fimmtudagur, janúar 31, 2008
þriðjudagur, janúar 29, 2008
Er á fullu að æfa mig fyrir fremlæggelsið á fimmtudag. Þetta er eitt af því ömurlegasta, leiðinlegasta og erfiðasta sem ég geri þannig að ég eiginlega vorkenni fjölskyldunni minni mikið þessa dagana að umgangast mig, er ekki sú þolinmóðasta. Ennnnn þetta verður búið c.a. 13.30 á fimmtudag og þá má "vonandi" fagna.
Svo um helgina er sko margt að gerast hjá okkur fjölskyldunni.
Pabbinn á djamm með kollegikörlum á föstudeginum...
B. í afmæli hjá Anniku Rut á laug.....
K. í fastelavnsfest hjá skátunum á laug....
Mamman í baðhús og ????? með kollegikerlum og fráfluttri kollegikerlu á laug...
Skírn í Roskilde á sunnud..
Fastelavnsfest á Kollegi á sunnud.. ef við náum tilbaka í tíma.
Jebb, margt misskemmtilegt framundan.
Jæja, er að fara með mýsluna í sund, lifið heil.
Ævintýrafararnir.
sunnudagur, janúar 27, 2008
laugardagur, janúar 26, 2008
Til að leiðrétta allan misskilning þá réði mamman á heimilinu ekki hve mikið mýslan var klippt, hún stjórnaði því gjörsamlega sjálf.
Það rignir hér eld og brennistein, svona næstum því. Ekki skemmtilegt veður til að vera úti en held að við höfum það samt aðeins betra en hinir þarna á Íslandinu.
Ætlaði að hitta Jónu Siggu vinkonu um hádegisbilið í gær en vegna óveðursins lenti hún ekki hérna í Köben fyrr um áttaleytið í gærkveldi. Ætlum nú að gera eitthvað skemmtilegt í dag, versla og svoleiðis og kannski fá sér nokkra kalda.
Kláruðum þessa blessuðu ritgerð á fimmtudaginn og er hún tilbúin til afhendingar á mánudagsmorgun. Svo er það framlæggelse á fimmtudag kl. 12:35.
Annars er bara allt fínt að frétta af hinum fjölskyldumeðlimunum, börnin á fullu í skátunum og í sundi. Pabbinn byrjar í söngnum í byrjun febrúar og AR talar alltaf meira og meira, svona danskt/íslenskt.
Góða helgi og áfram DK!!!!
Ævintýrafararnir.
Það rignir hér eld og brennistein, svona næstum því. Ekki skemmtilegt veður til að vera úti en held að við höfum það samt aðeins betra en hinir þarna á Íslandinu.
Ætlaði að hitta Jónu Siggu vinkonu um hádegisbilið í gær en vegna óveðursins lenti hún ekki hérna í Köben fyrr um áttaleytið í gærkveldi. Ætlum nú að gera eitthvað skemmtilegt í dag, versla og svoleiðis og kannski fá sér nokkra kalda.
Kláruðum þessa blessuðu ritgerð á fimmtudaginn og er hún tilbúin til afhendingar á mánudagsmorgun. Svo er það framlæggelse á fimmtudag kl. 12:35.
Annars er bara allt fínt að frétta af hinum fjölskyldumeðlimunum, börnin á fullu í skátunum og í sundi. Pabbinn byrjar í söngnum í byrjun febrúar og AR talar alltaf meira og meira, svona danskt/íslenskt.
Góða helgi og áfram DK!!!!
Ævintýrafararnir.
miðvikudagur, janúar 23, 2008
laugardagur, janúar 19, 2008
Jibbí, við erum að fara í ÞETTA sumarhús um páskana með Roskildefjölskyldunni, gaman gaman.
föstudagur, janúar 18, 2008
Spejdertur
Þá eru stóru börnin farin í helgartúr með skátunum, vorum að kveðja þau við metróstöðina og koma þau heim um miðjan sunnudaginn.
Við erum nátturlega búin að redda pössun fyrir örverpið annað kvöld og ætlum að skella okkur út að borða og í bíó.
Það er ekkert smá góð þáttaka í Berlínarferð okkar saumókellinga en við erum 13 kellingar sem förum og þar á meðal Lilja systir, gaman gaman.
AR er búinn að vera með hita í 8 daga og fór pabbi hans með hann til læknis í gær en eina útskýringin sem dokksi gaf var að hann er með virus og ekkert við þessu að gera. Þetta ástand er ekkert sértstaklega að auðvelda manni ritgerðasmíð en vonandi fær maður veikindalausa næsta viku.
Biðjum ykkur vel að lifa og farið varlega. Ævintýrafararnir.
miðvikudagur, janúar 16, 2008
sunnudagur, janúar 13, 2008
Jæja, þá er mamman búin að panta sér flug til Berlínar 7-9 mars þar sem hún ætlar að leika sér með saumóklúbbsmeðlimum og eru þær svo heppnar að fá gistingu hjá Rut, fyrrum saumaklúbbsmeðlim. Mikill spenningur í gangi hjá kvensunum og á eflaust ekki eftir að minnka þegar nær dregur.
Átti ansi fróðlega og skemmtilega síðustu viku í skólanum þar sem ólíkar manneskjur komu og voru með fyrirlestra þ.á.m. fyrrverandi vændiskona sem sagði sögu sína á ansi skemmtilegan hátt, shitt hvað þetta var ótrúlegt, þessi kona byrjaði í vændinu 39 ára og var í sex ár og hennar frásögn var mögnuð, þ.e. mikið ofboðslega getum við mannfólkið verið klikkað.
B. var veik alla síðustu viku, loksins hitalaus um helgina þannig að hún er ekkert búin að fara í skólann á nýju ári, situr nú hérna við hliðina á mér og talar um hvað hún hlakki rosalega til að mæta í skólann og að hún geti bara ekki beðið.
Stóri bróðir hennar verður eflaust feginn því strákarnir (vinir B) eru búnir að spyrja hann á hverjum degi: hvenær kemur Birta? og var hann orðinn ansi þreyttir á þessu.
Nú er ritgerðarmánuður hjá mér þar sem við erum 4 saman að skrifa ritgerð um eitthvað sem tengist samfélaginu og ætlum við að skrifa um ungt fólk og dóp og hvernig dópneysla þess hefur áhrif á heilbrigði þess. Spennandi efni, ætlum að taka viðtöl við ungt fólk , skrifa 12 síðna ritgerð og svo eigum við að framleggja í lok mánaðarins.
Hey, varð að segja ykkur það að ég sá fræga danska persónu í gær, sko þið sem hafið horft á Anna Pihl þá vitið þið hver hann er, ljóshærða löggan sem var svo skotin í Önnu Pihl. Hann var bara á röltinu á Christianshavn, soldið sætur.
Jæja, börnin í rúmið og svo að lesa.
Farvel. Ævintýrafararnir.
Átti ansi fróðlega og skemmtilega síðustu viku í skólanum þar sem ólíkar manneskjur komu og voru með fyrirlestra þ.á.m. fyrrverandi vændiskona sem sagði sögu sína á ansi skemmtilegan hátt, shitt hvað þetta var ótrúlegt, þessi kona byrjaði í vændinu 39 ára og var í sex ár og hennar frásögn var mögnuð, þ.e. mikið ofboðslega getum við mannfólkið verið klikkað.
B. var veik alla síðustu viku, loksins hitalaus um helgina þannig að hún er ekkert búin að fara í skólann á nýju ári, situr nú hérna við hliðina á mér og talar um hvað hún hlakki rosalega til að mæta í skólann og að hún geti bara ekki beðið.
Stóri bróðir hennar verður eflaust feginn því strákarnir (vinir B) eru búnir að spyrja hann á hverjum degi: hvenær kemur Birta? og var hann orðinn ansi þreyttir á þessu.
Nú er ritgerðarmánuður hjá mér þar sem við erum 4 saman að skrifa ritgerð um eitthvað sem tengist samfélaginu og ætlum við að skrifa um ungt fólk og dóp og hvernig dópneysla þess hefur áhrif á heilbrigði þess. Spennandi efni, ætlum að taka viðtöl við ungt fólk , skrifa 12 síðna ritgerð og svo eigum við að framleggja í lok mánaðarins.
Hey, varð að segja ykkur það að ég sá fræga danska persónu í gær, sko þið sem hafið horft á Anna Pihl þá vitið þið hver hann er, ljóshærða löggan sem var svo skotin í Önnu Pihl. Hann var bara á röltinu á Christianshavn, soldið sætur.
Jæja, börnin í rúmið og svo að lesa.
Farvel. Ævintýrafararnir.
fimmtudagur, janúar 10, 2008
miðvikudagur, janúar 09, 2008
þriðjudagur, janúar 08, 2008
mánudagur, janúar 07, 2008
Árið 2007 liðið
Jæja, skólinn byrjaði í dag og ekki byrjaði það vel. B. með hita og AR vakandi hálfa nóttina þannig að einbeita sér og hlusta á fyrirlestur var ekki sérstaklega létt að gera í morgun. Ennn það hafðist.
Ótrúlegt að árið 2007 sé strax liðið, tíminn líður bara allt of fljótt. Við erum núna búin að eiga heima í Kaupmannahöfn í hvorki meira né minna en 2 1/2 ár, aðeins 1 1/2 eftir. Erum búin að gera fullt að skemmtilegu árið 2007 sem ég ætla stikla á stóru hérna:
Þorrablót
K. varð 8 ára
Jói varð 33 ára
AR varð 1 árs
Svíþjóðarferð um páskana þar sem við dvöldum hjá Írisi Gyðu frænku og fjölsk.
Sumarhús í maí í frábæru veðri með Kollu, Óla og dætrum.
London í maí ásamt AR og stóru börnin með pabba sínum til Álaborgar.
Nokkrar sommerfest.
Nokkrar strandferðir.
Mamman gæsaði ásamt hinum kvensunum á kolleginu.
Mamman varð 33 ára.
Íslandsdvöl í júlí þar sem við áttum yndislegan tíma með SB og ÁÝ, sumarbústaður, fjölskyldu og húsdýragarðurinn, sundferðir, afmæli, og síðast en ekki síst, frábært veður
Brúðgumalaust brúðkaupspartý.
B. hóf sína skólagöngu.
Mamman fór í útilegu til Svíþjóðar með skólanum og svaf í tjaldi í fimm daga í stanslausri rigningu.
Kærustuparaferð til Liverpool.
Halloween í tívolí.
ZOO.
Sirkus.
Amma og afi á Hellu urðu 50 ára.
B. varð 6 ára.
Fengum líka skemmtilegar heimsóknir frá Íslandi, Svíþjóð og Sönderborg, gaman af því.
Já þetta var gott ár en líka erfitt. Það er erfitt að vera frá ástvinum, erfitt að búa í lítilli íbúð, erfitt að hafa ekki alltaf tíma fyrir börnin þegar maður þarf að læra en þetta er sko þess virði. Vonum bara að 2008 verði ennþá betra, ikke?????
Nýárskveðja frá okkur í L806. Ævintýrafararnir.
Ótrúlegt að árið 2007 sé strax liðið, tíminn líður bara allt of fljótt. Við erum núna búin að eiga heima í Kaupmannahöfn í hvorki meira né minna en 2 1/2 ár, aðeins 1 1/2 eftir. Erum búin að gera fullt að skemmtilegu árið 2007 sem ég ætla stikla á stóru hérna:
Þorrablót
K. varð 8 ára
Jói varð 33 ára
AR varð 1 árs
Svíþjóðarferð um páskana þar sem við dvöldum hjá Írisi Gyðu frænku og fjölsk.
Sumarhús í maí í frábæru veðri með Kollu, Óla og dætrum.
London í maí ásamt AR og stóru börnin með pabba sínum til Álaborgar.
Nokkrar sommerfest.
Nokkrar strandferðir.
Mamman gæsaði ásamt hinum kvensunum á kolleginu.
Mamman varð 33 ára.
Íslandsdvöl í júlí þar sem við áttum yndislegan tíma með SB og ÁÝ, sumarbústaður, fjölskyldu og húsdýragarðurinn, sundferðir, afmæli, og síðast en ekki síst, frábært veður
Brúðgumalaust brúðkaupspartý.
B. hóf sína skólagöngu.
Mamman fór í útilegu til Svíþjóðar með skólanum og svaf í tjaldi í fimm daga í stanslausri rigningu.
Kærustuparaferð til Liverpool.
Halloween í tívolí.
ZOO.
Sirkus.
Amma og afi á Hellu urðu 50 ára.
B. varð 6 ára.
Fengum líka skemmtilegar heimsóknir frá Íslandi, Svíþjóð og Sönderborg, gaman af því.
Já þetta var gott ár en líka erfitt. Það er erfitt að vera frá ástvinum, erfitt að búa í lítilli íbúð, erfitt að hafa ekki alltaf tíma fyrir börnin þegar maður þarf að læra en þetta er sko þess virði. Vonum bara að 2008 verði ennþá betra, ikke?????
Nýárskveðja frá okkur í L806. Ævintýrafararnir.