður núna en ekki í næstu viku því við erum að fara til LONDON, jibbí erum alveg rosalega spennt.


En já við fórum í þetta sumarhús sem er staðsett á Norðvestursjællend rétt við Nykøbing og eyddum þar yndislegum 3 dögum með Kollu, Óla, Alexöndru Líf, Ronju, Kristjönu Elínu og bumbubúanum þeirra. Veðrið var hreint frábært, steikjandi sól og blíða. Bústaðurinn var æðislegur í alla staði með risastóru nuddbaði og ég veit ekki hvað og hvað.

Ferðin fram og tilbaka gekk nú ekki átakalaust en ég nenni ekki að fara nánar út í þá sálma, segi bara að við leigjum okkur bíl fyrir næstu sumarhúsaför.

Annars er bara allt þokkalegt að frétta af okkur hérna í L806. K. búinn að fara í eina heimsókn í tilvonandi nýja bekkinn sinn og gekk hún bara vel, hann var allaveganna rosalega ánægur með hana, sagðist hafa unnið með bókstafi og spilað svo Ludó.

B. byrjaði á fritids á síðastliðinn mánudag og er hún alveg hæstánægð. Fengum reyndar sorgarfréttir þann morgun en pabbi Sebastians, eins besta vinar hennar lést nokkrum dögum áður í lestar"slysi". Hrikalega sorglegt.

AR er alltaf jafn glaður og duglegur. Heldur okkur foreldrunum á tánum hér heima og annarsstaðar með sínu skemmtilega tæteríi, hann er svo hrikalega handóður að hálfa væri nóg. Hleypur orðið útum allt og er ansi ákveðinn en alltaf jafn mikið krútt. Tók hana KE frænku sína í bústaðnum ansi oft í gegn og grét hún ósjaldan eftir hann.

Já eins og ég minntist á hérna áður erum við að fara til London á fimmtudag eftir viku og verðum fram á mánudag. Tökum litla krúttið með en börnin fara með pabba sínum og kærustu hans til Århus á miðvikudag og verða í viku.

Eurovision í kvöld og við erum ekki búin að heyra íslenska lagið, held að það hafi aldrei gerst áður. Segi nú samt, áfram Ísland og DK.

Jæja nóg að blaðri í bili. Farin í þvottahúsið.

Farvel. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, maí 03, 2007

Sólin skín og allt í gúddí

Erum farin í Sommerhus.
Eigið góða helgi.

þriðjudagur, maí 01, 2007

LIVERPOOL

í úrslitaleik Meistaradeildarinnar


José Reina rúlar!!!!!