sunnudagur, júní 29, 2008

Takk fyrir afmæliskveðjurnar.

Jæja, þá erum við búin að fara í Bon Bonland. Frábær staður fyrir alla aldurshópa. Ari Rafn og Sindri Rafn gátu farið í fjölmörg tæki en það er nefnilega ekki svo algengt í hinum skemmtigörðunum. Svo voru stóru börnin auðvitað á fullu allan tímann og prófuðu öll stærstu og hrikalegustu tækin. Ekki voru við fullorðnu síðri, prófuðum auðvitað rúsibanana og féllum gjörsamlega fyrir vatnsrennitækinu, ég þurfti að draga Jóa, Ingva og Ragnheiði frá því, annars værum við þar ennþá, ha ha gaman af því.
Nokkar myndir frá deginum......

Pabbinn og B. á fljúgandi ferð, 2 sek seinna var pabbinn búinn að missa derhúfuna

AR fannst þetta bara ekkert skemmtilegt

Sigli sigl

K. í stuði

Pabbinn flottur

Nestispása númer 2.


Svo er það bara Íslandið á morgun og allir megaspenntir. Næst verður sko bloggað frá landinu góða.
Við verðum eins og vanalega hjá Erlu ömmu í Nestúninu á Hellunni góðu. Það er akkurat að byrja Landsmót hestamanna á Hellunni þannig að það verður margt um manninn og örugglega stuð á liðinu. Við byrjum á því að sækja krúttin okkar á Selfoss en þau ætla að vera hjá okkur í rúmar 3 vikur þetta sumarið, sem er alveg frábært. 4-11 júlí ætlum við að hafa það kósí í sumarbústað á Apavatni og eru allir velkomnir í heimsókn. Annars verðum við bara á heimaslóðum og jafnvel kíkt í útilegu ef veður leyfir. Sami sími og venjulega: 861-6116.
Jæja, leikurinn er byrjaður, áfram Liverpool menn í Spánarliðinu.
Knus og kram. Ævintýrafararnir.

föstudagur, júní 27, 2008

Þessi stelpa á afmæli í dag, aðeins 34 ára.....



miðvikudagur, júní 25, 2008

Í dag á hún elsku besta Erla amma mín afmæli og er hún aðeins 78 ára, enginn aldur á á kellu.
Arnaldur Goði, vinur hennar B. er líka afmælisbarn dagsins, 6 ára gamall og að byrja í skóla í haust. B. var einmitt í afmælisveislu hjá honum í dag en hann er þessa stundina staddur hjá pabba sínum hérna í Köben. Það var líka svona gaman í afmælinu að skvísan fékk að gista og ætlar pabbinn að fylgja henni í skólann í fyrramálið.
Ragnheiður, Eyjósystir, Kollegibúi og saumómeðlimur á líka afmæli í dag, 28 ára unglamb.
Fjórða afmælisbarn dagsins er Védís, fyrrverandi Kollegibúi og núverandi saumómeðlimur. Védís er á besta aldri, 31 árs.
Innilega til hamingju með daginn öllsömul.
Já, það er sko nóg að gera hér á bæ. Bergdís Líf í heimsókn og er manni þvælt í búðir fram og tilbaka, nei djók. Mamman á bænum í ritgerðarskrifum en vonast til að klára á morgun og koma ritgerðinni í póst til kennarans í síðasta lagi á föstudagsmorgun en þá er hún komin í sumarfrí, jeiii. Og hún á líka afmæli á föstudag, aðeins 23 ára. Ætlum þá út að borða í hádeginu því pabbinn ætlar að vinna um kvöldið fyrir BonBonland ferðinni sem við ætlum í á laugardag ásamt Ragnheiði, Ingva, Sindra Rafni og Lovísu. Krakkarnir búnir að bíða eftir þessari ferð í ár og aldir. Fyrir þá sem ekki vita hvað BonBonland er þá er þetta skemmtigarður hérna fyrir utan Köben.
Svo er það bara pökkunarsunnudagur og á mánudag mætum við á klakann, jeiiiiii.
Ég verð svona í lokin að minnast aftur á Duran Duran tónleikana, það var svo gaman að ég hef bara ekki vitað annað eins. Þeir byrjuðu á slaginu átta og spiluðu í rúma tvo tíma án pásu. Öll gömlu góðu lögin og ný inn á milli sem eru nú bara alveg ágæt. Ég táraðist margoft, fékk gæsahúð og við unnustinn sungum og tjúttuðum eins og brjálæðingar. Hefði aldrei búist við þeim svona góðum og ennþá svo sætum, ha ha. Fyndið að sjá svona margt fólk á sama aldri og við samankomið og það besta var að það voru engir unglingabjánar þarna, aðeins þroskað fólk og eins og við á besta aldri, ha ha.
Jæja, seinni hálfleikur er byrjaður. Verð að hætta.
Bæjó. Ævintýrafararnir.

mánudagur, júní 23, 2008

Myndir fyrir ykkur

Á skátasommerfest

Það er sko Íslenskt, já takk

AÐ fíla sig í namminu

Ronja í Roskilde

Bestu vinirnir, AR og Kristjana Elín

Liðið í stuði að fara að sofa, SEINT!!!!

Benjamín Arnar krútt

Afmæliskakan flotta

K. í leikritinu á Fritidssommerfestinu

Bergdís Líf og B. að baka snowbrød

sunnudagur, júní 22, 2008

DURAN DURAN

SHITT, ég svíf á bleiku skýi, þeir voru geggjaðir.
Fékk annarsslagið tár í augun, gæsahúð og flashback.

laugardagur, júní 21, 2008

Vorum að koma heim frá Roskilde þar sem við höfðum gaman með Kollu, Óla og ormum.

Næst á dagskrá er sommerfest á fritidsheimili K. þar sem hann elsku drengurinn minn er að leika í leikriti, er ótrúlega spennt að sjá hann. Er búinn að vera að æfa síðan um áramót.
Erum svo að spá í að kíkja niður á strönd á Íslendinga 17. júní hátíð sem var aflýst vegna veðurs(núna er 20 stiga hiti og ekki regndropi nálægt) en einhverjum datt nú bara í hug að senda út sms og safna liði saman og hafa gaman.

Við sjáum til hvernig fer.
Heyrumst. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, júní 17, 2008

Erum komin með íslenskt heimasímanúmer sem er 496-0689
Það kostar það sama að hringja í það eins og að hringja í íslenska heimasíma, sniðugt, ikke???

Svo hringja í okkur, núna!!!!

Ævintýrafararnir.

mánudagur, júní 16, 2008

Já hún systir mín skal sko ekkert segja að ég sé sú síðasta manneskja sem svarar þessu, ónei Lilja mín, hafðu þetta!!!

1. ERTU SKÝRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM? já, Auði ömmu minni og Erlu ömmu minni...

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA? örugglega yfir einhverri vælu í tv...

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL? svona allt í lagi

4. HVAÐA KJÖT ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? naut

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVAÐ MÖRG? 3 + 2

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT, VÆRIR ÞÚ VINUR ÞINN? veit ekki

7. NOTAR ÞÚ KALDHÆÐNI MIKIÐ? já

8. FÆRIR ÞÚ Í TEYGJUSTÖKK? ónei

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? heimamorgunmatur er gult cheerios og skólamorgunmatur er brauðbolla og kaffibolli

10. REIMAR ÞÚ FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM? nei

11. TELUR ÞÚ ÞIG ANDLEGA STERKA/N? já og nei

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? kjörís í brauði með dýfu í Olís

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS? misjafnt

14. Rauður eða bleikur varalitur? bleikur

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR VIÐ SJÁLFAN ÞIG? væri til í að vera hærri og mjórri

16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST? Erlu ömmu

17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA? auðvitað

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERU Í NÚNA? ha ha, svörtum nærbuxum....

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR? jarðaber

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA? EM, Ballack var að skora fyrir Þýskaland

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ? brúnn

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST? eplasjampóið hand Ara Rafns og ilmvatnið hans Jóa

23. VIÐ HVERN TALAÐIR ÞÚ SÍÐAST VIÐ Í SÍMA? Jóa

24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR? hún sendi mér þær ekki, ég kopíaði þær af heimasíðunni hennar Lilju systir en já, elska hana út af lífinu

25. UPPÁHALDS ÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á? fótbolti

26. HVERNIG ER ÞINN HÁRALITUR? gangstéttaskítagrár

27. HVERNIG ER ÞINN AUGNLITUR? grænn

28. NOTAR ÞÚ LINSUR? já

29. UPPÁHALDS MATUR? kjötsúpa

30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? hryllingsmynd

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ? Tempelridderners skat 2 (ævintýrakrakkamynd)

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI? knús og kossar

33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR? ís, jarðaber og súkkulaðisósa

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL ÞESS AÐ SVARA ÞESSUM LISTA? pass

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR TIL ÞESS AÐ SVARA ÞESSU? pass

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Udviklingsplan for De fire birke

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI? engin músamotta

38. Á HVAÐ HORFÐIR ÞÚ Í SJÓNVARPINU Í GÆR? fótbolta, sá Tyrki taka Tékka í r........

39. ROLLING STONE EÐA BITLARNIR? hvorugt

40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI? Spánn

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR? tel mig vera ansi þolinmóða

42. HVAR FÆDDIST ÞÚ? á fæðingardeild Landspítalans, held ég

Sko Lilja, þetta gat ég og þetta var bara ansi gaman.....

Meira á morgun.

þriðjudagur, júní 10, 2008

Ja, ekki er það spennandi....

mánudagur, júní 09, 2008

Síðustu dagar hjá okkur

Birtan í sólinni

Loftur Þór og Ari Rafn að prakkarast úti í garði

Grímur krútt

Sindri Rafn

Karíus og Baktus

Ótrúlega kúl gellur

Christian afmælisbarn og kærastan

Gott að knúsa frænda

Benjamín Arnar

Sætir frændur

fimmtudagur, júní 05, 2008

Sólin skín í Kaupmannahöfn þessa dagana, erum öll gjörsamlega grilluð en bara gaman af því. Hitinn á víst að hækka og ná hápunkti um helgina. Kollegibörnin eru ansi þakklát fyrir vatnsúðagræjuna sem norsarinn keypti og plantar útí garð í mesta hitanum, bara snilld. Grillum hér úti næstum hvert einasta kvöld því það er nánast ólíft að vera inni í þessum hita.

K. kom heim í gær úr 3 daga hyttetur með bekknum sínum og var ansi þreyttur en sáttur.
Annars er allt fínt að frétta af okkur, AR talar meira og meira, dansk-íslenskt í bland, segir t.d. mamma við mig hérna heima en þegar við erum hjá dagmömmunni segir hann mor og svo kallar hann alla karlmenn, "pabbinn" og konur "mamman". Er bíla og flugvélasjúkur eftir Íslandsferðina með pabba sínum, ef hann sér flugvél þá er hann að fara með pabba að fljúga og skilur ekki af hverju við förum aldrei í bíl, alltaf bara labbandi eða hjólandi. Sá á eftir að njóta sín á Íslandi í sumar...

Já, ég má nú ekki gleyma að segja ykkur frá því hvað minn yndilegi unnusti gerði í vikunni, haldiði bara að hann hafi gefið mér eitt stykki glænýja fartölvu í afmælisgjöf. Algjör glæsigræja sem ég er gjörsamlega hrikalega ánægð með.

Nóg að gera um helgina fyrir utan að sleikja sólina, Karíus og Baktus sýning og 18 ára afmælispartý hjá Christian frænda. K. fer í skátaferð lau-sun og ætlar sko að vinna sér inn 20 km merki til að sauma á skyrtuna sem þýðir að hann gengur 20 km, dugnaðarstrákur.....

25 dagar í landið góða..
13 dagar í Bergdísi Líf, bestu frænku..

Gaman, gaman. Ævintýrafararnir.

þriðjudagur, júní 03, 2008

SHITTTTTTT

mánudagur, júní 02, 2008

Fóstbræður - Kysstu mig

sunnudagur, júní 01, 2008

Kulturfest

Basim úr X-factor tók nokkur lög

Gott að eiga góðan að....

Krúttið að fíla tónlistina í botn...

B. að selja kökur

K. að selja kökur

Kærustuparið að njóta sólarinnar

Aðalgellan á svæðinu...