sunnudagur, desember 21, 2008
föstudagur, desember 19, 2008
mánudagur, desember 15, 2008
Það styttist nú aldeilis í Íslandsför, aðeins 5 dagar. Erum orðin rosalega spennt að koma á klakann og hitta alla sem okkur þykir vænt um og auðvitað hina líka. Því miður náum við nú ekki að hitta Lilju og fjölskyldu því að þau fara til Florida daginn áður en við komum og koma heim daginn eftir að við förum, glatað....
Litla krúttið er lasinn, með hita og kastaði upp áðan. Alveg sama pest og skvísan var með í síðustu viku. Er því búin að vera heima í dag og á svo aðeins 2 vinnudaga eftir fram að jólafríi, jibbí.
Við fórum á litlujólin í Íslenskuskólanum síðasta laugardag og var það mjög huggó. Borðuðum allskonar góðgæti sem krakkarnir komu með, sátum og spjölluðum og sungum svo nokkur jólalög í lokin.Helga Stína kennarinn þeirra og krakkarnir.
Um kvöldið var okkur svo boðið í mat til vinafólks okkar, Eiríks og Guðfinnu og sátum við þar fram yfir miðnætti.
Sunnudagurinn fór svo í afslöppum fram eftir degi og svo var drifið sig á ÍSLENSKT jólaball á Norðurbryggju og var það hin ágætis skemmtun.
Og enn fjölgar íslenskum kollegibúuum en Unnur og Dagur eignuðust hann Blæ, 8. desember síðastliðinn en drengurinn sá átti nú ekki að koma í heiminn fyrr en seinnipart janúar en eitthvað langaði honum í jólapakka og ákvað að mæta. Þau mæðgin hafa það fínt á spítalanum og vonast auðvitað eftir að komast heim fyrir jól.
Annars er nú nóg að gera í afmælisundirbúning, B er búin að bjóða bekknum sínum heim næsta fimmtudag og 3 öðrum vinkonum þannig að ef allir mæta þá verða 26 börn og 4 fullorðnir í börnerumminu, gaman gaman.
Pabbinn alltaf að vinna og nóg að gera hjá honum svona rétt fyrir jólin. Var fyrr í kvöld að syngja einsöng á tónleikum í skólanum sínum en því miður komst ég ekki fyrir litla lasna gaurnum okkar. Stóru börnin fóru svo áðan á skátajulehygge og verða eitthvað fram eftir kveldi...
Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.
Litla krúttið er lasinn, með hita og kastaði upp áðan. Alveg sama pest og skvísan var með í síðustu viku. Er því búin að vera heima í dag og á svo aðeins 2 vinnudaga eftir fram að jólafríi, jibbí.
Við fórum á litlujólin í Íslenskuskólanum síðasta laugardag og var það mjög huggó. Borðuðum allskonar góðgæti sem krakkarnir komu með, sátum og spjölluðum og sungum svo nokkur jólalög í lokin.Helga Stína kennarinn þeirra og krakkarnir.
Um kvöldið var okkur svo boðið í mat til vinafólks okkar, Eiríks og Guðfinnu og sátum við þar fram yfir miðnætti.
Sunnudagurinn fór svo í afslöppum fram eftir degi og svo var drifið sig á ÍSLENSKT jólaball á Norðurbryggju og var það hin ágætis skemmtun.
Og enn fjölgar íslenskum kollegibúuum en Unnur og Dagur eignuðust hann Blæ, 8. desember síðastliðinn en drengurinn sá átti nú ekki að koma í heiminn fyrr en seinnipart janúar en eitthvað langaði honum í jólapakka og ákvað að mæta. Þau mæðgin hafa það fínt á spítalanum og vonast auðvitað eftir að komast heim fyrir jól.
Annars er nú nóg að gera í afmælisundirbúning, B er búin að bjóða bekknum sínum heim næsta fimmtudag og 3 öðrum vinkonum þannig að ef allir mæta þá verða 26 börn og 4 fullorðnir í börnerumminu, gaman gaman.
Pabbinn alltaf að vinna og nóg að gera hjá honum svona rétt fyrir jólin. Var fyrr í kvöld að syngja einsöng á tónleikum í skólanum sínum en því miður komst ég ekki fyrir litla lasna gaurnum okkar. Stóru börnin fóru svo áðan á skátajulehygge og verða eitthvað fram eftir kveldi...
Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.
sunnudagur, desember 07, 2008
Krúttið okkar
Já, það er bara kominn desember og allt að gerast. Búin með blaðagreinina mína sem var stóra verkefnið í praktikinni og vona ég að það sem ég skrifaði sé ok. Nógu erfitt að skrifa á dönsku og hvað þá blaðagrein, öðruvísi byggð upp en ritgerð. Það kemur allaveganna í ljós.
Nú eru bara 8 vinnudagar fram að jólafríi. 5 í þessari viku og 3 í næstu, ætlum að halda bekkjarafmælispartý fyrir B. bekk þann 18 og svo er það bara að pakka niður og hygge sig á föstudeginum 19 og svo komum við til Íslands þann 20. B ætlar svo að halda afmælisveislu á sunnudeginum en þann dag verður hún 7 ára.
Annars er búin að vera hver julehygge á eftir annarri, í skólum og fritids. Julefrokost hjá foreldrunum og eitt stk fullorðins ammæli, bara gaman að því. Já, svo er pabbinn búinn að vera í Berlín og skemmti hann sér alveg konunglega og hafði sem betur fer vit á því að koma sér tímanlega í flugið, annað en sumir ha ha ha.
Í gær fórum við svo í Jólatívolí þar sem við eyddum deginum með vinafólki okkar og Lærke, vinkonu hennar B sem við buðum með okkur.
Svo á morgun er ég að fara að sækja jólagjöfina mína, SPLÚNKUNÝTT HJÓL. Gamli garmurinn minn er orðinn ansi lélegur og fann ég loksins draumagripinn. Svart ömmuhjól, set inn mynd síðar.....
Biðjum að heilsa í bili. Knús á ykkur öll. Ævintýrafararnir.
Já, það er bara kominn desember og allt að gerast. Búin með blaðagreinina mína sem var stóra verkefnið í praktikinni og vona ég að það sem ég skrifaði sé ok. Nógu erfitt að skrifa á dönsku og hvað þá blaðagrein, öðruvísi byggð upp en ritgerð. Það kemur allaveganna í ljós.
Nú eru bara 8 vinnudagar fram að jólafríi. 5 í þessari viku og 3 í næstu, ætlum að halda bekkjarafmælispartý fyrir B. bekk þann 18 og svo er það bara að pakka niður og hygge sig á föstudeginum 19 og svo komum við til Íslands þann 20. B ætlar svo að halda afmælisveislu á sunnudeginum en þann dag verður hún 7 ára.
Annars er búin að vera hver julehygge á eftir annarri, í skólum og fritids. Julefrokost hjá foreldrunum og eitt stk fullorðins ammæli, bara gaman að því. Já, svo er pabbinn búinn að vera í Berlín og skemmti hann sér alveg konunglega og hafði sem betur fer vit á því að koma sér tímanlega í flugið, annað en sumir ha ha ha.
Í gær fórum við svo í Jólatívolí þar sem við eyddum deginum með vinafólki okkar og Lærke, vinkonu hennar B sem við buðum með okkur.
Svo á morgun er ég að fara að sækja jólagjöfina mína, SPLÚNKUNÝTT HJÓL. Gamli garmurinn minn er orðinn ansi lélegur og fann ég loksins draumagripinn. Svart ömmuhjól, set inn mynd síðar.....
Biðjum að heilsa í bili. Knús á ykkur öll. Ævintýrafararnir.