þriðjudagur, september 30, 2008
mánudagur, september 29, 2008
föstudagur, september 26, 2008
miðvikudagur, september 24, 2008
þriðjudagur, september 23, 2008
Púha hvað ég er þreytt. Er farin að hjóla í vinnuna og eru þetta 9 km aðra leiðina og ég hjóla sko ekkert rólega, það er sko gefið í. Þetta er samt ótrúlega hressandi og verður nátturlega léttara með hverjum deginum.
Var í vinnunni í gær frá 8.30 til 20, langur vinnudagur. Vorum með stofufund (bein þýðing) þar sem við á minni deild planlögðum veturinn, s.s hvað á að gera með börnunum t.d. rytmik og sanglege. Borðuðum saman og höfðum það kósí.
Í dag fórum ég og AR í 3 ára afmælisveislu hjá henni Líf en hún býr hérna á kolleginu ásamt mömmu sinni, pabba og bumbubrósa. Fengum dýrindis kræsingar og komum svo heim til B, K, og pabbans sem sátu og borðuðu fiskibollur, ha ha ha.
Svo á morgun er vinna, starfsmannafundur og svo beint á foreldrafund hjá K. bekk. Hjóli hjóli hjóli fram og tilbaka, jeiiiii.
Farin að sofa. Bæ. Ævintýrafararnir.
Var í vinnunni í gær frá 8.30 til 20, langur vinnudagur. Vorum með stofufund (bein þýðing) þar sem við á minni deild planlögðum veturinn, s.s hvað á að gera með börnunum t.d. rytmik og sanglege. Borðuðum saman og höfðum það kósí.
Í dag fórum ég og AR í 3 ára afmælisveislu hjá henni Líf en hún býr hérna á kolleginu ásamt mömmu sinni, pabba og bumbubrósa. Fengum dýrindis kræsingar og komum svo heim til B, K, og pabbans sem sátu og borðuðu fiskibollur, ha ha ha.
Svo á morgun er vinna, starfsmannafundur og svo beint á foreldrafund hjá K. bekk. Hjóli hjóli hjóli fram og tilbaka, jeiiiii.
Farin að sofa. Bæ. Ævintýrafararnir.
sunnudagur, september 21, 2008
Þá er yngsta barnið byrjað í gymnastik (leikfimi) á fimmtudögum hérna á Kolleginu og er hæstánægður með það. Getur hoppað og skoppað eins og íþróttaálfurinn.
Svo var K. hjá tannréttingalækni sem sagði að við ættum að bíða eitt ár í viðbót, þetta liti svo vel út og vorum við ansi ánægð með þær fréttir.
Annars var helgin róleg og innihélt meðal annars:
Íslenskuskóla hjá stóru börnunum.
Build a Bear ferð hjá mýslunni.
Yu-Gi-Oh kortakaup stóra drengsins.
Jakkakaup mömmunnar.
Legeplads.
Vinnufélagadjamm hjá pabbanum.
Buxnakaup handa mýslunni.
MGP 2008(eurovision barna)gláp.
Það eru 94 dagar til jóla.
Bæ bæ. Ævintýrafararnir.
fimmtudagur, september 18, 2008
sunnudagur, september 14, 2008
Jæja þá er enn ein helgin liðin og maður fær engu að ráða.
Síðasta vika leið hratt og örugglega. Við mæðgurnar lágum veikar heima mán og þri en erum orðnar sprækar á ný.
Höfðum Aniku Rut vinkonu B. og nágranna okkar í heimsókn og gistingu á föstudag. Pabbinn á heimilinu fór í bíó ásamt slatta af kollegipöbbum og svo var nú eitthvað kíkt út á lífið á eftir.
Á laugardagsmorgninum hjóluðum við; ég , K og B niður í Jónshús þar sem börnin eyddu 2 1/2 tíma í Íslenskuskólanum á meðan ég kíkti í búðir.
Strax eftir skólann brunuðum við svo til Roskilde til að leysa Kollu og Óla af hólmi en þau fóru til Köben að horfa á Liv-Man.U. og svo eitthvað út á lífið og gistu svo heima hjá okkur, s.s. slétt skipti, djamm og huggó v.s. 4 börn............ha ha. Fjóla og Gummi, vinir okkar hérna á Kolleginu voru svo yndisleg að lána okkur bílinn sinn svo við sluppum við bus-tog-bus ferð dauðans, ekkert smá mikill munur. En já, pössunin gékk rosa vel enda yndisleg börn þarna öllsömul.
Komum svo heim um 3 leytið í dag og höfðum það bara huggulegt úti í góða veðrinu.
Ég tók fullt af myndum af krökkunum en kortið í myndavélinni missti vitið þegar ég var að setja þær inn þannig að þær hurfu, glatað. Set hérna tvær inn í staðinn af AR og EE sem Eyrún tók síðustu helgi þegar AR gisti hjá þeim, algjör krútt.
Jæja, bið ykkur vel að lifa. Ævintýrafararnir.
Síðasta vika leið hratt og örugglega. Við mæðgurnar lágum veikar heima mán og þri en erum orðnar sprækar á ný.
Höfðum Aniku Rut vinkonu B. og nágranna okkar í heimsókn og gistingu á föstudag. Pabbinn á heimilinu fór í bíó ásamt slatta af kollegipöbbum og svo var nú eitthvað kíkt út á lífið á eftir.
Á laugardagsmorgninum hjóluðum við; ég , K og B niður í Jónshús þar sem börnin eyddu 2 1/2 tíma í Íslenskuskólanum á meðan ég kíkti í búðir.
Strax eftir skólann brunuðum við svo til Roskilde til að leysa Kollu og Óla af hólmi en þau fóru til Köben að horfa á Liv-Man.U. og svo eitthvað út á lífið og gistu svo heima hjá okkur, s.s. slétt skipti, djamm og huggó v.s. 4 börn............ha ha. Fjóla og Gummi, vinir okkar hérna á Kolleginu voru svo yndisleg að lána okkur bílinn sinn svo við sluppum við bus-tog-bus ferð dauðans, ekkert smá mikill munur. En já, pössunin gékk rosa vel enda yndisleg börn þarna öllsömul.
Komum svo heim um 3 leytið í dag og höfðum það bara huggulegt úti í góða veðrinu.
Ég tók fullt af myndum af krökkunum en kortið í myndavélinni missti vitið þegar ég var að setja þær inn þannig að þær hurfu, glatað. Set hérna tvær inn í staðinn af AR og EE sem Eyrún tók síðustu helgi þegar AR gisti hjá þeim, algjör krútt.
Jæja, bið ykkur vel að lifa. Ævintýrafararnir.
sunnudagur, september 07, 2008
Já, góðir voru þeir og þegar þeir tóku lagið "Loosing my Religion" þá varð allt vitlaust. Erum semsagt hæstánægð með gærkveldið.
Þetta var reyndar soldið drama því K. var með háan hita í gærmorgun og svo var B. komin með hita þegar við vorum að fara út en sem betur fer eigum við góða að sem pössuðu vel uppá börnin okkar og erum við þeim afar þakklát, hefði verið frekar svekkjandi að þurfa að hætta við.
Svo í morgun fóru feðgarnir með pabbaklúbbnum til Ballerup að skoða bóndabæ með öllu tilheyrandi en ég sit hérna heima og hjúkra sjúklingunum mínum.
Jæja, eigið góðan dag. Knus og kram. Ævintýrafararnir.
föstudagur, september 05, 2008
Mýslan mín fallega......
Núna sitjum við mæðgurnar og huggum okkur yfir Vild med dans á meðan bræðurnir sitja í sitthvoru herberginu og glápa á tv, sá stutti alveg heillaður yfir Emil í Kattholti og hinn lasinn að glápa á einhvern unglingaþátt. Pabbinn í vinnunni að þéna extra pening fyrir helgina, við erum jú á leiðinni á djammið við kærustuparið.
Það er komið að því, REM. Börnunum komið fyrir á þremur stöðum, K. hjá Rókur, færeyskum vini sínum, B. hjá Aniku Rut, vinkonu sinni og AR hjá Eysteini, vini sínum. Við ætlum að skella okkur út að borða og kannski hella í okkur nokkrum kokteilum fyrir tónleika, shitt hvað ég er spennt.
Byrjum morgundaginn á skólasetningu Íslenskuskólans en unglingurinn sleppur víst þar sem hann er með bullandi hita, komst ekki í fyrsta sundtímann sinn í dag, buhu. Vonum nú að hann verði skárri annað kvöld.
Góða helgi allir saman og skál. Ævintýrafararnir.
Núna sitjum við mæðgurnar og huggum okkur yfir Vild med dans á meðan bræðurnir sitja í sitthvoru herberginu og glápa á tv, sá stutti alveg heillaður yfir Emil í Kattholti og hinn lasinn að glápa á einhvern unglingaþátt. Pabbinn í vinnunni að þéna extra pening fyrir helgina, við erum jú á leiðinni á djammið við kærustuparið.
Það er komið að því, REM. Börnunum komið fyrir á þremur stöðum, K. hjá Rókur, færeyskum vini sínum, B. hjá Aniku Rut, vinkonu sinni og AR hjá Eysteini, vini sínum. Við ætlum að skella okkur út að borða og kannski hella í okkur nokkrum kokteilum fyrir tónleika, shitt hvað ég er spennt.
Byrjum morgundaginn á skólasetningu Íslenskuskólans en unglingurinn sleppur víst þar sem hann er með bullandi hita, komst ekki í fyrsta sundtímann sinn í dag, buhu. Vonum nú að hann verði skárri annað kvöld.
Góða helgi allir saman og skál. Ævintýrafararnir.