mánudagur, apríl 30, 2007

Stór dagur

hjá mýslunni okkar í dag. Síðasti leikskóladagurinn og fyrsta tönnin dettur úr.


fimmtudagur, apríl 26, 2007

Næstu

dagar í Höfninni



þriðjudagur, apríl 24, 2007

Eyjólfur 30 ára

Eyjó mágur minn er 30 ára í dag.

Innilegar hamingjuóskir frá okkur hérna í Köben elsku Eyjó.

sunnudagur, apríl 22, 2007

Mamman á djamminu


Sirkussýningin var hreint frábær og var þetta alveg alveg ekta fyrir soninn. Hann stóð sig hreint frábærlega og var að fíla sig í botn.
Letur dagsins er til heiðurs nýfæddu prinsessunni sem fæddist í gær og eru danir gjörsamlega að missa vatnið yfir henni.
Nóg var að gera hjá mömmunni um helgina. Fór út að borða með saumó á föstudagskvöldið og fórum við á fondustað. Byrjuðum á því að fá okkur kokteil og snafsa á bar við hliðina og borðuðum svo á okkur gat og drukkum enn meira. Fórum svo aðeins á röltið til að finna hinn fullkomna stað til að vera á en enduðum svo á kollegibarnum.
Jói fór í gær að hitta nokkra vini frá Íslandinu en Siggi Árni og frú voru í Höfninni í nokkra daga. Hann hitti líka Bjössa Kjúllastjóra en hann var á ferð með saumaklúbb frúarinnar þannig að það var slatti af Rangæingum þrammandi hér um göturnar yfir helgina.
Í gærkvöldi var svo vinnupartý hjá mér þar sem við hittumst heima hjá einni og borðuðum saman, einn karlmaður og 12 kvensur. Er gjörsamlega dottin úr æfingu með að drekka tvo daga í röð þannig að ég var nú komin frekar snemma heim.
Í dag skelltum við okkur svo í bíó með tvö eldri börnin þar sem við sáum Turtlesmyndina sem er nú bara þrælgóð. Krúttið okkar var í heimsókn hjá Ragnheiði, Ingva og Sindra í J-inu á meðan.
Var að horfa á veðurfréttirnar og lítur næsta vika alveg rosalega vel út. Hitinn fer hækkandi og um miðja vikuna á hitinn að vera yfir 20 gráðunum, jess.
Farvel. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Ótrúlegt

en satt eru allir orðnir hressir, sjöníuþrettán.

Jói búinn að fara 2svar í sjúkraþjálfun, aðallega til að fá góð ráð og er hann orðinn þokkalegur í bakinu.

AR er reyndar enn með eyrnabólgu en hann virðist ekkert finna til og vill dokksi bara leifa honum vinna á þessu sjálfur.

Talandi um krúttið okkar þá er hann farinn að ganga. Þrammar hér um allt eins og drukkinn sjómaður og við foreldrarnir og systkinin að drepast úr stolti.

Alla vikuna er K. búinn að vera að æfa sirkusatriði í skólanum en það er alvöru sirkusfólk sem er að æfa krakkana og verður generalprufa í fyrramálið og er tilvonandi skólabörnum boðið sem er jú B. meðal annars en hún fer með leikskólanum og svo annað kvöld er svo aðalsýningin og er okkur foreldrunum og systkinum boðið. Það eru 6 bekkir sem taka þátt í þessu og er þetta alveg rosalega skemmtilegt að sögn K. Erum alveg rosalega spennt að sjá því það er búin að vera mikil leynd yfir atriðinu hans og er ég alveg viss um að það eiga eftir að leka nokkur tár niður stoltar kinnar á sumum mömmum, nefnum engin nöfn.

Annars erum við rosalega glöð eftir góðan fund sem við fórum á í morgun í skólanum hans K. en á fundinum voru Klaus, kennari K. Lissie, starfsmaður á fritidsheimili K. Henning skólastjórinn og Johannes, sálfræðingur skólans. Umræðuefnið var skólaframtíð K. hvernig hann hefði það og hvernig honum gangi í skólanum þessa dagana. Allaveganna erum við rosalega ánægð með það að hann þarf ekki að skifta um skóla, hann á smá saman að aðlaga sig inn í einn af 1. bekkjunum fram að sumarfríi og svo á að sjá til hvort hann haldi þá bara ekki áfram í 2. bekk næsta haust. Þetta voru frábærar fréttir því við vorum hrædd um að hann þyrfti að fara í annan skóla og þá þyrfti hann að skipta um fritidsheimili líka og það hefði verið alveg rosalegt sjokk fyrir hann. Allavega á að sjá til hvernig hann bregst við þessu og vonum við auðvitað það besta.

Síðasti bíladagurinn okkar í dag en Hafdís og co. koma heim á morgun. Erum búin að nýta bílinn þokkalega miðað við veikindaaðstæður en í gær fórum við og keyptum okkur eldhússtóla og í dag var síðasta BILKAferðin okkar.

Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, apríl 15, 2007

Sólin skín þrátt fyrir veikindasukk


Áfram heldur veikindastríðið hér á heimilinu. K. fór nú í skólann á föstudaginn og seinni partinn keyrðum við til Roskilde til að borða með Kollu og co. og Tryggva Jóabróður og Grétu konu hans.
Greyjið K. var bílveikur og ældi á leiðinni og svo aftur um kvöldið eftir að hann var sofnaður heima hjá Kollu.

En sem betur fer var hann bráðhress á laugardagsmorguninn því veðrið var frábært í gær. Við vorum úti nánast allan daginn en svo fór Jói að tala um að honum væri kalt, halló það var um 20 stiga hiti. Eitthvað var þetta nú skrítið og var þá karlanginn kominn með hita og er með enn. Vorum nú líka úti næstum því í allan dag nema Jói og eru allir í fjölskyldunni komnir með lit.

Erum vonandi búin að taka út allan veikindapakkann fyrir árið 2007 þannig að það er bara heilbrigði og gleði framundan.

Ný vika framundan sem inniheldur margt og mikið, m.a. sirkus, sjúkraþjálfun, skólamyndartaka, foreldraviðtal, eldhústólaleit og margt fleira.

Farvel. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Skrautlegir páskar

Sárlasinn krúsilíus

Davíð Ernir með eggið sitt


Mýslan okkar með sín egg


Krúttið okkar með brotna eggið sitt sem foreldrarnir borðuðu


Ísak Örn fékk ekkert egg þessa páskana


Svíþjóðarferðin okkar varð nú ansi skrautleg.
Keyrslan og siglingin gekk fantavel og tók ferðin rétt um 2 tíma.

Á laugardeginum skelltum við kvensurnar og Ísak litli okkur til Ullared en það er ógeðslega stór og ódýr búð, þar getur maður keypt nánast allt sem hugann girnir. Verslaði föt á alla fjölskyldumeðlimi og hitt og þetta í leiðinni. Strákarnir skelltu sér á stað sem heitir Busfabrik og skemmtu sér þar alveg kostulega. en það er einhverskonar leikstaður fyrir börn. Um kvöldið var K. kominn með bullandi hita og gat ekki gætt sér á veislumatnum sem við hin gúffuðum í okkur.

Páskadagur genginn í garð og börnin leituðu að eggjunum sínum og fundu þau auðvitað fyrir rest en þá var ég komin með hita, ekkert smá skemmtilegt lið að vera með í heimsókn. Jói ennþá slæmur í bakinu og AR hitalaus en ennþá með eyrnabólgu. B. var sú eina sem var heilbrigð ef svo mætti segja. Þannig að páskadagur varð ansi rólegur í alla staði sem var svo sem ágætt.

Annan í páskum keyrðum við heim á ný og gekk ferðin vel þrátt fyrir marga hnerra og sníting.

Takk enn og aftur fyrir okkur elsku Íris Gyða, Arnar, Davíð Ernir og Ísak Örn. Við lofum eins og um var samið að koma næst með læknisvottorð, ha ha.

Þannig að í dag vorum við heima, mamman, pabbinn og elsta barnið. Býst nú við að við K. förum nú á morgun í vinnu og skóla en Jói er ekki orðinn nógu góður þannig að hann verður heima.

Haldiði ekki bara að litla skvísan okkar hafi verið að sína mér að hún sé með laflausa tönn, litla barnið mitt, ekkert smá spennó fyrir hana.

Farvel. Ævintýrafararnir.











föstudagur, apríl 06, 2007

Svíþjóð, her kommer vi!!!


Jæja, erum að leggja af stað til Svíþjóðar. Dokksi kom í gær og gaf Jóa sterkara verkjalyf sem virkar mjög vel og AR fékk pensilín.

Vonandi eigið þið yndislega páska og ekki borða nú yfir ykkur af súkkulaði.

Gleðilega páska.

Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Svíþjóð??????

Jæja, ferðaplanið okkar um páskana lítur nú ekki mjög vel út þessa stundina. Jói er búinn að vera slæmur í bakinu síðustu daga og fór til læknis í gær sem sagði hann vera með þursabit og gaf honum verkjatöflur. Í morgun þegar hann vaknaði gat hann ekki hreyft sig og liggur hann í rúminu þessa stundina sárkvalinn og bíðum við nú eftir lækni til að kíkja á hann. Vonandi fær hann kannski eitthvað sterkara svo hann geti nú allaveganna farið fram úr rúminu og svo verðum við bara að sjá til með Svíþjóðarferðina sem við stefnum á á morgun.

Ekki nóg með það að húsbóndinn sé rúmfastur þá tók ég eftir því í morgun að AR er kominn með eyrnabólgu og er örugglega með hitavellu, enn einu sinni. Ætla að biðja lækninn um að kíkja á hann í leiðinni, þessu ætlar bara ekki að linna.

Annars skellti ég mér í gærkvöldi út með nokkrum úr saumó og fórum við niðrí bæ og drukkum fullt af kokteilum, nammmmi nammm. Hef nú ekki verið þekkt fyrir að drekka svoleiðis en mikið djö... voru þeir nú góðir. Gaman að fara svona út og spjalla og tala nú ekki um að drekka og var frekar gaman að hjóla heim með vindinn í bakið. Eigum örugglega eftir að endurtaka þetta.

Læt ykkur vita framhaldið seinna því nú þarf ég að fara í þvottahúsið.
Bæjó. Ævintýrafararnir.