föstudagur, nóvember 21, 2008

Þá er kallinn farinn til Berlínar ásamt 8 öðrum myndarkörlum og verður hann þar fram á mánudagskvöld...
Nóg að gera hjá okkur hinum. Íslenskuskóli á morgun hjá K og B. Seinni partinn ætlum við svo að fylgjast með jólalestinni sem kemur niður Amagerbrogade og ætlum við endum svo ekki á McDonalds eða einhverjum svoleiðis klassastað.

Fórum í dag með krúttið til dokksa til að taka plásturinn af og kíkja á sárið og er þetta alveg gróið, lítur mjög vel út.
Já svo er krúttið komið með leikskólapláss og byrjar þar 16.janúar. Sami leikskóli og B var í og er í sama húsi og B er á fritids, hentar ágætlega.

Fyrsti snjór vetrarins lét sjá sig í dag en hvarf jafnóðum. Drullukalt og verður ennþá kaldara á morgun....Krakkarnir og pabbinn rosa ánægð með snjóinn en ég er ekki eins hrifin..alltof sleipt að hjóla og bara vesen...

Góða helgi allir saman og farið nú varlega. Ævintýrafararnir.

mánudagur, nóvember 17, 2008

Langt síðan síðast.
Fór á slysó í gærkveldi með AR en hann var svo einstaklega óheppinn að renna á hausinn í sturtunni og skall með hausinn á klósettið. Fékk c.a. 12 mm gat við hliðina á hægra auga og var það límt saman eftir að 2 læknar og ein hjúkka voru búin ræða saman, voru ekki alveg viss um að það væri nóg að líma en það er heldur ekki gott fyrir 2 1/2 árs gaur að vera saumaður. .
Svo í dag var hann með dagmömmunni í leikfimi og datt þar á hausinn og fékk þennan skemmtilega blóðnasir og fékk dagmamman algjört sjokk, sá fyrir sér aðra slysóferð en sem betur fer var þetta nú ekki alvarlegt.
Einstaklega mikill gaur þessi blessaði sonur okkar..örugglega ekki síðasta slysóferðin okkar.
Stóru börnin mín fóru í gær með pabba sínum í Tívolí og skemmtu þau sér vel en þurftu fljótt að flýja inn vegna rigningu.

Annars var helgin róleg, pabbinn fór á jólahlaðborð með nokkrum úr vinnunni og stóru börnin fóru í íslenskuskólann. Annað var það nú ekki.

Jú, svo má ég nú ekki gleyma þeim stórviðburði að Ella vinkona og Guðrún kona hennar eignuðust stóran og heilbrigðan dreng þann 12. nóv síðastliðinn og er hann alveg gulllfallegur og verður eflaust skírður Auðunn í höfuðið á bestu "frænku" hans í Danmörku, ha ha.
Og svo eignuðust Sigga Þórðar og Siggi, dreng í gær að ég held og óskum við þeim auðvitað innilega til hamingju með guttann.

Og svo styttist í kallaferðina hjá pabbanum. Berlín næstu helgin og eru þeir víst að safna mottu til að vera eins þýskir í útliti og hægt er....gaman af því...

föstudagur, nóvember 07, 2008


Þessi gutti er nú ekki lakari en litli brósi í sínum jólafötum, vildi sko ekki fara úr þeim aftur.....

Nóg að gera á "stóru" heimili. Pabbinn vinnur mikið þessa dagana og ekki veitir af. Berlínarferð framundan hjá kallinum og svo auðvitað jólin sem kosta sitt þegar maður á 5 börn og þvælist á milli landa nokkrum sinnum á ári.

Hjá mér er nóg að gera, er nátturlega í praktik s.s. vinna fram til 1. feb og þar að auki á ég að gera udviklingsprojekt í vinnunni sem ég er í gangi með nú. Svo á ég að skrifa blaðagrein um verkefnið mitt sem á að skila 1. des. Svo er það nátturlega börnin og heimilið og verð ég að segja að fyrsta sinn á minni 3 ára háskólagöngu finn ég virkilega fyrir þreytu og pressu. Það hlaut að koma að því, aðeins 8 mánuðir eftir.
Krúttið fór í myndatöku í dag hjá dagmömmunni og var klæddur í jólafötin. Hlakka til að sjá myndirnar, vona að hann hafi brosað. Annars erum við mæðginin ein heima yfir helgina. Stóru börnin og pabbinn eru að fara í jólatúr í fyrramálið með skátunum og verða fram á sunnudag. Við AR ætlum í FIELDS á morgun að versla hitt og þetta, reyna að klára þessar blessuðu jólagjafir. Svo er aldrei að vita hvað kvöldið ber í skauti sér....Stefnum reyndar líka á að kíkja í heimsókn til Hrannar frænku, ansi langt síðan við höfum hitt hana.

Jæja, er ekki málið að opna einn jólabjór og leggjast yfir FACEBOOK...

Góða helgi. Ævintýrafararnir.