sunnudagur, ágúst 31, 2008
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
Ísland er einfaldlega besta land í heimi, ikke???
Vá, ég var að horfa á um 30.000 íslendinga taka á móti handboltalandsliðinu okkar, shit hvað ég var stolt af því að vera Íslendingur. Hlítur að vera geðveikt að vera landsliðsmaður og fá svona móttökur. Og jakkafötin sem Páll Óskar var í, algjör snilld.
Annars er ég núna í skólanum í 3 daga þar sem við hlustun á fyrirlestra og hittum umsjónarkennarann okkar og förum yfir hvernig gengur í praktíkinni. Og smá mont frá mér, var að fá einkunn fyrir Bevægelsesritgerðina mína sem ég skrifaði ein og skilaði fyrir sumarfrí, fékk 10 og er ógeðslega ánægð með það. Kennarinn bað þar að auki um að fá að halda ritgerðinni til að sýna framtíðar nemendum hvernig á að gera þetta, ójá kella, ekkert mál, ha ha. Verði þeim að góða að lesa íslensku/dönskuna mína.
Krakkarnir byrjaðir á fullu í skátunum og var B. að baka bollur fyrr í dag með félögum sínum. K. var að æfa sig að saga og fær bráðum 1 árs merkið sitt, svaka spenntur.
Svo var K. í dýragarðinum í dag með bekknum sínum í hellirigningu en það skemmdi ekki fyrir, honum fannst alveg rosa gaman enda vel gallaður í gúmmískóm, íslendingurinn klikkar ekki á því.
Grillcafé á föstudagskvöld á fritidsheimilinu hans K. þar sem við tökum kjöt með okkur og grillum og þeir bjóða upp á meðlæti. Svo auðvitað er selt öl og gos á staðnum.
Já, svo fjölgar enn saumklúbbsafkvæmum. Kolbrún og Maggi í K-inu voru að eignast hana Kötlu Guðnýju fyrir 3 dögum og gekk allt eins og í sögu. 3 börn fædd á þessu ári og eitt á leiðinni í janúar, gaman að þessu.
Stefnum á tívolíferð um helgina og verður Bakken fyrir valinu. Spáin um helgina er geðveik, 23-24 stiga hiti og sól. Dejligt.
Farvel. Ævintýrafararnir.
sunnudagur, ágúst 24, 2008
fimmtudagur, ágúst 21, 2008
Vá hvað vikan er fljót að líða. Rétt að koma helgi sem er þokkalega velkomin.
Búið að vera nóg að gera síðustu daga. Starfsmannafundur sem endaði með grilli, öli og megatertum. Í gær fór ég á foreldrafund hjá 1.V sem er B. bekkur. Eins og ég hef áður sagt var hún að byrja í nýjum bekk og líst mér mjög vel á þennan foreldrahóp. Þekki auðvitað eitthvað af þeim þar sem helmingur gamla bekksins fylgdi B. en kennurunum hef ég ekki kynnst áður og líst mér mjög vel á. B. segist fíla þennan bekk betur en gamla bekkinn sem er bara gott.
Helgin fer í rólegheit. Erum að spá í dýragarðsferð því það er ansi langt síðan við höfum farið þangað og er spáin bara ansi hliðholl okkur, gaman gaman.
Já, svo á morgun er ég að fara í sund með eitt af börnunum okkar á stofunni, hana Josefine. Hún er blind, er með krónískan hósta, ræður ekki hreyfingum sínum og getur ekki tjáð sig nema með að hreyfa aðra hendina. Algjör gullmoli þessi stelpa sem er 6 ára en er svipuð á lengd og AR. Spennandi verkefni framundan en ég verð að viðurkenna að ég er með nokkur fiðrildi í maganum, ekki alveg vön svona löguðu ennnnn.....kemur í ljós hvernig gengur.
Þangað til næst..Ævintýrafararnir.
Búið að vera nóg að gera síðustu daga. Starfsmannafundur sem endaði með grilli, öli og megatertum. Í gær fór ég á foreldrafund hjá 1.V sem er B. bekkur. Eins og ég hef áður sagt var hún að byrja í nýjum bekk og líst mér mjög vel á þennan foreldrahóp. Þekki auðvitað eitthvað af þeim þar sem helmingur gamla bekksins fylgdi B. en kennurunum hef ég ekki kynnst áður og líst mér mjög vel á. B. segist fíla þennan bekk betur en gamla bekkinn sem er bara gott.
Helgin fer í rólegheit. Erum að spá í dýragarðsferð því það er ansi langt síðan við höfum farið þangað og er spáin bara ansi hliðholl okkur, gaman gaman.
Já, svo á morgun er ég að fara í sund með eitt af börnunum okkar á stofunni, hana Josefine. Hún er blind, er með krónískan hósta, ræður ekki hreyfingum sínum og getur ekki tjáð sig nema með að hreyfa aðra hendina. Algjör gullmoli þessi stelpa sem er 6 ára en er svipuð á lengd og AR. Spennandi verkefni framundan en ég verð að viðurkenna að ég er með nokkur fiðrildi í maganum, ekki alveg vön svona löguðu ennnnn.....kemur í ljós hvernig gengur.
Þangað til næst..Ævintýrafararnir.
miðvikudagur, ágúst 20, 2008
Þú veist að það er 2008 ef.....
1. Þú ferð í party og byrjar á því að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu... Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi,mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun
1. Þú ferð í party og byrjar á því að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu... Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi,mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun
mánudagur, ágúst 18, 2008
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu daga og vikur.
Ég er byrjuð í praktik sem þýðir að ég er að vinna á leikskóla fyrir fjölfötluð börn og verð þar í sex mánuði. Ansi erfið en spennandi vinna þar sem ég er að passa mjög fötluð börn, ansi góð áminning á hvað maður er nú heppinn að eiga "normal" og "heilbrigð" börn.
K. byrjaður í 3. bekk og er kominn á fullt í heimalærdóm og er farinn að læra ensku, þokkalega ánægður með það. Skátastarfið byrjaði líka í dag og svo byrjar sundið í byrjun september.
B. er byrjuð í 1. bekk og er ótrúlega stolt af því. Kom heim með bros út að eyrum í dag, ástæðan var sú að hún átti að læra heima, vá hvað hún var stolt, ha ha, veit ekki hverju hún á von á í framtíðinni. Svo eru það skátarnir og sundið, nóg að gera.
Fyrsti skóladagurinn, mýslan og Rasmus, besti vinur hennar.
Til að bæta aðeins á fara þau í Íslenskuskólann á laugardögum niður í Jónshús og er það nú til að undirbúa þau fyrir skólann á Íslandi á næsta ári.
Dugnaðarstrákurinn okkar.
AR talar orðið alveg fullt, bæði íslensku og dönsku og er hættur með bleyju. Aðeins á næturnar og þegar á að gera nr.2.
Svo er nátturlega allt fínt að frétta af pabbanum. Alltaf að vinna og fer svo að byrja í söngnum í byrjun sep. Kallinn ætlar svo að skella sér í meiraprófið í haust til að vera við öllu búinn þegar mætt er á klakann næsta sumar.
Annars áttum við ansi góða helgi. Mýslan fór til Roskilde í stelpupartý og eyddi þar helginni. Ég, Elín og Fjóla hjálpuðum Söndru og Orra að mála kjallarann á húsinu þeirra. Inná milli drukkum við öl, horfðum á eitt stk handboltaleik og svo um kvöldið skelltum við okkur niður í bæ þar sem við renndum niður nokkrum kokteilum og skelltum okkur á hommabar þar sem við tjúttuðum. Feðgarnir höfðu það gott hérna heima í DVD glápi og nammiáti.
Svo fór sunnudagurinn í góðan göngutúr þar sem við gáfum fuglunum á Christianshavn smá brauðbita og fengum okkur ís á eftir í blíðskaparveðri.
Það styttist nú líka í að börnin okkar á Íslandi fari að byrja í skólanum og Ásrún Ýr sko að byrja í 1. bekk, spennó.
Jæja, ætla að skella inn nokkrum myndum.
Hej hej. Ævintýrafararnir.
Ég er byrjuð í praktik sem þýðir að ég er að vinna á leikskóla fyrir fjölfötluð börn og verð þar í sex mánuði. Ansi erfið en spennandi vinna þar sem ég er að passa mjög fötluð börn, ansi góð áminning á hvað maður er nú heppinn að eiga "normal" og "heilbrigð" börn.
K. byrjaður í 3. bekk og er kominn á fullt í heimalærdóm og er farinn að læra ensku, þokkalega ánægður með það. Skátastarfið byrjaði líka í dag og svo byrjar sundið í byrjun september.
B. er byrjuð í 1. bekk og er ótrúlega stolt af því. Kom heim með bros út að eyrum í dag, ástæðan var sú að hún átti að læra heima, vá hvað hún var stolt, ha ha, veit ekki hverju hún á von á í framtíðinni. Svo eru það skátarnir og sundið, nóg að gera.
Fyrsti skóladagurinn, mýslan og Rasmus, besti vinur hennar.
Til að bæta aðeins á fara þau í Íslenskuskólann á laugardögum niður í Jónshús og er það nú til að undirbúa þau fyrir skólann á Íslandi á næsta ári.
Dugnaðarstrákurinn okkar.
AR talar orðið alveg fullt, bæði íslensku og dönsku og er hættur með bleyju. Aðeins á næturnar og þegar á að gera nr.2.
Svo er nátturlega allt fínt að frétta af pabbanum. Alltaf að vinna og fer svo að byrja í söngnum í byrjun sep. Kallinn ætlar svo að skella sér í meiraprófið í haust til að vera við öllu búinn þegar mætt er á klakann næsta sumar.
Annars áttum við ansi góða helgi. Mýslan fór til Roskilde í stelpupartý og eyddi þar helginni. Ég, Elín og Fjóla hjálpuðum Söndru og Orra að mála kjallarann á húsinu þeirra. Inná milli drukkum við öl, horfðum á eitt stk handboltaleik og svo um kvöldið skelltum við okkur niður í bæ þar sem við renndum niður nokkrum kokteilum og skelltum okkur á hommabar þar sem við tjúttuðum. Feðgarnir höfðu það gott hérna heima í DVD glápi og nammiáti.
Svo fór sunnudagurinn í góðan göngutúr þar sem við gáfum fuglunum á Christianshavn smá brauðbita og fengum okkur ís á eftir í blíðskaparveðri.
Það styttist nú líka í að börnin okkar á Íslandi fari að byrja í skólanum og Ásrún Ýr sko að byrja í 1. bekk, spennó.
Jæja, ætla að skella inn nokkrum myndum.
Hej hej. Ævintýrafararnir.
mánudagur, ágúst 04, 2008
Börnin mín og börnin þín eru að berja barnið okkar.......eða réttara sagt: barnið okkar er að berja börnin mín og börnin þín.
Þetta lýsir sumarfríinu okkar ansi vel.. nei spaug, annars var nú ekki mikið um barsmíðar, frekar huggulegheit.
1 vika í sumarbústað á Apavatni í frábæru veðri þar sem við veiddum, sigldum, kíktum á Gullfoss og Geysi, fórum í sund á Borg í Grímsnesi,héldum upp á 8 ára afmæli SB, hengum í heita pottinum, fengum góðar heimsóknir og lékum okkur.
BORGARSANDSBARNABÖRNIN
Margt brallað á 24 dögum
1 helgi í útilegu við bæinn Galtalæk með frábæru fólki.
Bíóferð til Reykjavíkur þar sem við stelpurnar fórum á KungFu Panda og barnsfeður mínir fóru með strákana á HULK.
Jarðaför.
Matarboð í sveitina til Dagrúnar og co.
Nokkrar ferðir á KFC, nammi namm.
Matarboð upp á Flúðum í hjólhýsi með tengdafjölskyldunni.
Sundferð á Laugaland.
Matarboð til litlu systir og fjölskyldu.
Margar sundferðir í Hellulaug.
Huggulegt kvöld með Siggu vinkonu þar sem runnu niður nokkrir kaldir í nýja notalega kotinu hennar.
StokksEyrarbakkaferð með Jónu Siggu og fjölsk, þar sem við veiddum lifandi krabba, lékum okkur og enduðum góðan dag á Hótel Hlíð í grilli, heitum potti og huggulegheitum.
Rosalega margar ísferðir.......
Semsagt áttum við yndislegt frí með börnunum okkar fimm og hlökkum við nú bara til jólanna, þá verðum við aftur öll saman og hittum vonandi sem flesta á Íslandinu.
B og K urðu eftir hjá pabba sínum og koma í nótt, helv.... seinkun alltaf hjá Express. Áttu að koma í kvöld en eiga að lenda kl. 3.
Ok, nóg í bili. Ævintýrafararnir.
Þetta lýsir sumarfríinu okkar ansi vel.. nei spaug, annars var nú ekki mikið um barsmíðar, frekar huggulegheit.
1 vika í sumarbústað á Apavatni í frábæru veðri þar sem við veiddum, sigldum, kíktum á Gullfoss og Geysi, fórum í sund á Borg í Grímsnesi,héldum upp á 8 ára afmæli SB, hengum í heita pottinum, fengum góðar heimsóknir og lékum okkur.
BORGARSANDSBARNABÖRNIN
Margt brallað á 24 dögum
1 helgi í útilegu við bæinn Galtalæk með frábæru fólki.
Bíóferð til Reykjavíkur þar sem við stelpurnar fórum á KungFu Panda og barnsfeður mínir fóru með strákana á HULK.
Jarðaför.
Matarboð í sveitina til Dagrúnar og co.
Nokkrar ferðir á KFC, nammi namm.
Matarboð upp á Flúðum í hjólhýsi með tengdafjölskyldunni.
Sundferð á Laugaland.
Matarboð til litlu systir og fjölskyldu.
Margar sundferðir í Hellulaug.
Huggulegt kvöld með Siggu vinkonu þar sem runnu niður nokkrir kaldir í nýja notalega kotinu hennar.
StokksEyrarbakkaferð með Jónu Siggu og fjölsk, þar sem við veiddum lifandi krabba, lékum okkur og enduðum góðan dag á Hótel Hlíð í grilli, heitum potti og huggulegheitum.
Rosalega margar ísferðir.......
Semsagt áttum við yndislegt frí með börnunum okkar fimm og hlökkum við nú bara til jólanna, þá verðum við aftur öll saman og hittum vonandi sem flesta á Íslandinu.
B og K urðu eftir hjá pabba sínum og koma í nótt, helv.... seinkun alltaf hjá Express. Áttu að koma í kvöld en eiga að lenda kl. 3.
Ok, nóg í bili. Ævintýrafararnir.