fimmtudagur, desember 21, 2006

Birta 5 ára í dag.

Hún Birta, yndislegasta og fallegasta stelpan í heiminum er 5 ára í dag. Þessi elska er hjá pabba sínum þessa stundina svo ég get ekki knúsað hana en hún verður sko knúsuð í klessu þegar við komum til Íslands. Alveg ótrúlegt að það séu liðin 5 ára síðan þessi prinsessa kom í heiminn, svona rétt fyrir jólin.
Innilega til hamingju með daginn elsku besta Birta okkar. Við elskum þig og söknum þín mikið, hafðu það sem allra best hjá pabba og Kristófer og vonandi færðu fína afmælisveislu.
Ástarkveðja. Mamma, Jói og Ari Rafn.

miðvikudagur, desember 20, 2006

Endalaus veikindi

Alltaf jafn sætur

5 ára afmælisbarnið

Sæt frændsystkin


Komin í jólafrí en síðasti skóladagur var í gær. AR aftur orðinn veikur og fór ég með hann til læknis á mánudaginn síðasta og fengum við pensilín og asmalyf því hann er kominn með þetta ofaný sig. Hélt nú að hann myndi nú lagast þegar hann fengi lyfin en litla greyjið er ennþá bara drullulasinn, með mikinn hita og kvef og hóstar alveg rosalega. Ég held ég verði að fara með hann aftur til dokksa á morgun, erum ekki alveg sátt við þetta. Aðeins tveir dagar í Íslandsför og ekkert sérstakt að þvælast með fárveikt barn.

Erum búin að fá lánaðan kerrupoka en hún Siri Seim var svo elskuleg að bjóða okkur einn svoleiðis að láni. takk kærlega, einum hluti færri að taka með.

Vorum að passa hana Kristjönu Elínu fyrripart dags og var það nú bara gaman, svo fyndið hvað þau geta potað í hvort annað á gólfinu, þ.e. hún og AR.

Börnin komin til pabba síns á Íslandi og hafa það eflaust þrælfínt, sú stutta verður 5 ára á morgun, enn einn afmælisdagurinn án hennar, fúlt en svona er þetta. Hlakka til að heyra í henni og þeim stóra á morgun.

Já, það má ekki gleyma afmælisbarninu henni Steinunni frænku en hún varð 31 árs þann 18. des. Innilega til hamingju með daginn um daginn elsku frænka og hlökkum til að hitta ykkur eitthvað um jólin.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, desember 17, 2006

Kerrupoki óskast að láni!!

Er einhver þarna á Íslandinu sem getur lánað okkur kerrupoka á meðal dvöl okkar stendur???

laugardagur, desember 16, 2006

Afmælisveisla í dag

Já ég veit, er ekki búin að blogga í viku en hef bara hreinlega ekki nennt að setjast niður og skrifa. Tónleikarnir voru nátturlega bara æði, vorum mætt kl. 18 en þá átti að opna en við biðum í röð í klukkutíma fyrir utan eftir að komast inn, það var svo sem allt í lagi, fínt veður og við gátum sötrað á nokkrum köldum og hitað okkur upp. Við komum okkur fyrir á þessum fína stað sem var aðeins hærra uppi en salurinn og þannig sáum við yfir alla, bara snilld fyrir svona lilla eins og mig. Upphitunarhljómsveitin var svona la la og svo komu ÞEIR og voru frábærir, hefðum reyndar viljað fá aðeins fleiri af gömlu lögunum en þau nýju eru þrælgóð líka.

Annars er bara búið að vera nóg að gera í vikunni, K. með gubbupest þri-mið og svo í gær var julefest á fritids. AR en ennþá drullukvefaður og virðist ekkert vera að ná þessu úr sér,vona að hann verði orðinn skárri þegar við fljúgum til Íslands sem er aðeins eftir 6 daga, jibbí. B. fór með köku og flødeboller í leikskólann í gær vegna 5 ára afmælissins sem er reyndar ekki fyrr en þann 21 en þá verður hún hjá pabba sínum, hún og K. fljúga annaðkvöld til Íslands. Svo í dag höldum við veislu hérna í barnaherberginu á Kolleginu fyrir bestu vini hennar úr leikskólanum og hérna á Kolleginu.

Ég fór í gærkveldi á julefest í skólanum mínum, við hittumst 14 kvensur heima hjá einni, borðuðum saman og fórum svo upp í skóla þar sem við tjúttuðum fram á nótt.

Í kvöld er Jói svo að fara á julefest með vinnunni sinni, eiga mæta kl. 17 upp í vinnu og fara svo með rútu á eitthvað hótel og casino þar sem verður borðað og djammað.

Og já, erum ekkert smá glöð núna, vorum að fá 36 sjónvarpsstöðvar og getum horft á einhverja leiki í enska boltanum, jess. Byrjar vel því það er Liverpoolleikur í dag en því miður náum við nú ekki að horfa á hann allan því þar er nú þessaða blessaða afmælisveisla.

Jæja, best að drífa sig að undirbúa veisluna.
Farvel. Ævintýrafararnir.

laugardagur, desember 09, 2006

RED HOT CHILI PEPPERS

RED HOT CHILI PEPPERS
Ó já það er komið að því, tónleikar í kvöld og við skötuhjúin barnlaus og vitlaus. Dreifum börnunum um hvippinn og hvappinn, B. er hjá Telmu vinkonu sinni, K. verður með Þorbjörgu og Arnaldi hjá Sigga pabba þeirra og AR litli stúfur verður hjá Heiðrúnu á fyrstu hæð. Ó MÆ GOD hvað ég er spennt, erum búin að bíða eftir þessu síðan í sept. Vona bara að þeir standi undir væntingum.

Fórum á jólaball í morgun í Jónshúsi og tókum Telmu með okkur, rosafjör og gaman að fara á eitt svona alíslenskt, engar eplaskífur og glögg en auðvitað saft, kaffi og piparkökur. Nú er Jói að syngja á sameiginlegum jólatónleikum nokkurra kóra í kirkju niðrá Striki og svo hittumst við á miðri leið á tónleikana, ætlum að reyna að fá okkur smá í gogginn og nokkra kalda og rokka svo bara feitt, vá hvað ég var kúl núna, ha ha.

Ég ætlaði að fara í gærkveldi með Kollu á julefest í Roskilde en mødregruppan hennar ætlaði að hittast og djamma saman en ég hafði bara ekki orku og hætti við. AR er búinn að vera veikur alla vikuna og við foreldrarnir nánast svefnlaus þannig að eitthvað varð að víkja og varð þetta fyrir valinu, svekkjandi en það kemur djamm eftir þetta djamm með Kollu.

Það styttist nú aldeilis í Íslandsför hjá okkur, aðeins13 dagar. Næsta helgi er algjörlega bókuð, julefest hjá K. á fritids á föstudag og jóladjamm hjá bekknum mínum, ætlum að hittast heima hjá einni og borða saman og fara svo á ball í skólanum. Á laugardaginn ætlum við svo að halda afmælisveislu fyrir B. hérna í børnerumminu á Kolleginu því K.og B. fljúga svo til Íslands sunnudagskvöld og verða hjá pabba sínum fram að jólum. Á laugardag er Jói svo að fara á jólahlaðborð með vinnunni, verður það á einhverju Casino svo það er eins gott að minn missi sig ekki á spilaborðunum eða í kössunum. Aðeins 7 skóladagar eftir, jibbí.

Nú er komið nóg, best að pakka liðinu oný tösku fyrir kvöldið.
Geggjaðar rokkkveðjur. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Julehygge daginn út og daginn inn.

Vá hvað ég er glöð núna, við í bekknum vorum að fá að vita hvert við förum í praktik 1. febrúar 2007. Ég sótti um að vera á intergreret institution, sem þýðir stofnun sem er fyrir 0-6 ára börn, vöggustofa og leikskóli í sömu stofnuninni en samt skylt að, og viti menn, ég fékk akkurat það sem ég bað um. Staðurinn er hérna upp á Amager ekki langt frá, get hjólað þangað. Ég hef meiri áhuga á að vinna með leikskólabörnunum en það kemur bara í ljós hvar ég verð staðsett í húsinu. Þarna verð ég í hálft ár, þetta er 1. løns praktik. Þetta er bara spennandi og hlakkar mig mikið til, nú er bara að klára 1 års prøvet sem er í janúar og svo skella sér í vinnuna.
Ég má nú ekki gleyma afmælisbörnum síðustu daga, hún Sigga Þórðar vinkona varð 29 ára þann 4. des og hann Lalli afi varð 73 ára 5 des. Viljum við óska þeim báðum innilega til hamingju með daginn og hlökkum til að hitta ykkur um jólin.
Við fjölskyldan skelltum okkur á julefest síðastliðinn laugardag hjá KFUM/K en þar er B. í gymnastik. Þar voru borðaðar eplaskífur, piparkökur og drukkið saft og glögg. Börnin fengu pakka með bolta í og nammipoka. Vorum með Kristjönu Elínu með okkur og var ansi athyglisvert að vera með tvö lítil börn, nóg að gera.
Á sunnudag fór ég með stóra strákinn minn í bíó á meðan Jói fór með þau yngri í sunnudagaskólann. Við fórum á myndina Skyllet Væk eða Flushed Away á ensku, þrælskemmtileg og fyndin mynd.
Litli kúturinn á heimilinu er búinn að vera veikur síðan um helgina, er með hita, hálsbólgu og hóstar mikið.
Í gær fórum við K. svo á julehygge í leikskólanum hennar B. þar sem við bjuggum til piparkökur, jólaskreytingu og allskonar jólaskreytingar, þar fengum við AUÐVITAÐ eplaskífur, piparkökur, saft og glögg. Eitthvað gleymdist að láta jólasveininn vita af gleðinni þannig að það voru nokkur svekkt börn sem fóru heim til sín.
Jæja, veiki guttinn kallar. Hej hej. Ævintýrafararnir.

laugardagur, desember 02, 2006

Jólin nálgast.

Nokkrar myndir frá vikunni sem leið.

Amma að lesa bókina sem Kristófer bjó til.
Birta að kúra hjá afa.

Aðalgæjarnir, Kristófer og Davíð Ernir.

Langamma með yngsta langömmubarnið, Ísak Örn.

Íris Gyða með litla prinsinn sinn. Arnar og Birta með flottan svip.

Langamma og Ari Rafn.


Jæja, þá er gamla settið og oldemor farin heim á klakann. Áttum yndislega daga saman, á sunnudeginum borðuðu þau hjá okkur og á mánudeginum skelltum við okkur í Tívolí ásamt Írisi Gyðu frænku frá Sverige og hennar fjölskyldu. Á þriðjudeginum fórum við að versla í FIELDS og svo fóru þau út að borða með hópnum um kvöldið. Fyrri part miðvikudags var eytt í búðarráp, ég fór í skólann og svo fóru þau heim seinnipartinn. Við kærustparið notðum tækifærið á meðan við höfðum bíl og skelltum okkur í IKEA og keyptum hillur inn í stofu og skóskápa inn á gang, svo verslar maður alltaf eitthvað fleira þegare maður fer í þessa búð.

Í gærmorgun var julehygge hjá bekknum hans K. og fór Jói með honum og eyddi morgninum þar ásamt fleiri foreldrum, það voru auðvitað borðaðar eplaskífur og drukkið saft með.

Erum loksins búin að fá svar hjá barnalækninum hvað sé að hrjá K. í sambandi við hegðun hans og atferli, þó sérstaklega socialið. Fengum nafn á þetta sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér en þetta var bæði áfall og á hinn bóginn gott að það sé búið að fá þetta á hreint svo við getum farið að gera það sem er best fyrir elsku besta strákinn okkar.

Þá er loksins kominn desember og við hér á heimilinu getum dregið fram jólaskrautið, búið að bíða eftir þessu ansi lengi, ég tala nú ekki um að opna súkkulaðidagatölin.

Við fjölskyldan erum að fara að jólaskemmtun í dag hjá gymnastik hópnum hennar B. og verðum með einn gest með okkur. Ætlum að passa hana Kristjönu Elínu litlu svo foreldrar hennar geti farið að horfa á fótbolta saman með vinum.

Þá held ég að þetta sé bara nóg í bili. Ævintýrafararnir.