Jæja, þá erum við búin að fara í Bon Bonland. Frábær staður fyrir alla aldurshópa. Ari Rafn og Sindri Rafn gátu farið í fjölmörg tæki en það er nefnilega ekki svo algengt í hinum skemmtigörðunum. Svo voru stóru börnin auðvitað á fullu allan tímann og prófuðu öll stærstu og hrikalegustu tækin. Ekki voru við fullorðnu síðri, prófuðum auðvitað rúsibanana og féllum gjörsamlega fyrir vatnsrennitækinu, ég þurfti að draga Jóa, Ingva og Ragnheiði frá því, annars værum við þar ennþá, ha ha gaman af því.
Nokkar myndir frá deginum......
Pabbinn og B. á fljúgandi ferð, 2 sek seinna var pabbinn búinn að missa derhúfuna
AR fannst þetta bara ekkert skemmtilegt
Sigli sigl
K. í stuði
Pabbinn flottur
Nestispása númer 2.
Svo er það bara Íslandið á morgun og allir megaspenntir. Næst verður sko bloggað frá landinu góða.
Við verðum eins og vanalega hjá Erlu ömmu í Nestúninu á Hellunni góðu. Það er akkurat að byrja Landsmót hestamanna á Hellunni þannig að það verður margt um manninn og örugglega stuð á liðinu. Við byrjum á því að sækja krúttin okkar á Selfoss en þau ætla að vera hjá okkur í rúmar 3 vikur þetta sumarið, sem er alveg frábært. 4-11 júlí ætlum við að hafa það kósí í sumarbústað á Apavatni og eru allir velkomnir í heimsókn. Annars verðum við bara á heimaslóðum og jafnvel kíkt í útilegu ef veður leyfir. Sami sími og venjulega: 861-6116.
Jæja, leikurinn er byrjaður, áfram Liverpool menn í Spánarliðinu.
Knus og kram. Ævintýrafararnir.