fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Ekki hafa nú tveir síðustu dagar verið eftir plani móðurinnar á heimilinu. Ónei. Í gær átti sem sagt að skrifa ritgerð sem skila átti í dag og AR að fara í myndatöku hjá dagmömmunni.
AR gubbaði nokkrum sinnum í fyrrinótt og um morguninn en mamman dröslaðist nú samt með hann í myndartöku þar sem hann fékkst ekki á nokkurn hátt til að brosa. Gekk nú samt ótrúlega þrátt fyrir hóstaköst og sníderí móðurinnar. Höfðum þetta af mæðginin og skriðum heim aftur til pabba gamla sem hafði komið heim úr vinnu um nóttina nýældur og með hausverk og K. sem hafði ekki farið í skólann vegna hausverks og magaverks. Ha ha, hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Náði semsagt ekki að skrifa orð af þessari ritgerð í gær en kláraði hana svo í morgun.
AR fór til dagmömmunnar í morgun útsofinn og hress en hann svaf frá kl. 19 í gærkveldi til 6.30 í morgun. K. fór í skólann og pabbinn í vinnu, sem sagt bara svona sólahringspestir hjá öllum nema mömmunni sem hóstar ennþá eins og gamall Trabant og hljómar eins og Bóbó frændi.
Ætla nú að reyna að drulla mér á eftir með K. í klippingu og svo fer ég út á Kastrup í kvöld á taka á móti Siggu vinkonu sem verður hjá okkur næstu 6 daga og Þórunni vinkonu sem mætir til Köben með vinnufélögum. Ef manni skánar svo eitthvað meira verð ég víst að mæta í skólann á morgun, allaveganna til að skila þessari blessuðu ritgerð.
Já, þá hafið þið það.
Ég gleymdi nú að minnast á það að stóru börnin á heimilinu og pabbinn fara í skátaferð á laugardag fram á sunnudag þar sem þau gista í kofum einhversstaðar hérna í útjaðri Köben. Ég, AR og Sigga hljótum að finna okkur eitthvað að gera, kannski SINGSTARpartý, hver er með??

Hej hej. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Bestustu frænkur

Við systurnar með skvísunum okkar

Krúttið á leið í myndartöku hjá dagmömmunni
Áttum þessa yndislega helgi með Lilju og Magdalenu þar sem við systurnar versluðum eins og brjálæðingar. Við náðum líka að fara í eitt stk. stelpupartý þar sem ölið rann ljúft niður.
Pabbinn var svo yndislegur að taka öll börnin með sér í pabbaferð á sunnudagsmorgninum svo við systurnar fengum að sofa út, sem ekki allir nýttu, hmmmm.
Seinna um daginn fór B. svo með frænkum sínum í tívolí.
Já, svo rann mánudagurinn upp og prófvikan stóra rann í garð.
Musikpróf fyrir hádegi og dönskuframlæggelse eftir hádegi. Gekk vel.
Í dag; verkstæðipróf fyrir hádegi og dramapróf eftir hádegi, gekk vel þrátt fyrir ömurlega hálsbólgu og hóstaköst.
Morgundagurinn fer í að skrifa ritgerð í bevægelse sem skila þarf á fimmtudag og þá getur maður andað léttar, í bili.
Biðjum að heilsa. Ævintýrafararnir.



laugardagur, nóvember 17, 2007

Lífið á Dalslandsgade

Enn einn laugardagurinn rennur í garð og margt búið að bralla í vikunni sem leið.

K. búinn að koma tvo daga í röð heim úr skólanum með höfuðverk en svo alltaf lagast þegar heim er komið, "spúkí".
Hann fór líka með fritids á úrslitaleik í skólafótboltanum en það er keppni á milli skóla hér í DK. Ótrúlegt fjör en leikurinn fór fram í PARKEN.

Mýslan búin að fara á jólaleikrit með skólanum og á upplestur á Línu Langsokk á bókasafninu í tilefni afmælis Astrid Lindgren. Hún mótmælir því að halda áfram í dansinum þannig að laugardagsdansskólaferðunum okkar er lokið, nóg að vera í sundi og skátum.

Krúttið okkar alltaf jafn hress. Er farinn að segja hin og þessi orð, pabbi, mamma, Bitta(Birta), pippi(tippi), nammi, mín(snuddan og taubleyjan), húa(húfa) og tvær setningar; hvad er det? (hvað er þetta?) og pabbi inna (vinna). Það bætist svo við hægt og hljótt. Það er ekkert lítið að læra tvö tungumálí einu.

Pabbinn alltaf að vinna í kjötinu, syngur á miðvikudögum ( og nátturlega alla hina dagana) og sinnir búi, börnum og konu eins og sönnum karlmanni sæmir.

Mamman á fullu í skólanum þessa dagana. Var í bevægelseprófi (hreyfing/íþróttir) í fyrradag og gekk þetta þrusuvel. Svo eru 4 próf í næstu viku, 1 framlæggelse og 1 stk. ritgerð að skila. Mikið verð ég glöð á fimmtudag þegar öllu þessu er lokið.
Þá mæta líka tvær vinkonur mínar til Köben, Sigga kemur og gistir hjá okkur fram til mið 28 og Þórunn kemur með vinnufélögum sínum og fer heim aftur þann 25/11. Eigum eflaust eftir að skemmta okkur vel saman.

Talandi um góða gesti þá eru Lilja systir og Magdalena í heimsókn þessa stundina, komu á fimmtudag og fara á mánudag. Fór með mæðgunum í gær niðrí bæ að versla, miki djö... getur verið erfitt að versla, maður fær bara strengi í hendurnar. Tókum HM með stæl ásamt ekki lakari mönnum en Bubba Morthens en hann sló ekki slöku við í barnadeildinni, gaman af því.
Fórum svo öll út að borða í gærkveldi þar sem ísinn og auðvitað ölið rann ljúflega niður, nammmmmmmm.

Í dag ætlum við systurnar í FIELDS, barnlausar og fínar. Það verður örugglega ekki heldur slegið slöku við þar. Pabbinn og börnin ætla í 3 ára afmælisveislu hérna í börnerumminu til hennar Nínu Sigurrósar og fá þar eflaust þvílíkar kræsingar ala Linda og Hjalti.

Eigið góða helgi og farið varlega. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Veðrið næstu viku

Ja, ekki lítur vikan sérstaklega skemmtilega út, frekar í kaldari kantinum.

laugardagur, nóvember 10, 2007

Laugardagur, aftur....

Bara aftur kominn laugardagur og vika frá síðasta bloggi, var hvað tíminn líður hratt. Það er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur öllum í vikunni.

Kennara/foreldraviðtal hjá K. þar sem við fengum að vita að honum gengur ágætlega í skólanum, mjög vel í öllu því faglega en athyglina og socialið má bæta og auðvitað er stefnt að því. Þær sögðu að hann ætti fullt erindi í að vera í venjulegum bekk og vorum við rosalega glöð að heyra það. Þann sama dag voru báðir sálfræðingarnir, sem hann er búinn að vera að fara til, í heimsókn í bekknum hans og fylgdust með honum í tvær kennslustundir. Svo nú er það bara að bíða eftir skýrslu frá þeim sem inniheldur lokagreininguna á því sem K.líður af. Erum nátturlega búin að heyra frá lækni að hann hefur Asperger syndrom en það verður gott að fá lokagreiningu því þá getum við fengið aðstoð með hvernig á að fara að þessum málum.

Brjálað að gera í skólanum hjá mömmunni og verður út nóvember. Skilaði ritgerð í naturfag í gær, íþróttapróf og framlæggelse í dönsku í næstu viku og svo vikunni á eftir er próf í musik, verkstæði, drama og socialfagi. Í þeirri sömu viku er svo líka ritgerðarskil í íþróttum. Gaman gaman. Svo rétt fyrir Íslandsför þarf ég að skila inn barnabók eða unglingablaði sem er samið og búið til að mér, það verður nú fróðlegt.

Fékk fréttir í vikunni af því að það fjölgar í Jæjakonuhópnum sem mér finnst alveg frábært, Áslaug Anna og Rán eiga báðar von á sér í apríl með 12 daga millibili, alltaf gaman að fá lítil krútt í heiminn.

Ætlum að skella okkur til Roskílde í dag eftir dansskóla hjá B. Leigjum okkur bíl því við nennum sko ekki að draslast með lest og svo að þurfa að ná síðasta strætó frá þeim kl. 22 í kvöld. Oh hvað ég hlakka til að knúsa litla frænda, hann Benjamín Arnar, og já auðvitað systur hans líka. Ætlum að borða saman og hygge fram eftir kvöldi/nóttu.

Svo magnast nú spennan hér á heimilinu fyrir heimsókn Lilju systir og Magdalenu en þær mæta til Köben á fimmtudag og verða fram á mánudag.

Hej hej í bili. Ævintýrafararnir.

laugardagur, nóvember 03, 2007







Já þá erum við víst komin heim, svona c.a. fyrir 4 dögum síðan. Þetta var FRÁBÆR ferð, ekkert meira um það að segja. Jú jú kannski aðeins.
Versluðum mikið, sérstaklega í Liverpoolbúðinni og í PRIMARK sem er snilldarbúð.
Drukkum slatta af bjór.
Borðuðum góðan mat.
Sváfum mikið.
Keyrðum um í bus og taxa.
Sáum eitt stk. fótboltaleik sem var mega spennó og endaði 1-1 auðvitað fyrir Liverpool.
Sátum í the KOP sem er lífsreynsla út af fyrir sig.
Lentum í roki og rigningu.
Kærustupöruðumst.
Gerðum misheppnaða tilraun til að skoða Bítlasafnið.
Ferðuðumst með lestarbraki á milli Manchester og Liverpool.
Þetta var semsagt snilldarferð og komum við alveg endurnýjuð og blönk tilbaka.
Hjá Fjólu ömmu og börnunum gékk mjög vel og voru allir sáttir við tilveruna þegar við komum heim.
Nú er bara að fara að safna fyrir næstu ferð.
Helgarkveðjur. Ævintýrafararnir.