föstudagur, febrúar 29, 2008

Afmælisbarnið og auðvitað við líka viljum þakka fyrir allar kveðjurnar.
Hérna koma nokkrar myndir frá gærdeginum:


Hjólið sem hann fékk frá okkur


Flotta kakan sem var tekin með í skólann


Nývaknaður tilbúinn að opna pakkana


Strákagengið í afmælinu


Afmælisbarnið úti að borða um kvöldið

Hann fékk auðvitað fullt af fínum gjöfum þ.á.m. flíspeysu, Transformersskóladót, Transformerskall, skyrtu, 2 boli, buxur, peysu, sólgleraugu, Legóbíl, Lúdó, pening, rakspýra, 2 DVD myndir og 10 perluplötur og hálskeðju frá systir sinni.

Knús. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Kristófer 9 ára

Í dag, er elski besti og fallegasti strákurinn okkar 9 ára.


1 árs

3 ára

6 ára

7 ára

8 ára

9 ára

mánudagur, febrúar 25, 2008

Ace Ventura klikkar ekki....eða þannig

Hann er svo yndislegur hann yngri sonur minn. Nýjasta nýtt hjá honum er að biðja um að fá að sjá Ace Ventura nr. 2 og svo grætur hann sáran yfir byrjunaratriðinu þegar Ace er að reyna að bjarga Þvottabirni niður af klettum en svo hrapar hann, sko þvottabjörninn. Svo þegar atriðið er búið þá vill hann ekki sjá meira, er alveg miður sín. Ótrúlegt alveg.

Annars er krúttið kominn á pensilínskammt nr. 2 sem hann fékk í morgun og er kominn aftur með háan hita. Þetta er alveg óþolandi þetta veikindastand, hann er svo pirraður greyið að hanga hér inni alla daga og ekki erum við minna pirraðri. Þetta hlýtur að lagast fljótlega, er það ekki????

Var að byrja í nýju í skólanum í dag. Erum núna í bland þeir 3 bekkir sem byrjuðu á sama tíma, A-B-C og áttum við að velja á milli 6 þema þ.e. 0-6 ára, 6-10 ára, 10-16 ára, börn með sérþarfir eða fatlaðir fullorðnir. Ég valdi 0-6 ára þar sem ég ætla að vinna í leikskóla í framtíðinni og verðum við næstu vikurnar að heimsækja ýmsar stofnanir tengdum þessum aldri og köfum djúft niður í bækur og teoriur til að læra sem mest um þennan aldur. Förum t.d. í heimsókn í leikskóla í Svíþjóð sem verður eflaust forvitnilegt. Já, ansi spennandi tími framundan. Já svo auðvitað í restina verður skrifuð ritgerð og framlæggelse fyrir einn af hinum hópunum.

Jæja, best að sinna litla sjúklingnum.

Knús á línuna. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

7 var það heillin!!

Jei, búin að fremlægge og gekk það bara nokkuð vel. Fékk mína fyrstu einkunn en hún fer ekki á einkunnablaðið mitt, bara svona til að gefa manni hugmynd um hvernig þetta gekk. Fengum 7 sem er víst bara alveg ágætt en það er nýr einkunnaskali hérna þar sem 12 er mest, svo kemur 10, 7, 4, 02, 00 og neðst er -3, ótrúlegt alveg að það sé hægt að fá mínus.
Fundur í kvöld hjá stjórn foreldrafélagsins á fritids hjá Birtu og verður maður víst að mæta þangað og svo á eftir því er saumó hjá me, myself and I í kvöld, stuð!!!
Jæja, annars er ekkert sérstakt að frétta. Ætla nú bara að fara og kúra aðeins, fékk ekkert mjög mikinn svefn í nótt, krúttið eitthvað að vesenast og svo var nátturlega vaknað eldsnemma til að fara í sturtu og sjæna sig fyrir fremlæggið.
Hej hej. Ævintýrafararnir.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Tá eru allir ordnir hressir á heimilinu, loksins.
Stóru børnin fóru í bíó med pabbanum um helgina og sáu Asterix. Annars var helgin ansi róleg.
Erum búin ad fjárfesta í flugmidum til Íslands, mætum á svædid 30. júní og førum heim aftur 23. júlí. Stóru børnin verda til 4. ágúst hjá pabba sínum.
Svo er ákvedid ad Bergdís Líf besta frænka komi til okkar 18. júní og fljúgi med okkur svo til Íslands, hløkkum mikid til ad fá hana í heimsókn.
Svo styttist í ad stóri strákurinn okkar verdi 9 ára, fimmtudag í næstu viku. Tá er stefnt á strákapartý í børnerumminu.
B. fer í afmæli til vinkonu sinnar í dag beint úr skólanum, stóra systirin sækir tær í skólann. Hún fór øll uppstrílud og fín med rós í hárinu í skólann, svaka skvísa.

Jæja, best ad fara aftur í tíma, er sko í skólanum. Fremlæggelse á morgun, shit......
Knus og kram. Ævintýrafararnir.

fimmtudagur, febrúar 14, 2008


Já, sólin skín í Kaupmannahöfn en það er sko skítkalt.

Þessari veikindahrynu ætlar ekki að linna, krúttið vaknaði í morgun með eyrnabólgu en réttara sagt flæðir viðbjóður úr eyranu á honum. Fórum nú með hann til dagmömmunnar en þurftum svo að sækja hann um hádegið, þá var minn ekkert sérstaklega hress. Vildi bara koma heim og sofa sem hann jú gerði, aðeins 3 tíma, takk fyrir.
Höfum hann heima á morgun og ætlum við kíkjum ekki til dokksa, þ.e. ef hann verður ekki betri á morgun.

Mamman er á fullu í hópavinnu, er búin að vera að skrifa ritgerð alla vikuna sem á að skila á mánudag og svo verja mið/fim eða föstudag, jei mitt uppáhald eða þannig.
Frekar leiðinlegt að vera svona upptekin þessa viku þegar börnin eru í fríi í skólanum, væri sko miklu frekar til í að dúllast eitthvað með þeim.

Pabbinn að vinna mikið þessa dagana, Kim vinnufélagi hans er í Tælandi í mánuð og þess vegna mætir hann átta á kvöldin. Er svo byrjaður í söngnum aftur og hefur alltaf jafn gaman af, framtíðar tenór á ferðinni.

Róleg helgi framundan, stefnum á að fara með stóru börnin í bíó á lau, þ.e. ef við fáum einhverja pössun fyrir krúttið, einhver sem bíður sig fram?
Annars á bara að njóta þess að vera til.

Farvel. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Kærustuparið



Takk fyrir kveðjurnar, þið eruð best.
Já amma, ég vissi sko alveg hver ætti afmæli í gær, hann elskulegi Hörður afi. B. var einmitt að tala um hvað hann hefði orðið gamall.
Drengirnir orðnir þokkalega hressir, höldum þeim inni í dag svo þeir geti nú komist út á morgun. En það er ekki auðvelt því veðrið er frábært, sól og blíða.
B. er farin til Telmu vinkonu sinnar og ætlar að gista þar í nótt og kannski að fara í bíó á morgun, gaman hjá þeim.
Farvel. Ævintýrafararnir.

laugardagur, febrúar 09, 2008



Í dag erum við skötuhjúin búin að vera túlofuð í tvö ár og alltaf jafn hamingjusöm.
Já, þetta er lífið!!!

föstudagur, febrúar 08, 2008



Þetta er nú meira pestabælið. Báðir synirnir á heimilinu hafa verið heima síðustu daga með háan hita og kvef.Í byrjun vikunnar lá pabbinn í nokkra daga þannig að við mæðgurnar erum eftir en vonandi sleppum við.

Spáð rosalegu góðu veðri um helgina, 10 stiga hita og sólin á víst að sýna sig. Vonandi eigum við eftir að geta notað okkur það.

Mýsla fór til tannlæknis í gær og engar holur. Tannburstunin er með glæsilegasta móti þannig að við mæðgurnar löbbuðum þaðan glaðar út. Svo á fimmtudaginn á litla krúttið að fara í tannskoðun í fyrsta sinn, það verður spennandi að sjá hvernig það á eftir að ganga.

Núna eru stóru börnin komin í vetrarfrí fram til 18. feb en þau verða á fritids í næstu viku þar sem ég verð ekki í fríi í skólanum, ónei heldur er enn ein hóparitgerðasmíðin, mikið djö.... er það leiðinlegt.

Jæja, best að halda áfram að horfa á Stubbana með krúttinu, bara í 6. sinn í dag.
Knús og kram. Ævintýrafararnir.

mánudagur, febrúar 04, 2008

Fastelavn í skólanum og fritids í dag



sunnudagur, febrúar 03, 2008

Helgin sem leið...


Á leiðinni í afmæli

Fastelavnsfest hjá skátunum (Transformers og Beinagrindanornanunna)

Klappstýran á fastelavnsfesti á Kolleginu

Spiderman duglegur í namminu

Benjamín Arnar skírður

föstudagur, febrúar 01, 2008

Nýklipptur og unglingalegur